Fleiri fréttir Garðar: Popp er ekki heilsufæði „Svarið er að halda matardagbók," svarar Garðar Sigvaldason líkamsræktarþjálfari í Sporthúsinu aðspurður um góð ráð fyrir fólk sem vill komast í gott form. „Í matardagbók skrifar fólk hvað það borðar og klukkan hvað. Tilgangurinn með henni er að halda utan um hvað er borðað. Með henni hefur fólk betri yfirsýn yfir hvað það hefur borðað og hvort það borðar rétt." „Eins og að borða á þriggja tíma fresti og hvort það er eithvað sem það hefði getað látið fara öðruvísi yfir daginn í mataræðinu. Hvort það borðaði rétt fæði þann dag og þá hvers vegna," segir útskýrir Garðar. „Staðreyndin er sú að það er himinn og haf á milli árangurs hjá þeim sem halda dagbók og þeim sem ekki gera það. Matardagbók er fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna." Blekkir fólk sjálft sig þegar matur, snakk og draslfæði er annars vegar? „Já og í raun og veru finnst fólki það vera miklu betra en það er en með matardagbókinni sér fólk það á svörtu og hvítu," svarar Garðar. Ráðleggur þú fólki að telja ofan í sig kaloríurnar? „Nei. Ég ráðlegg ekki fólki að telja ofan í sig allar hitaeiningar en aftur á móti er mjög gott að það er meðvitað hvað það setur ofan í sig." En popp til dæmis er það gott á milli mála? „Nei popp er ekkert heilsufæði og ekki gott á milli mála. Í 100 grömmum af poppi eru nær 500 hitaeiningar sem er svipað og í súkkulaði og snakki. Frekar mæli ég með ávöxtum eða léttum prótein drykkjum. Því í dag er hægt að fá tilbúna og mjög bragðgóða próteindrykki þannig að það er engin afsökun að fólk hafi ekki tíma til að borða millimál,“ segir Garðar. 7.9.2009 11:49 Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. 7.9.2009 06:30 Fögnuðu hvalahryllingi Hryllingsmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var forsýnd í Bíóhöllinni Álfabakka á dögunum. Aðstandendur myndarinnar voru þar samankomnir til að fagna afrakstrinum. 7.9.2009 06:00 Fyrrum bankamaður flengir útrásarvíkinga Menn beita margvíslegum brögðum til að losa sig við reiði og spennu vegna bankakreppunnar. Nú er enn ein leiðin komin fram; að slá útrásarvíkinga með golfkylfu. 7.9.2009 05:00 Flórída fílaði Nögl í tætlur Rokksveitin Nögl frá Grundarfirði er nýkomin heim frá Flórída í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði á fernum tónleikum, sem voru jafnframt þeir fyrstu utan landsteinanna. „Þetta var hörkustuð og frábært veður. Fólk var að fíla þetta í tætlur,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Kristófer Eðvarðsson. Þeir félagar spiluðu einnig órafmagnað á háskólaútvarpsstöð til að kynna tónleikana og féll það vel í kramið hjá hlustendum. 7.9.2009 04:00 Bróðir Michael Jackson brjálaður Randy Jackson, ekki Idol-dómarinn heldur bróðir Michael Jackson, er æfur útí bandaríska fjölmiðla. Þeir hafa um helgina sýnt myndbrot úr jarðaför bróður hans en Jackson-fjölskyldan hafði farið fram á það við bandarísku pressuna að hún myndi sýna þeim þá virðingu að leyfa sér að kveðja sinn frægasta son sinn í kyrrþey. Einhverjir fjölmiðlar hundsuðu þessa bón og þegar Jackson var lagður til hinsu hvílu á fimmtudaginn sveimuðu þyrlur yfir Forest Lawn-kirkjugarðinum í Glendale og tóku myndir. 7.9.2009 03:00 Átti að rannsaka framhjáhald „Ég gerði þetta í einhverju flippi,“ segir Valdimar Bergstað sem er skráður sem einkaspæjari í símaskránni. Hann segist einu sinni hafa lent í því að hringt hafi verið í sig vegna verkefnis. „Það var kona sem var að forvitnast hvort ég gæti séð hvort maðurinn hennar væri að halda framhjá. Ég sagði bara við hana að ég væri ekki að stunda þetta,“ segir Valdimar sallarólegur. Þeir sem vilja tryggja sér þjónustu einkaspæjara ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir slá á þráðinn til hans. 7.9.2009 02:00 Mamma Chris Brown: „Rihanna er mér sem dóttir“ Joyce Hawkins móðir Chris Brown segir að fyrrum kærasta hans, söngkonan Rihanna, sé sér sem dóttir. Hún hefur ekki séð söngkonuna síðan sonur hennar réðst á hana í febrúar á þessu ár, og hún segist sakna hennar. 6.9.2009 22:00 Söng í fyrsta skiptið „live“ Söngkonan Britney Spears er stöðugt að koma á óvart. Svo virðist sem ferill hennar sé á stöðugri uppleið og hún toppar sig í hverri viku. Á tónleikum í Greenboro í New York í gærkvöldi frumflutti hún nýtt lag í tónleikaferð sinni. Þar söng hún lagið You Oughta Know, sem Alanis Morissette gerði vinsælt á sínum tíma. 6.9.2009 20:00 Segir syninum að kalla nýja kærastann pabba Fyrirsætan barmgóða Katie Price, betur þekkt sem Jordan, hefur fundið nýtt vopn í skilnaðarstríði sínu við eiginmanninn Peter Andre. Nú berast þær fregnir úr herbúðum fyrirsætunnar að hún hafi beðið elsta son sinn að kalla nýja kærastann, Alex Reid, pabba sinn. Þessar fréttir eru eins og köld vatnsgusa framan í Andre sem hefur alltaf litið á fóstursoninn fyrrverandi sem sinn eiginn. 