Nýtt ár hafið hjá ÍD 27. ágúst 2009 06:00 Listdans Úr Svaninum eftir Láru Stefánsdóttur. Mynd Íd/Golli Djammvika, fjölskyldusýning, ferð til Akureyrar, alþjóðleg samstarfsverkefni og stórsýning með Sinfóníunni eru helstu verkefni Íslenska dansflokksins á sýningarárinu sem nú er að hefjast. ÍD frumsýnir í september Fjölskyldusýningu, brot úr fimm aðgengilegum verkum. Frítt verður inn á sýninguna fyrir börn yngri en 12 ára. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og upplifa töframátt dansins. Í lok október heldur flokkurinn norður um heiðar og sýnir í samvinnu við LA þrjú vinsæl verk: rómantíska dúettinn Svaninn, Skekkju og Kvart sem ÍD sýndi í Frakklandi og Ítalíu fyrr á árinu þar sem það fékk frábæra dóma. Í nóvember verður svo boðið upp á ferska dansveislu á Djammviku með fjórum verkum í vinnslu eftir þau Kristján Ingimarsson, Tony Verzich, Peter Anderson og Steinunni Ketils ásamt Brian Gerke. Eftir áramót sýnir ÍD verkið Endalaus eftir Alan Lucien Oyen, ungan norskan höfund sem nú er að semja fyrir Norsku óperuna og dansflokkinn þar. Alan er þekktur fyrir fallegar og tilfinningaríkar sýningar sem innihalda bæði ljóðrænan dans og talað orð sem hann skrifar sjálfur. Katrín segir það mikinn feng að fá Alan til liðs við ÍD en hann mun semja Endalaus í samvinnu við dansarana. Sýningarári ÍD lýkur svo með dansviðburði á Listahátíð: ÍD, Sinfónían og Listahátíð sameina krafta sína í nýju verki við Fordlandiu, tónlist eftir Jóhann Jóhannsson sem sprottin er af sögu frá nýlendutímanum og borginni Iquitos, Fordismanum og gúmmíhruninu í Suður-Ameríku. Sýningin verður sjónræn veisla en Katrín sagði ekki hægt að greina frá hvaða danshöfundur kæmi að verkinu þó samningar við hann væru á lokastigi. Íslenski dansflokkurinn er án efa sú íslenska sviðslistastofnun sem hefur ferðast og sýnt víðast á síðustu árum en dansflokkurinn er mjög virkur í alþjóðlegu samstarfi. Nú tekur hann upp samstarf við pólska dansflokkinn Silesian Dance Theatre sem er talinn fremsti nútímadansflokkur Póllands. Stórverkefnið Keðja, sem er samstarfsverkefni átta þjóða og nýtur stuðnings Evrópusambandsins og norræna sjóða, verður fyrirferðarmikið í starfsemi flokksins á árinu en því verkefni lýkur einmitt með afar fjölbreyttum dansviðburði hér í Reykjavík í október 2010, með þátttöku fjölmargra innlendra sem erlendra aðila. pbb@frettabladid.is Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Djammvika, fjölskyldusýning, ferð til Akureyrar, alþjóðleg samstarfsverkefni og stórsýning með Sinfóníunni eru helstu verkefni Íslenska dansflokksins á sýningarárinu sem nú er að hefjast. ÍD frumsýnir í september Fjölskyldusýningu, brot úr fimm aðgengilegum verkum. Frítt verður inn á sýninguna fyrir börn yngri en 12 ára. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og upplifa töframátt dansins. Í lok október heldur flokkurinn norður um heiðar og sýnir í samvinnu við LA þrjú vinsæl verk: rómantíska dúettinn Svaninn, Skekkju og Kvart sem ÍD sýndi í Frakklandi og Ítalíu fyrr á árinu þar sem það fékk frábæra dóma. Í nóvember verður svo boðið upp á ferska dansveislu á Djammviku með fjórum verkum í vinnslu eftir þau Kristján Ingimarsson, Tony Verzich, Peter Anderson og Steinunni Ketils ásamt Brian Gerke. Eftir áramót sýnir ÍD verkið Endalaus eftir Alan Lucien Oyen, ungan norskan höfund sem nú er að semja fyrir Norsku óperuna og dansflokkinn þar. Alan er þekktur fyrir fallegar og tilfinningaríkar sýningar sem innihalda bæði ljóðrænan dans og talað orð sem hann skrifar sjálfur. Katrín segir það mikinn feng að fá Alan til liðs við ÍD en hann mun semja Endalaus í samvinnu við dansarana. Sýningarári ÍD lýkur svo með dansviðburði á Listahátíð: ÍD, Sinfónían og Listahátíð sameina krafta sína í nýju verki við Fordlandiu, tónlist eftir Jóhann Jóhannsson sem sprottin er af sögu frá nýlendutímanum og borginni Iquitos, Fordismanum og gúmmíhruninu í Suður-Ameríku. Sýningin verður sjónræn veisla en Katrín sagði ekki hægt að greina frá hvaða danshöfundur kæmi að verkinu þó samningar við hann væru á lokastigi. Íslenski dansflokkurinn er án efa sú íslenska sviðslistastofnun sem hefur ferðast og sýnt víðast á síðustu árum en dansflokkurinn er mjög virkur í alþjóðlegu samstarfi. Nú tekur hann upp samstarf við pólska dansflokkinn Silesian Dance Theatre sem er talinn fremsti nútímadansflokkur Póllands. Stórverkefnið Keðja, sem er samstarfsverkefni átta þjóða og nýtur stuðnings Evrópusambandsins og norræna sjóða, verður fyrirferðarmikið í starfsemi flokksins á árinu en því verkefni lýkur einmitt með afar fjölbreyttum dansviðburði hér í Reykjavík í október 2010, með þátttöku fjölmargra innlendra sem erlendra aðila. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira