Lífið

Leika löggur á Broadway

daniel craig Bond-leikarinn vinsæli leikur í fyrsta sinn á Broadway.
daniel craig Bond-leikarinn vinsæli leikur í fyrsta sinn á Broadway.

Daniel Craig og Hugh Jackman leika löggur frá Chicago í nýju Broadway-leikriti, A Steady Rain, sem verður frumsýnt í New York 29. september. Þetta verður í fyrsta sinn sem Craig stígur á svið á Broadway en hann er þaulvanur því að leika á sviði í London.

Jackman er vanari Broadway því hann vann Tony-verðlaunin árið 2004 fyrir hlutverk tónlistarmannsins Peter Allen í The Boy From Oz. Í leikritinu A Steady Rain leikur Jackman skapstirðu lögguna Denny en Craig leikur hinn rólega Joey sem er óvirkur alkóhólisti. Áætlað er að leikritið ljúki göngu sinni 6. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.