Lífið

Buðu Neil Young til Íslands

Tónlistargoðsögninni Neil Young hefur verið boðið að koma hingað til lands ásamt Jonathan Demme sem leikstýrði Lömbin þagna.
Tónlistargoðsögninni Neil Young hefur verið boðið að koma hingað til lands ásamt Jonathan Demme sem leikstýrði Lömbin þagna.

„Við erum búin að setja okkur í samband við framleiðendurna. Við ætlum að reyna að fá þá báða. Það sakar ekki að reyna,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF.

Forsvarsmenn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, hafa boðið tónlistargoðsögninni Neil Young og leikstjóranum Jonathan Demme að koma hingað til lands. Tilefnið er sýning heimildarmyndarinnar Neil Young Trunk Show í leikstjórn Demme sem verður lokamynd hátíðarinnar 26. september. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 14. september. Fari svo að þeir félagar þekkist boðið yrði koma þeirra hingað til lands mikill fengur fyrir íslenska tónlistar- og kvikmynda­áhugamenn.

Demme vann Óskarsverðlaunin árið 1992 fyrir spennutryllinn The Silence of the Lambs þar sem Anthony Hopkins fór á kostum sem mannætan Hannibal Lecter. Meðal annarra verka Demmes eru Philadelphia sem tryggði Tom Hanks Óskarinn, The Manchuraian Candidate og Rachel Getting Married.

Neil Young Trunk Show var tekin upp á tónleikum Neil Young í litlum sal í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Til þess að komast nær Young var að mestu notast við léttar tökuvélar. Myndin er eins konar viðbragð Demmes við eigin heimildarmynd um Young, Heart Of Gold, sem var mun flóknari í framleiðslu. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.