Lífið

Opnar skóla

Spjallþáttastjórnandinn ætlar að opna stúlknaskóla í Jóhannesarborg.
Spjallþáttastjórnandinn ætlar að opna stúlknaskóla í Jóhannesarborg. MYND/AP

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur opnað stúlknaskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Winfrey gaf fyrrum forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, loforð fyrir sex árum um að opna skóla og nú er hann orðinn að veruleika.

Að sögn Oprah vildi hún opna skólann svo hún gæti verið nánari því fólki sem hún væri að reyna að hjálpa. „Fyrst þegar ég fór að græða pening fannst mér pirrandi þegar ég var að skrifa hverja ávísunina á fætur annarri til góðgerðarsamtaka sem mér fannst ekki vera hluti af mér,“ sagði Oprah. „Á ákveðnum tímapunkti vill maður ná þessum tengslum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.