Lífið

Gamall fýlupúki á ferðalagi

up Teiknimyndin Up fjallar um einmana fýlupúkann Carl Fredericksen.
up Teiknimyndin Up fjallar um einmana fýlupúkann Carl Fredericksen.

Teiknimyndin Up frá framleiðendunum Disney og Pixar verður frumsýnd hérlendis á morgun bæði með íslensku og ensku tali. Up var opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor og fékk þar fínar viðtökur. Viðbrögðin vestanhafs létu heldur ekki á sér standa því hún komst strax í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar.

Up fjallar um Carl Fredericksen sem er einmana gamall fýlupúki sem hefur lítið að gera. Dag einn ákveður hann að láta verða af gömlum draumi sem hann og nýlátin kona hans áttu, með því að ferðast um Suður-Ameríku. Hann bindur þúsundir blaðra við húsið sitt og ætlar sér að fljúga heimilinu alla leið. Það líður þó ekki á löngu þar til Carl uppgötvar að hann er ekki einn í húsinu því ungur skáti að nafni Russell hefur stolist með.

Pixar-fyrirtækið hefur undanfarin ár verið fremst í flokki í teiknimyndagerð. Síðan Óskarsakademían byrjaði að veita verðlaun fyrir bestu teiknimyndina hafa allar sex Pixars-myndirnar sem hafa verið framleiddar á þeim tíma verið tilnefndar. Fjórar þeirra hafa hreppt verðlaunin, eða Finding Nemo, The Incredibles, Ratatouille og Wall-E. Á meðal fleiri mynda Pixar eru Cars og Toy Story-myndirnar.

Up hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal 8,7 af 10 í einkunn á síðunni Imdb.com og 97% á Rottentomatoes.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.