6.9.2009 18:00 Stallone á nýjum Mustang Vöðvatröllið og bardagaleikarinn Sylvestar Stallone var flottur á því í Los Angeles í gærdag. Þá ók hann um á glænýjum Mustang sem hann er ný búinn að fá sér. Bíllinn er mjög í takt við þá ímynd sem Stallone hefur skapað sér eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 6.9.2009 16:00 Carla Bruni í næstu Woody Allen mynd Carla Bruni sem er hvað þekktust fyrir að hafa gifst Nicolas Sarkozy stuttu eftir að hann varð forseti Frakklands árið 2007 hefur tekið að sér hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen. Leikstjórinn sagði fyrir skömmu að hann myndi bjóða Bruni það hlutverk sem hún vildi í næstu mynd sinni. 6.9.2009 14:00 Reynir að hætta reykingunum Harry prins hefur ákveðið að leita til dávalds fræga fólksins, Paul McKenna, í örvæntingu sinni til þess að hætta að reykja. Harry, sem eitt sinn reykti um tuttugu sígarettur á dag, hætti þessum ósiði í rúmt ár. Hinsvegar sást til hans í brúðkaupi á dögunum þar sem hann tottaði eina með félögum sínum. 6.9.2009 12:30 Skora Simpson - myndir Söngkonan Jessica Simpson, sem hefur svarið að snerta ekki við karlmönnum næsta hálfa árið eða svo eftir að bandaríska fótboltastjarnan Tony Romo sagði henni upp, var mynduð þar sem hún gekk um sýningarpallana á tískusýningu Ozlem Suer í Paris á föstudaginn var. Brjóstaskora Jessicu fangaði athyglina. Hana má skoða í myndasafninu. 6.9.2009 08:21 Íhuga að kaupa Hugverkasjóðinn „Ég játa þessu hvorki né neita, en Baggalútur er opinn fyrir öllum góðum viðskiptatækifærum,“ segir Guðmundur Pálsson, einn af stjórnarmönnum viðskiptaundursins Baggalúts. 5.9.2009 18:00 Rihanna að hitta nýjan gæja Á meðan Chris Brown fyrrum kærasti Rihönnu segir öllum fjölmiðlum sem heyra vilja að hann elski hana enn, er söngkonan að hitta nýjan mann. Hinn heppni heitir Travis London og er í kvikmyndabransanum í Los Angeles. 5.9.2009 17:57 Ótakmarkað stuð í kvöld Hljómsveitin 2 Unlimited með söngkonuna Anitu Doth í fararbroddi spilar á Broadway í kvöld. Sveitin var stofnuð árið 1991 og vakti fljótt mikla athygli. Hún átti sextán lög sem rötuðu á vinsældalista Evrópu á tíunda áratugnum, þar á meðal Get Ready For This, Twilight Zone, Tribal Dance og að sjálfsögðu hið ódauðlega No Limit. 5.9.2009 15:00 Lady GaGa: „Ég er kona“ Söngkonan Lady GaGa hefur blásið á þær sögusagnir að hún sé tvíkynja og segir þennan orðróm „fáránlegan“. Þegar hún var spurð út í þetta í útvarpsþætti í Ástralíu sagð hún „Þetta er í raun of fáránlegt til þess að ég geti rætt það." 5.9.2009 13:13 Bókin um Villa Vill á lokasprettinum „Ég er á lokasprettinum. Þetta mjakast – hægt og bítandi. Bókin kemur út fyrir jól,“ segir tónlistarmaðurinn og nú ævisagnaritarinn Jón Ólafsson. Hann hefur unnið að því frá því í janúar að skrifa ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar og nú sér loksins fyrir endann á vinnunni. 5.9.2009 13:00 Viskíflaska til höfuðs Agli, Fúsa og Audda „Ég er vanur því að menn vilji taka fyrirliðann út. Þannig að ég kippi mér ekkert upp við að það sé „bounty“ á mér. Það er bara gaman fyrir þessa fiska að fá að mæta fyrirliðanum,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, líkamsræktarfrömuður og pókerspilari. 5.9.2009 10:30 Dísa í World Class: Hreyfðu þig um helgar „Best er að æfa 5-6 sinnum í viku og ef þær æfingar hafa ekki náðst í vikunni þá er um að gera að nota helgarnar í þær," svarar Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri World Class. „Það er gott að taka einn „hvíldardag" hvort sem hann er í miðri viku eða um helgi. Það er líka smart að hafa markmið um hverja helgi að skora á sjálfan sig og taka „öðruvísi" æfingu. Prófa eitthvað annað en við erum vön," segir Hafdís. „Nammidagur er fínn - en hann er ekki hugsaður þannig að það sé það eina sem gert er þann daginn. Allt er gott í hófi, óhóf leiðir bara til vanlíðunar." „Að vera góður við sjálfan sig þýðir að við tökum ábyrgð á heilsu okkar með heilsusamlegum lífsstíl. Reglubundin þjálfun ásamt heilsusamlegu mataræði skilar okkur bættri heilsu til betra lífs sem eru okkar gildi í World Class. Það þýðir að við getum verið virkir þátttakendur í öllu því sem okkur stendur til boða í okkar daglega lífi og þurfum engar afsakanir fyrir að taka ekki þátt," segir Hafdís. 5.9.2009 08:27 Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. 