Lífið

Óskarinn ekki til Scorsese

DiCaprio og Scorsese Voru tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir Aviator og Scorsese fékk þau fyrir The Departed.
DiCaprio og Scorsese Voru tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir Aviator og Scorsese fékk þau fyrir The Departed.

Væntanleg mynd Martins Scorsese, Shutter Island verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum í október á þessu ári eins og áður var fyrirhugað heldur verður færð fram í febrúar. Sem þýðir bara eitt, hún mun ekki keppa um næstu Óskarsverðlaun. Fréttin hefur farið eins og eldur í sinu um netheim kvikmyndanördanna, en myndin var talin afar líkleg til vinnings.

Haft er eftir talsmanni Paramount á heimasíðu Empire að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að gefa framleiðendum svigrúm í breyttu efnahagslegu ástandi heimsins, þar sem myndin hafi farið í framleiðslu við mjög erfiðar aðstæður. Hann sagðist þó fullviss um að seinkunin geri veg myndarinnar meiri.

Í kjölfarið hófust umræður um þessa undarlegu ákvörðun. Einhverjir telja ástæðuna þá að Leonardo DiCaprio, sem fer með aðalhlutverk, sé bundinn í öðru á þeim tíma sem myndin hefði annars verið kynnt. Aðrir segja vandann liggja hjá markaðsdeild Paramount sem eigi ekki fyrir því að blása myndina upp á svokölluðum keppnistímum. Hver sem ástæðan er munum við þurfa að bíða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.