Lífið

Maraþon í hversdagsleika

Eðlilegar Vilborg, Eva Rún og Eva Björk eru sérfræðingar í eðlileika.
 Fréttablaðið/Valli
Eðlilegar Vilborg, Eva Rún og Eva Björk eru sérfræðingar í eðlileika. Fréttablaðið/Valli

Í gær fóru fyrstu Eðlileikarnir, maraþon í hversdagsleika, fram.

„Fólk skráir sig sem þátttakendur og þegar það mætir á staðinn þá fær það úthlutað persónu og maka. Þá tekur við dagskrá sem samanstendur af heimilisþrautum, matarboðsþrautum og svo eru veittar viðurkenningar. Fólk tekst á við hversdagsleg verkefni, eins og að hella upp á kaffi, fara í bað, horfa á sjónvarp og svoleiðis,“ segir Vilborg Ólafsdóttir, en hún, Eva Rún Snorradóttir og Eva Björk Kaaber sjá um leikana.

„Við prófuðum að fara í gegnum einn dag og skrifuðum upp allt sem við gerðum yfir daginn, við erum búnar að vera að rannsaka hversdagsleikann. Við spurðum fólk líka út í það hvað væri hversdagslegt og um hversdagslíf hjóna sérstaklega,“ segir Vilborg.

Þríeykið undirbýr einnig heimildarmynd um hjónabönd sem ber nafnið Trú-lof. „Við erum allar með kynjafræðimenntun og langar að skoða hjónabönd út frá því hvað er eðlilegt og viðtekið. Við höfum skoðað fleiri en eina gerð hjónabanda og rótina að þessari hefð.“ Það má því segja að þær séu sérfræðingar í eðlileika. „Aðalfókusinn er á eðlilegheit og að fá fólk til að velta fyrir sér af hverju er það sem við köllum eðlilegt og leyfilegt eðlilegt en ekki eitthvað annað?“

Leikarnir fara fram á þremur heimilum, en þátttakendum er skaffað fæði og klæði meðan á leikunum stendur. Leikarnir hefjast klukkan fjögur og standa í fimm tíma í kvöld, annað kvöld og á sunnudag. Fólk getur skráð sig með tölvupósti á edlileikar@gmail.com, og er þátttaka frí. - kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.