5.9.2009 08:00 Einar Ágúst skilinn útundan Þrátt fyrir að öllu verði tjaldað til á tuttugu ára afmælistónleikum Skítamórals á Rúbín í Öskjuhlíð 8. október verður fyrrverandi söngvari sveitarinnar, Einar Ágúst Víðisson, ekki á meðal gesta. 5.9.2009 08:00 Hellisbúinn frumsýndur Einleikurinn Hellisbúinn var frumsýndur í Íslensku óperunni á fimmtudagskvöld. Margt var um manninn á sýningunni og skemmtu áhorfendur sér hið besta yfir gamanmálum Jóhannesar Hauks Jóhannessonar. 5.9.2009 06:30 Buðu Neil Young til Íslands „Við erum búin að setja okkur í samband við framleiðendurna. Við ætlum að reyna að fá þá báða. Það sakar ekki að reyna,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. 5.9.2009 06:00 Jackson kvaddur Fjölskylda og vinir poppkóngsins Michaels Jackson kvöddu hann í hinsta sinn þegar hann var jarðaður í Los Angeles. Á meðal þeirra tvö hundruð gesta sem voru viðstaddir jarðarförina voru Elizabeth Taylor, Macaulay Culkin og upptökustjórinn Quincy Jones. Gladys Knight söng við athöfnina auk þess sem mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton hélt ræðu. 5.9.2009 06:00 Óvinsæll sálfræðingur Samkvæmt tímaritinu National Enquirer hafa vinsældir sjónvarpssálfræðingsins Dr. Phil dalað þónokkuð síðustu ár. „Það er allt á hvolfi hjá Dr. Phil. Einu sinni þótti þetta góður staður til að vinna á, en ekki lengur. Áður unnu hér um 250 manns en nú eru aðeins hundrað starfsmenn eftir. Vinnuálagið á þá starfsmenn sem eru eftir er gífurlegt og minnir helst á þrælabúðir,“ var haft eftir starfsmanni Dr. Phils. 5.9.2009 05:45 Megan Fox er geðveik Kynbomban Megan Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Transformers, sagði í nýlegu viðtali að hún héldi að hún væri haldin einhvers konar geðröskun. 5.9.2009 05:15 Góðgerðar þolfimiveisla „Við ætlum að taka höndum saman og hreyfa okkur til góðs,“ segir Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri Fusion Fitness Festival sem fram fer helgina 11. og 12. september í World Class Laugum. Þetta er í sjöunda sinn sem Unnur stendur fyrir hátíðinni. Eins og fyrri ár mun Páll Óskar Hjálmtýsson opna hátíðina og vera plötusnúður í þolfimi- og dansveislu föstudaginn 11. september kl. 18 í Laugum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en allur ágóðinn mun renna óskiptur til Umhyggju, stuðningsfélags langveikra barna. 5.9.2009 05:00 Nýr trommari Jeff Who? „Þetta er mjög skemmtileg músík til að spila. Hún býður upp á að maður refsi settinu vel,“ segir Axel Árnason, einn ötulasti upptökustjóri landsins og nýr trommari hljómsveitarinnar Jeff Who? 5.9.2009 04:45 Vinnuslys á leiksviði Leikkonan Cate Blanchett slasaðist á sýningu á leikritinu Sporvagninum Girnd í Ástralíu þegar mótleikari hennar kastaði útvarpstæki í höfuð hennar. Joel Edgerton, sem fer með hlutverk Stanley, kastaði útvarpinu eilítið of fast með þeim afleiðingum að Cate fékk það í höfuðið. Cate vankaðist við höggið og féll á gólfið en ákvað að halda leiknum áfram. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún yrði að hætta þar sem það blæddi úr höfði hennar og því var leiksýningunni frestað. Kvöldið eftir var Cate þó mætt aftur til vinnu eins og ekkert hefði í skorist. 5.9.2009 04:30 Trúlofuð eða ekki? Á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins OK! er greint frá því að leikararnir Robert Pattison og Kristen Stewart, sem þekktust eru fyrir leik sinn í kvikmyndinni Twilight, séu trúlofuð. „Ef Kristen er að leita að Rob þá spyr hún hvort fólk hafi séð eiginmann sinn og Rob hefur gaman af því að kynna hana sem eiginkonu sína. Þau haga sér eins og ástfangnir unglingar, það er agalega sætt,“ var haft eftir heimildarmanni. 5.9.2009 04:15 Ég drap mömmu Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum. 5.9.2009 04:00 Butler vill ekki Bond Leikarinn Gerard Butler hefur gefið í skyn að hann hefði ekki áhuga á að leika James Bond ef honum yrði boðið hlutverkið. Hann telur að áhorfendur ættu erfitt með að venjast honum í öðrum hlutverkum ef hann tæki við sem 007. 5.9.2009 03:30 Hátíð bókmenntanna Á morgun hefst Bókmenntahátíð í Reykjavík í níunda sinn með hátíðlegri samkomu í Norræna húsinu. Þar liggja um margt rætur hátíðarinnar og hefur húsið ásamt Iðnó lengst af verið aðalvettvangur hátíðarinnar, sem er alltaf fjölsótt af hundruðum áhugamanna um það sem í bókum stendur. Dagskráin á þessari níundu hátíð bókmenntamanna er að vanda viðamikil. Hádegisviðtöl í Iðnó, spjall í eftirmiðdaginn í Iðnó og húslestrar nokkurra höfunda á kvöldin við Tjörnina eru fyrir löngu orðnir fastir liðir og hafa forstöðumenn hátíðarinnar þráast við að færa hana í stærri hús, þótt aðsóknin sé alltaf mikil og oft þröngt setið og staðið þegar áhugaverðir höfundar eru á ferðinni. Eins og oft áður eru haldnir nokkrir fyrirlestrar á hátíðinni og verða þeir ýmist á hinu nýja Háskólatorgi eða í Hátíðasal Háskólans. 5.9.2009 03:15 Átján bætast við Airwaves Átján nýjar erlendar hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves-hátíðina sem verður haldin 14. til 18. október. 4.9.2009 08:00 MJ æði í Verzlunarskólanum Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands ætlar að setja upp söngleikinn Thriller og er gert ráð fyrir að frumsýning verði í Loftkastalanum 4. febrúar næstkomandi. 3.9.2009 22:46 Syngur óð til Jóns Múla Söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt sínum einstöku Heiðurspiltum ætlar að fagna útkomu sinnar fyrstu sólóbreiðskífu í Austurbæ, miðvikudaginn 9. september. Platan nefnist Á Ljúflingshól og er óður til laga Jóns Múla Árnasonar. Af því tilefni hringdi Vísir í söngkonuna: „Ég er í útlöndum með Hjaltalín. Við erum í Noregi núna. Við erum að spila hérna og komum heim á sunnudag," svarar Sigríður og bætir við að þá byrjar hún væntanlega að æfa fyrir tónleikana með Heiðurspiltum. „Þetta verður bara skemmmtilegt og þægilegt og vonandi vel gert og áheyrilegt," segir Sigríður. 3.9.2009 19:00 Norðlenskt stuð á Kringlukránni Hátt í 300 ára löng norðlensk söngreynsla verður samankomin á einu sviði helgina 4. til 5. september á Kringlukránni. Þar munu troða upp þau Stefán Jónsson, kenndur við Lúdó, Helena Eyjólfsdóttir, Skapti Ólafsson, Þorvaldur Halldórsson og Geir Ólafsson. Með þeim spila hljómsveit Andra Backmann og Furstarnir. Þau Stefán, Skapti, Helena og Þorvaldur hafa öll sungið í yfir hálfa öld, Andri hefur verið í bransanum í yfir 30 ár og Geir er svo aftur „unglingurinn" í hópnum. Vart þarf að kynna Stefán og Lúdó sem hafa verið heimilisnafn síðan þeir settu tvistinn út. Helena Eyjólfsdóttir er einnig þjóðkunn enda stóð hún lengi vaktina með hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri. Hvað varðar Skapta Ólafsson og Þorvald Halldórsson má nefna að þeir hafa sungið „Allt á fullu" og „Á sjó" frá því að gömlu síðutogararnir voru hámark tækninnar á Íslandi. Til að reyna að létta mönnum kreppuna munu happaþrennur fylgja öllum aðgöngumiðum á þessa skemmtun. 3.9.2009 18:00 Ágústa Johnson: Mjótt mitti á methraða „Það er ekki hægt að stytta sér leið þegar kemur að því að minnka mittismálið. Við erum hættar að reyra korselettið í fyrsta gat og láta fjarlægja innyflin til að mjókka mittið," svarar Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar brosandi aðspurð hvernig mjótt mitt fæst á skjótan og öruggan máta. 3.9.2009 10:59 Felix slapp við Icesave „Góð vinkona mín, sem var að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki hér í bæ, hringir í mig og býður mér að koma í prufu fyrir „stærstu auglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi“. Hún sagði að þetta væri auglýsing sem ég vildi ekki missa af fjárhagslega. Það var mjög skýrt,“ segir leikarinn góðkunni Felix Bergsson, sem var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave-reikninganna í Hollandi. 3.9.2009 08:30 Dagur Kári leikstýrir nýjum sjónvarpsþætti Dagur Kári Pétursson mun leikstýra nýjum sjónvarpsþætti sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið en þættirnir fjalla um blokk í Breiðholti og persónurnar sem þar búa. „Það er voðalega lítið hægt að segja núna um þættina, við erum bara að fjármagna þá og svona. En þeir eru teikniborðinu,“ segir Jóhann Ævar í samtali við Fréttablaðið. 3.9.2009 07:30 Gríðarleg verðmæti í húfi „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. 3.9.2009 06:45 Sex spila í Norðrinu Tónleikahelgin Norðrið verður haldin á Sódómu Reykjavík um helgina. Á föstudeginum koma fram Cosmic Call, Vicky og Mammút og kvöldið eftir stíga á svið Lydia Grétarsdóttir, Klive og Kira Kira. Mammút hefur þegar spilað í Þýskalandi í tengslum við Norðrið, sem er ætlað að kynna íslenska tónlist þar í landi. Með verkefninu er byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlistarmanna á Popkomm í Berlín, sem er ein af stærri tónlistarkaupstefnum í Evrópu. Klive og Kira Kira munu síðan fljótlega fylgja í fótspor Mammúts og spila í Þýskalandi. 3.9.2009 05:00 Dans fyrir alla í Kramhúsinu „Við ætlum að kynna þá dansstíla sem við verðum að kenna í Kramhúsinu í vetur. Fólki er boðið að koma og læra nokkur spor hjá hverjum kennara og svo verður opið dansgólf að kennslu lokinni,“ segir Sandra Erlingsdóttir, danskennari hjá Kramhúsinu. Sandra, ásamt Natöshu og Rögnu Þyrí, standa að „Street dans jam session“ þar sem fólki gefst tækifæri á að prófa dansa á borð við hiphop, krump, break dans og locking. 3.9.2009 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Garðar: Popp er ekki heilsufæði „Svarið er að halda matardagbók," svarar Garðar Sigvaldason líkamsræktarþjálfari í Sporthúsinu aðspurður um góð ráð fyrir fólk sem vill komast í gott form. „Í matardagbók skrifar fólk hvað það borðar og klukkan hvað. Tilgangurinn með henni er að halda utan um hvað er borðað. Með henni hefur fólk betri yfirsýn yfir hvað það hefur borðað og hvort það borðar rétt." „Eins og að borða á þriggja tíma fresti og hvort það er eithvað sem það hefði getað látið fara öðruvísi yfir daginn í mataræðinu. Hvort það borðaði rétt fæði þann dag og þá hvers vegna," segir útskýrir Garðar. „Staðreyndin er sú að það er himinn og haf á milli árangurs hjá þeim sem halda dagbók og þeim sem ekki gera það. Matardagbók er fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna." Blekkir fólk sjálft sig þegar matur, snakk og draslfæði er annars vegar? „Já og í raun og veru finnst fólki það vera miklu betra en það er en með matardagbókinni sér fólk það á svörtu og hvítu," svarar Garðar. Ráðleggur þú fólki að telja ofan í sig kaloríurnar? „Nei. Ég ráðlegg ekki fólki að telja ofan í sig allar hitaeiningar en aftur á móti er mjög gott að það er meðvitað hvað það setur ofan í sig." En popp til dæmis er það gott á milli mála? „Nei popp er ekkert heilsufæði og ekki gott á milli mála. Í 100 grömmum af poppi eru nær 500 hitaeiningar sem er svipað og í súkkulaði og snakki. Frekar mæli ég með ávöxtum eða léttum prótein drykkjum. Því í dag er hægt að fá tilbúna og mjög bragðgóða próteindrykki þannig að það er engin afsökun að fólk hafi ekki tíma til að borða millimál,“ segir Garðar. 7.9.2009 11:49
Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. 7.9.2009 06:30
Fögnuðu hvalahryllingi Hryllingsmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var forsýnd í Bíóhöllinni Álfabakka á dögunum. Aðstandendur myndarinnar voru þar samankomnir til að fagna afrakstrinum. 7.9.2009 06:00
Fyrrum bankamaður flengir útrásarvíkinga Menn beita margvíslegum brögðum til að losa sig við reiði og spennu vegna bankakreppunnar. Nú er enn ein leiðin komin fram; að slá útrásarvíkinga með golfkylfu. 7.9.2009 05:00
Flórída fílaði Nögl í tætlur Rokksveitin Nögl frá Grundarfirði er nýkomin heim frá Flórída í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði á fernum tónleikum, sem voru jafnframt þeir fyrstu utan landsteinanna. „Þetta var hörkustuð og frábært veður. Fólk var að fíla þetta í tætlur,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Kristófer Eðvarðsson. Þeir félagar spiluðu einnig órafmagnað á háskólaútvarpsstöð til að kynna tónleikana og féll það vel í kramið hjá hlustendum. 7.9.2009 04:00
Bróðir Michael Jackson brjálaður Randy Jackson, ekki Idol-dómarinn heldur bróðir Michael Jackson, er æfur útí bandaríska fjölmiðla. Þeir hafa um helgina sýnt myndbrot úr jarðaför bróður hans en Jackson-fjölskyldan hafði farið fram á það við bandarísku pressuna að hún myndi sýna þeim þá virðingu að leyfa sér að kveðja sinn frægasta son sinn í kyrrþey. Einhverjir fjölmiðlar hundsuðu þessa bón og þegar Jackson var lagður til hinsu hvílu á fimmtudaginn sveimuðu þyrlur yfir Forest Lawn-kirkjugarðinum í Glendale og tóku myndir. 7.9.2009 03:00
Átti að rannsaka framhjáhald „Ég gerði þetta í einhverju flippi,“ segir Valdimar Bergstað sem er skráður sem einkaspæjari í símaskránni. Hann segist einu sinni hafa lent í því að hringt hafi verið í sig vegna verkefnis. „Það var kona sem var að forvitnast hvort ég gæti séð hvort maðurinn hennar væri að halda framhjá. Ég sagði bara við hana að ég væri ekki að stunda þetta,“ segir Valdimar sallarólegur. Þeir sem vilja tryggja sér þjónustu einkaspæjara ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir slá á þráðinn til hans. 7.9.2009 02:00
Mamma Chris Brown: „Rihanna er mér sem dóttir“ Joyce Hawkins móðir Chris Brown segir að fyrrum kærasta hans, söngkonan Rihanna, sé sér sem dóttir. Hún hefur ekki séð söngkonuna síðan sonur hennar réðst á hana í febrúar á þessu ár, og hún segist sakna hennar. 6.9.2009 22:00
Söng í fyrsta skiptið „live“ Söngkonan Britney Spears er stöðugt að koma á óvart. Svo virðist sem ferill hennar sé á stöðugri uppleið og hún toppar sig í hverri viku. Á tónleikum í Greenboro í New York í gærkvöldi frumflutti hún nýtt lag í tónleikaferð sinni. Þar söng hún lagið You Oughta Know, sem Alanis Morissette gerði vinsælt á sínum tíma. 6.9.2009 20:00
