Baltasar hræðist ekki Mel Gibson 17. desember 2009 06:00 Hvergi Banginn <B>Baltasar Kormákur</B> hefur verið í samningaviðræðum við stórt framleiðslufyrirtæki í Hollywood um bæði framleiðslu og dreifingu á víkingamyndinni sinni. <B>Mel Gibson</B> hyggst einnig gera víkingamynd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. „Nei, ég held að þetta sé ekkert ssamsæri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við," segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri.Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði fengið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einnig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslufyrirtækjum Hollywood að undanförnu. En samkeppnin er hörð og Gibson er mikill söguáhugamaður þegar kemur að kvikmyndagerð, gerði síðast Apocalypto þar sem hið forna tungumál maya var notað og þar áður Píslarsögu Krists. Lítið fæst uppgefið um söguþráð kvikmyndarinnar heldur eingöngu að tökur eigi að hefjast eftir hálft ár, öllu eigi að tjalda til og að myndin fjalli frekar um líf og menningu á víkingatímabilinu heldur einhvern einn stakan atburð í sögunni. Hið merkilega er að víkingamyndir hafi ekki beint átt uppá pallborðið hjá amerískum áhorfendum og flestar verið hálfslappar. „Þetta er svona svipuð nálgun og við höfum haft í huga og þetta eru auðvitað merkileg tilviljun. En maður gefst ekkert upp þótt maður fái samkeppni frá svona risum. Kvikmyndir um þetta efni hafa lengi verið í bígerð útí Hollywood og núna virðast menn ætla að láta slag standa," segir Baltasar en víkingamyndin hans er í eðlilegum farvegi, búið er að byggja leikmynd og er hún nú að veðrast austur á fjörðum.-fgg Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé ekkert ssamsæri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við," segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri.Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði fengið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einnig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslufyrirtækjum Hollywood að undanförnu. En samkeppnin er hörð og Gibson er mikill söguáhugamaður þegar kemur að kvikmyndagerð, gerði síðast Apocalypto þar sem hið forna tungumál maya var notað og þar áður Píslarsögu Krists. Lítið fæst uppgefið um söguþráð kvikmyndarinnar heldur eingöngu að tökur eigi að hefjast eftir hálft ár, öllu eigi að tjalda til og að myndin fjalli frekar um líf og menningu á víkingatímabilinu heldur einhvern einn stakan atburð í sögunni. Hið merkilega er að víkingamyndir hafi ekki beint átt uppá pallborðið hjá amerískum áhorfendum og flestar verið hálfslappar. „Þetta er svona svipuð nálgun og við höfum haft í huga og þetta eru auðvitað merkileg tilviljun. En maður gefst ekkert upp þótt maður fái samkeppni frá svona risum. Kvikmyndir um þetta efni hafa lengi verið í bígerð útí Hollywood og núna virðast menn ætla að láta slag standa," segir Baltasar en víkingamyndin hans er í eðlilegum farvegi, búið er að byggja leikmynd og er hún nú að veðrast austur á fjörðum.-fgg
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira