Lífið

Söng í fyrsta skiptið „live“

Britney Spears
Britney Spears
Söngkonan Britney Spears er stöðugt að koma á óvart. Svo virðist sem ferill hennar sé á stöðugri uppleið og hún toppar sig í hverri viku. Á tónleikum í Greenboro í New York í gærkvöldi frumflutti hún nýtt lag í tónleikaferð sinni. Þar söng hún lagið You Oughta Know, sem Alanis Morissette gerði vinsælt á sínum tíma.

Það sem kom mörgum á óvart var að hún söng það „live" en það mun vera í fyrsta skiptið sem hún gerir slíkt í tónleikaferðinni. Hingað til hefur allur hennar söngur verið spilaður af segulbandi og hún hefur hreyft varirnar í takt við taktfastar mjaðmahreyfingar sínar.

Hún virðist vera að ná upp sjálfstraustinu á nýjan leik. Það styttist jafnvel í að hún fari að syngja fleiri lög fyrir framan áhorfendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.