Segir syninum að kalla nýja kærastann pabba Fyrirsætan barmgóða Katie Price, betur þekkt sem Jordan, hefur fundið nýtt vopn í skilnaðarstríði sínu við eiginmanninn Peter Andre. Nú berast þær fregnir úr herbúðum fyrirsætunnar að hún hafi beðið elsta son sinn að kalla nýja kærastann, Alex Reid, pabba sinn. Þessar fréttir eru eins og köld vatnsgusa framan í Andre sem hefur alltaf litið á fóstursoninn fyrrverandi sem sinn eiginn. 6.9.2009 18:00
Stallone á nýjum Mustang Vöðvatröllið og bardagaleikarinn Sylvestar Stallone var flottur á því í Los Angeles í gærdag. Þá ók hann um á glænýjum Mustang sem hann er ný búinn að fá sér. Bíllinn er mjög í takt við þá ímynd sem Stallone hefur skapað sér eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 6.9.2009 16:00
Carla Bruni í næstu Woody Allen mynd Carla Bruni sem er hvað þekktust fyrir að hafa gifst Nicolas Sarkozy stuttu eftir að hann varð forseti Frakklands árið 2007 hefur tekið að sér hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen. Leikstjórinn sagði fyrir skömmu að hann myndi bjóða Bruni það hlutverk sem hún vildi í næstu mynd sinni. 6.9.2009 14:00
Reynir að hætta reykingunum Harry prins hefur ákveðið að leita til dávalds fræga fólksins, Paul McKenna, í örvæntingu sinni til þess að hætta að reykja. Harry, sem eitt sinn reykti um tuttugu sígarettur á dag, hætti þessum ósiði í rúmt ár. Hinsvegar sást til hans í brúðkaupi á dögunum þar sem hann tottaði eina með félögum sínum. 6.9.2009 12:30
Skora Simpson - myndir Söngkonan Jessica Simpson, sem hefur svarið að snerta ekki við karlmönnum næsta hálfa árið eða svo eftir að bandaríska fótboltastjarnan Tony Romo sagði henni upp, var mynduð þar sem hún gekk um sýningarpallana á tískusýningu Ozlem Suer í Paris á föstudaginn var. Brjóstaskora Jessicu fangaði athyglina. Hana má skoða í myndasafninu. 6.9.2009 08:21
Íhuga að kaupa Hugverkasjóðinn „Ég játa þessu hvorki né neita, en Baggalútur er opinn fyrir öllum góðum viðskiptatækifærum,“ segir Guðmundur Pálsson, einn af stjórnarmönnum viðskiptaundursins Baggalúts. 5.9.2009 18:00
Rihanna að hitta nýjan gæja Á meðan Chris Brown fyrrum kærasti Rihönnu segir öllum fjölmiðlum sem heyra vilja að hann elski hana enn, er söngkonan að hitta nýjan mann. Hinn heppni heitir Travis London og er í kvikmyndabransanum í Los Angeles. 5.9.2009 17:57
Ótakmarkað stuð í kvöld Hljómsveitin 2 Unlimited með söngkonuna Anitu Doth í fararbroddi spilar á Broadway í kvöld. Sveitin var stofnuð árið 1991 og vakti fljótt mikla athygli. Hún átti sextán lög sem rötuðu á vinsældalista Evrópu á tíunda áratugnum, þar á meðal Get Ready For This, Twilight Zone, Tribal Dance og að sjálfsögðu hið ódauðlega No Limit. 5.9.2009 15:00
Lady GaGa: „Ég er kona“ Söngkonan Lady GaGa hefur blásið á þær sögusagnir að hún sé tvíkynja og segir þennan orðróm „fáránlegan“. Þegar hún var spurð út í þetta í útvarpsþætti í Ástralíu sagð hún „Þetta er í raun of fáránlegt til þess að ég geti rætt það." 5.9.2009 13:13
Bókin um Villa Vill á lokasprettinum „Ég er á lokasprettinum. Þetta mjakast – hægt og bítandi. Bókin kemur út fyrir jól,“ segir tónlistarmaðurinn og nú ævisagnaritarinn Jón Ólafsson. Hann hefur unnið að því frá því í janúar að skrifa ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar og nú sér loksins fyrir endann á vinnunni. 5.9.2009 13:00
Viskíflaska til höfuðs Agli, Fúsa og Audda „Ég er vanur því að menn vilji taka fyrirliðann út. Þannig að ég kippi mér ekkert upp við að það sé „bounty“ á mér. Það er bara gaman fyrir þessa fiska að fá að mæta fyrirliðanum,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, líkamsræktarfrömuður og pókerspilari. 5.9.2009 10:30
Dísa í World Class: Hreyfðu þig um helgar „Best er að æfa 5-6 sinnum í viku og ef þær æfingar hafa ekki náðst í vikunni þá er um að gera að nota helgarnar í þær," svarar Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri World Class. „Það er gott að taka einn „hvíldardag" hvort sem hann er í miðri viku eða um helgi. Það er líka smart að hafa markmið um hverja helgi að skora á sjálfan sig og taka „öðruvísi" æfingu. Prófa eitthvað annað en við erum vön," segir Hafdís. „Nammidagur er fínn - en hann er ekki hugsaður þannig að það sé það eina sem gert er þann daginn. Allt er gott í hófi, óhóf leiðir bara til vanlíðunar." „Að vera góður við sjálfan sig þýðir að við tökum ábyrgð á heilsu okkar með heilsusamlegum lífsstíl. Reglubundin þjálfun ásamt heilsusamlegu mataræði skilar okkur bættri heilsu til betra lífs sem eru okkar gildi í World Class. Það þýðir að við getum verið virkir þátttakendur í öllu því sem okkur stendur til boða í okkar daglega lífi og þurfum engar afsakanir fyrir að taka ekki þátt," segir Hafdís. 5.9.2009 08:27
Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. 5.9.2009 08:00
