Harmur englanna bestur 16. desember 2009 06:00 Bókmenning Helgi Björnsson tekur við viðurkenningu frá tveimur þaulvönum bóksölukonum, Kristínu Gísladóttur frá Bóksölu stúdenta og Bryndísi Loftsdóttur frá Eymundsson Pennanum, á Aragötunni í gær. Mynd frettabladid/gva Niðurstöður í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks í bókaverslunum voru tilkynntar í gær og er það í tíunda sinn sem starfsmenn bókaverslana safna saman áiti sínu um mikilvægustu útgáfuverk, ekki aðeins í einum flokki heldur sjö. Verðlaunin eru veitt í flokkunum íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, íslenskar barnabækur, þýddar barnabækur, ævisögur, ljóð og fræði- og handbækur. Sextíu bóksalar tóku þátt þetta árið og var mjótt á munum í mörgum flokkum, til dæmis skildu tvö atkvæði að fyrsta og annað sætið í skáldsögunum. Verðlaunaféð er 0 kr. og hefur ekkert breyst frá upphafi. Hins vegar láta aðstandendur prenta límmiða sem gjarnan skreyta þær bækur sem valdar eru. Verðlaunabækur bóksölufólks hafa oft reynst hafa sterkari stöðu er frá líður en þau verk sem tilnefnd eru eða verðlaunuð í verðlaunarekstri Félags íslenskra bókaútgefenda og embættis forseta Íslands, til dæmis völdu bóksölumenn Öxina og jörðina og Himnaríki og helvíti bestu bækur sinna útgáfuára – en hvorug þeirra var tilnefnd eða hlaut hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Upplýsingar um hvaða bækur bóksalar hafa valið síðastliðin níu ár má nálgast á vef Borgarbókasafnsins: http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-3449//5529_read-13458/. Í dálknum hér til hliðar má sjá hvernig tókst til um valið, ekki aðeins hvaða titlar settust í fyrstu sætin, heldur líka hverjir komu þar á eftir, í nokkrum flokkum allt að fimm titlar. Skáldsaga Jóns Kalmans, Harmur englanna sem Bjartur gefur út er talin besta skáldsagan, en Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón besta þýdda skáldsagan, en útgefandi er Mál og menning – Forlagið. Í fræðiritum var Jöklasaga Helga Björnssonar í mestum metum, en hún er frá forlaginu Opnu. Gyrðir Elíasson er talinn hafa sent frá sér markverðustu ljóðabókina, Nokkur orð um kulnun sólar sem Uppheimar gefa út. Besta barnabókin er talin vera útgáfa Máls og menningar á úrvali Silju Aðalsteinsdóttur á sögum, þjóðsögum og ævintýrum, úr safni Jóns Árnasonar og fleiri, en bókina myndskreytir Halldór Baldursson. Besta þýdda barnabókin er valin Hver er sterkastur eftir Mario Ramos sem Bjartur gefur út. Af góðu úrvali ævisagna velja bóksölumenn ævisögu Vigdísar sem Páll Valsson skráði. pbb@frettabladid.is Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Niðurstöður í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks í bókaverslunum voru tilkynntar í gær og er það í tíunda sinn sem starfsmenn bókaverslana safna saman áiti sínu um mikilvægustu útgáfuverk, ekki aðeins í einum flokki heldur sjö. Verðlaunin eru veitt í flokkunum íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, íslenskar barnabækur, þýddar barnabækur, ævisögur, ljóð og fræði- og handbækur. Sextíu bóksalar tóku þátt þetta árið og var mjótt á munum í mörgum flokkum, til dæmis skildu tvö atkvæði að fyrsta og annað sætið í skáldsögunum. Verðlaunaféð er 0 kr. og hefur ekkert breyst frá upphafi. Hins vegar láta aðstandendur prenta límmiða sem gjarnan skreyta þær bækur sem valdar eru. Verðlaunabækur bóksölufólks hafa oft reynst hafa sterkari stöðu er frá líður en þau verk sem tilnefnd eru eða verðlaunuð í verðlaunarekstri Félags íslenskra bókaútgefenda og embættis forseta Íslands, til dæmis völdu bóksölumenn Öxina og jörðina og Himnaríki og helvíti bestu bækur sinna útgáfuára – en hvorug þeirra var tilnefnd eða hlaut hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Upplýsingar um hvaða bækur bóksalar hafa valið síðastliðin níu ár má nálgast á vef Borgarbókasafnsins: http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-3449//5529_read-13458/. Í dálknum hér til hliðar má sjá hvernig tókst til um valið, ekki aðeins hvaða titlar settust í fyrstu sætin, heldur líka hverjir komu þar á eftir, í nokkrum flokkum allt að fimm titlar. Skáldsaga Jóns Kalmans, Harmur englanna sem Bjartur gefur út er talin besta skáldsagan, en Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón besta þýdda skáldsagan, en útgefandi er Mál og menning – Forlagið. Í fræðiritum var Jöklasaga Helga Björnssonar í mestum metum, en hún er frá forlaginu Opnu. Gyrðir Elíasson er talinn hafa sent frá sér markverðustu ljóðabókina, Nokkur orð um kulnun sólar sem Uppheimar gefa út. Besta barnabókin er talin vera útgáfa Máls og menningar á úrvali Silju Aðalsteinsdóttur á sögum, þjóðsögum og ævintýrum, úr safni Jóns Árnasonar og fleiri, en bókina myndskreytir Halldór Baldursson. Besta þýdda barnabókin er valin Hver er sterkastur eftir Mario Ramos sem Bjartur gefur út. Af góðu úrvali ævisagna velja bóksölumenn ævisögu Vigdísar sem Páll Valsson skráði. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein