Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru þau Kate Hudson og hafnaboltaleikarinn Alex Rodriguez hætt saman. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs batt Alex, kallaður A-Rod, enda á samband sitt við Hudson þar sem honum þótti hún of kröfuhörð þegar kom að hafnaboltaleikjum hans með New York Yankees. Þá er leikkonan sögð hafa viljað láta stríla sig upp fyrir hvern leik, heimtað sæti í fremstu röð og spókað sig fyrir framan myndavélarnar við hvert tækifæri.
A-Rod er nú þegar sagður vera farinn að leita á önnur mið, en ekki er langt síðan hann skildi við fyrrverandi eiginkonu sína til þrettán ára. Þrátt fyrir sambandsslitin eru þau Kate Hudson sögð vera góðir vinir.