Lífið

Sundlaugapartý í Vesturbæ

Safna fyrir fiskabúri Einar Gunnar er einn þeirra sem stendur fyrir söfnun á nýju fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar.  fréttablaðið/valli
Safna fyrir fiskabúri Einar Gunnar er einn þeirra sem stendur fyrir söfnun á nýju fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar. fréttablaðið/valli

Vestubæingar eru nú á endaspretti söfnunnar fyrir nýju fiskabúri í anddyrir Vesturbæjarlaugarinnar. Mímir-Vináttufélag Vesturbæjar stendur að söfnuninni sem lýkur með veglegri fjölskylduhátíð í lauginni í dag.

„Við erum hópur Vesturbæinga sem störfum undir nafninu Mímir-Vináttufélag Vesturbæjar. Þegar Vesturbæjarlaugin var reist á sínum tíma þá var byggt risastórt fiskabúr í anddyri laugarinnar, það búr var tekið niður fyrir tæpum þrjátíu árum síðan því það var orðið of mikið umstang í kringum umhirðu þess. Á fundum okkar Mímismanna fór fortíðarþráin að gera vart við sig og við ákváðum að endurreisa þetta fiskabúr með aðstoð Vesturbæinga,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður Mímis.

Söfnunin hefur staðið síðan í júlí og er markmið hennar að safna nægu fé til að reisa nýtt og fullbúið fiskabúr. Að sögn Einars Gunnars hefur þó nokkuð fé safnast nú þegar.

„Stefnan er að safna einni milljón og við erum næstum hálfnuð með það. Söfnunin er líka ákveðið afturhvarf til þess tíma er íbúar létu sjálr af hendi rakna til að auðga umhver sitt því upprunalega fiskabúrið var byggt fyrir samskotafé íbúa hversins.

Listamennirnir sem taka þátt í hátíðarhöldunum á morgun eru allir að gefa vinnu sína og eru allir Vesturbæingar eða fastagestir laugarinnar,“ segir Einar Gunnar. Meðal þeirra sem munu stíga á stokk og skemmta gestum eru hluti hljómsveitarinnar Ný danskrar, Lay Low, Ólöf Arnalds auk annarra.

„Við hvetjum auðvitað alla til að koma og mæta í sund og njóta dagsins með okkur. Þeir sem ekki vilja fara ofan í laugina geta tilt sér á svæðið í kringum laugina og notið umhverfisins og tónlistarinnar.“ Dagskráin hefst klukkan 14.00 og stendur til klukkan 16.00. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.