Einar Ágúst skilinn útundan Þrátt fyrir að öllu verði tjaldað til á tuttugu ára afmælistónleikum Skítamórals á Rúbín í Öskjuhlíð 8. október verður fyrrverandi söngvari sveitarinnar, Einar Ágúst Víðisson, ekki á meðal gesta. 5.9.2009 08:00
Hellisbúinn frumsýndur Einleikurinn Hellisbúinn var frumsýndur í Íslensku óperunni á fimmtudagskvöld. Margt var um manninn á sýningunni og skemmtu áhorfendur sér hið besta yfir gamanmálum Jóhannesar Hauks Jóhannessonar. 5.9.2009 06:30
Buðu Neil Young til Íslands „Við erum búin að setja okkur í samband við framleiðendurna. Við ætlum að reyna að fá þá báða. Það sakar ekki að reyna,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. 5.9.2009 06:00
Jackson kvaddur Fjölskylda og vinir poppkóngsins Michaels Jackson kvöddu hann í hinsta sinn þegar hann var jarðaður í Los Angeles. Á meðal þeirra tvö hundruð gesta sem voru viðstaddir jarðarförina voru Elizabeth Taylor, Macaulay Culkin og upptökustjórinn Quincy Jones. Gladys Knight söng við athöfnina auk þess sem mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton hélt ræðu. 5.9.2009 06:00
Óvinsæll sálfræðingur Samkvæmt tímaritinu National Enquirer hafa vinsældir sjónvarpssálfræðingsins Dr. Phil dalað þónokkuð síðustu ár. „Það er allt á hvolfi hjá Dr. Phil. Einu sinni þótti þetta góður staður til að vinna á, en ekki lengur. Áður unnu hér um 250 manns en nú eru aðeins hundrað starfsmenn eftir. Vinnuálagið á þá starfsmenn sem eru eftir er gífurlegt og minnir helst á þrælabúðir,“ var haft eftir starfsmanni Dr. Phils. 5.9.2009 05:45
Megan Fox er geðveik Kynbomban Megan Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Transformers, sagði í nýlegu viðtali að hún héldi að hún væri haldin einhvers konar geðröskun. 5.9.2009 05:15
Góðgerðar þolfimiveisla „Við ætlum að taka höndum saman og hreyfa okkur til góðs,“ segir Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri Fusion Fitness Festival sem fram fer helgina 11. og 12. september í World Class Laugum. Þetta er í sjöunda sinn sem Unnur stendur fyrir hátíðinni. Eins og fyrri ár mun Páll Óskar Hjálmtýsson opna hátíðina og vera plötusnúður í þolfimi- og dansveislu föstudaginn 11. september kl. 18 í Laugum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en allur ágóðinn mun renna óskiptur til Umhyggju, stuðningsfélags langveikra barna. 5.9.2009 05:00
Nýr trommari Jeff Who? „Þetta er mjög skemmtileg músík til að spila. Hún býður upp á að maður refsi settinu vel,“ segir Axel Árnason, einn ötulasti upptökustjóri landsins og nýr trommari hljómsveitarinnar Jeff Who? 5.9.2009 04:45
Vinnuslys á leiksviði Leikkonan Cate Blanchett slasaðist á sýningu á leikritinu Sporvagninum Girnd í Ástralíu þegar mótleikari hennar kastaði útvarpstæki í höfuð hennar. Joel Edgerton, sem fer með hlutverk Stanley, kastaði útvarpinu eilítið of fast með þeim afleiðingum að Cate fékk það í höfuðið. Cate vankaðist við höggið og féll á gólfið en ákvað að halda leiknum áfram. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún yrði að hætta þar sem það blæddi úr höfði hennar og því var leiksýningunni frestað. Kvöldið eftir var Cate þó mætt aftur til vinnu eins og ekkert hefði í skorist. 5.9.2009 04:30
Trúlofuð eða ekki? Á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins OK! er greint frá því að leikararnir Robert Pattison og Kristen Stewart, sem þekktust eru fyrir leik sinn í kvikmyndinni Twilight, séu trúlofuð. „Ef Kristen er að leita að Rob þá spyr hún hvort fólk hafi séð eiginmann sinn og Rob hefur gaman af því að kynna hana sem eiginkonu sína. Þau haga sér eins og ástfangnir unglingar, það er agalega sætt,“ var haft eftir heimildarmanni. 5.9.2009 04:15
Ég drap mömmu Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum. 5.9.2009 04:00
Butler vill ekki Bond Leikarinn Gerard Butler hefur gefið í skyn að hann hefði ekki áhuga á að leika James Bond ef honum yrði boðið hlutverkið. Hann telur að áhorfendur ættu erfitt með að venjast honum í öðrum hlutverkum ef hann tæki við sem 007. 5.9.2009 03:30
Hátíð bókmenntanna Á morgun hefst Bókmenntahátíð í Reykjavík í níunda sinn með hátíðlegri samkomu í Norræna húsinu. Þar liggja um margt rætur hátíðarinnar og hefur húsið ásamt Iðnó lengst af verið aðalvettvangur hátíðarinnar, sem er alltaf fjölsótt af hundruðum áhugamanna um það sem í bókum stendur. Dagskráin á þessari níundu hátíð bókmenntamanna er að vanda viðamikil. Hádegisviðtöl í Iðnó, spjall í eftirmiðdaginn í Iðnó og húslestrar nokkurra höfunda á kvöldin við Tjörnina eru fyrir löngu orðnir fastir liðir og hafa forstöðumenn hátíðarinnar þráast við að færa hana í stærri hús, þótt aðsóknin sé alltaf mikil og oft þröngt setið og staðið þegar áhugaverðir höfundar eru á ferðinni. Eins og oft áður eru haldnir nokkrir fyrirlestrar á hátíðinni og verða þeir ýmist á hinu nýja Háskólatorgi eða í Hátíðasal Háskólans. 5.9.2009 03:15
