Lífið

Foo Fighters með safnplötu

Dave Grohl Rokkararnir í Foo Fighters gefa út safnplötu 2. nóvember næstkomandi.
Dave Grohl Rokkararnir í Foo Fighters gefa út safnplötu 2. nóvember næstkomandi.

Rokkararnar í Foo Fighters ætla að gefa út nýja safnplötu síðar á þessu ári. Platan nefnist einfaldlega Greatest Hits og kemur út 2. nóvember. Á henni verða lög af fjórtán ára ferli Dave Grohl og félaga auk að minnsta kosti tveggja nýrra laga.

Þau eru Wheels, sem hljómsveitin frumflutti í grillveislu Baracks Obama í Hvíta húsinu 4. júlí, og Word Forward. Á meðal annarra laga á plötunni verða The Pretender, All My Life, Learn to Fly, Best of You, Times Like These, My Hero og Everlong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.