Lífið

Susan í Wall Street

susan sarandon Fer að öllum líkindum með hlutverk í Wall Street 2.
susan sarandon Fer að öllum líkindum með hlutverk í Wall Street 2.

Susan Sarandon er í samningaviðræðum um að leika í framhaldsmyndinni Wall Street 2: Money Never Sleeps í leikstjórn Olivers Stone.

Sarandon mun leika móður ungs verðbréfasala á Wall Street (Shia LaBeouf) sem lendir í klónum á Gordon Gekko. Michael Douglas hefur þegar samþykkt að endurtaka hlutverk sitt sem Gekko, auk þess sem Frank Langella verður í leikaraliðinu. Framleiðsla myndarinnar hefst í New York í næsta mánuði.

Sarandon er þessa dagana að leika í sjónvarpsmyndinni You Don"t Know Jack sem fjallar um ævi læknisins umdeilda Jack Kevorkian. Barry Levinson leikstýrir henni og með önnur aðalhlutverk fara Al Pacino og John Goodman.

Hún sést næst á hvíta tjaldinu í The Lovely Bones í leikstjórn Peters Jackson. Þar eru aðrir leikarar Mark Wahlberg, Rachel Weisz og Stanley Tucci.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.