Átján bætast við Airwaves Átján nýjar erlendar hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves-hátíðina sem verður haldin 14. til 18. október. 4.9.2009 08:00
MJ æði í Verzlunarskólanum Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands ætlar að setja upp söngleikinn Thriller og er gert ráð fyrir að frumsýning verði í Loftkastalanum 4. febrúar næstkomandi. 3.9.2009 22:46
Syngur óð til Jóns Múla Söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt sínum einstöku Heiðurspiltum ætlar að fagna útkomu sinnar fyrstu sólóbreiðskífu í Austurbæ, miðvikudaginn 9. september. Platan nefnist Á Ljúflingshól og er óður til laga Jóns Múla Árnasonar. Af því tilefni hringdi Vísir í söngkonuna: „Ég er í útlöndum með Hjaltalín. Við erum í Noregi núna. Við erum að spila hérna og komum heim á sunnudag," svarar Sigríður og bætir við að þá byrjar hún væntanlega að æfa fyrir tónleikana með Heiðurspiltum. „Þetta verður bara skemmmtilegt og þægilegt og vonandi vel gert og áheyrilegt," segir Sigríður. 3.9.2009 19:00
Norðlenskt stuð á Kringlukránni Hátt í 300 ára löng norðlensk söngreynsla verður samankomin á einu sviði helgina 4. til 5. september á Kringlukránni. Þar munu troða upp þau Stefán Jónsson, kenndur við Lúdó, Helena Eyjólfsdóttir, Skapti Ólafsson, Þorvaldur Halldórsson og Geir Ólafsson. Með þeim spila hljómsveit Andra Backmann og Furstarnir. Þau Stefán, Skapti, Helena og Þorvaldur hafa öll sungið í yfir hálfa öld, Andri hefur verið í bransanum í yfir 30 ár og Geir er svo aftur „unglingurinn" í hópnum. Vart þarf að kynna Stefán og Lúdó sem hafa verið heimilisnafn síðan þeir settu tvistinn út. Helena Eyjólfsdóttir er einnig þjóðkunn enda stóð hún lengi vaktina með hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri. Hvað varðar Skapta Ólafsson og Þorvald Halldórsson má nefna að þeir hafa sungið „Allt á fullu" og „Á sjó" frá því að gömlu síðutogararnir voru hámark tækninnar á Íslandi. Til að reyna að létta mönnum kreppuna munu happaþrennur fylgja öllum aðgöngumiðum á þessa skemmtun. 3.9.2009 18:00
Ágústa Johnson: Mjótt mitti á methraða „Það er ekki hægt að stytta sér leið þegar kemur að því að minnka mittismálið. Við erum hættar að reyra korselettið í fyrsta gat og láta fjarlægja innyflin til að mjókka mittið," svarar Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar brosandi aðspurð hvernig mjótt mitt fæst á skjótan og öruggan máta. 3.9.2009 10:59
Felix slapp við Icesave „Góð vinkona mín, sem var að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki hér í bæ, hringir í mig og býður mér að koma í prufu fyrir „stærstu auglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi“. Hún sagði að þetta væri auglýsing sem ég vildi ekki missa af fjárhagslega. Það var mjög skýrt,“ segir leikarinn góðkunni Felix Bergsson, sem var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave-reikninganna í Hollandi. 3.9.2009 08:30
Dagur Kári leikstýrir nýjum sjónvarpsþætti Dagur Kári Pétursson mun leikstýra nýjum sjónvarpsþætti sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið en þættirnir fjalla um blokk í Breiðholti og persónurnar sem þar búa. „Það er voðalega lítið hægt að segja núna um þættina, við erum bara að fjármagna þá og svona. En þeir eru teikniborðinu,“ segir Jóhann Ævar í samtali við Fréttablaðið. 3.9.2009 07:30
Gríðarleg verðmæti í húfi „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. 3.9.2009 06:45
Sex spila í Norðrinu Tónleikahelgin Norðrið verður haldin á Sódómu Reykjavík um helgina. Á föstudeginum koma fram Cosmic Call, Vicky og Mammút og kvöldið eftir stíga á svið Lydia Grétarsdóttir, Klive og Kira Kira. Mammút hefur þegar spilað í Þýskalandi í tengslum við Norðrið, sem er ætlað að kynna íslenska tónlist þar í landi. Með verkefninu er byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlistarmanna á Popkomm í Berlín, sem er ein af stærri tónlistarkaupstefnum í Evrópu. Klive og Kira Kira munu síðan fljótlega fylgja í fótspor Mammúts og spila í Þýskalandi. 3.9.2009 05:00
Dans fyrir alla í Kramhúsinu „Við ætlum að kynna þá dansstíla sem við verðum að kenna í Kramhúsinu í vetur. Fólki er boðið að koma og læra nokkur spor hjá hverjum kennara og svo verður opið dansgólf að kennslu lokinni,“ segir Sandra Erlingsdóttir, danskennari hjá Kramhúsinu. Sandra, ásamt Natöshu og Rögnu Þyrí, standa að „Street dans jam session“ þar sem fólki gefst tækifæri á að prófa dansa á borð við hiphop, krump, break dans og locking. 3.9.2009 04:45