Lífið

Fékk rúman milljarð fyrir giggið

George Michael.
George Michael.

Breski söngvarinn George Michael fékk einn komma einn milljarð króna fyrir að fljúga til Rússlands um áramótin og syngja í nýársfagnaði ónefnds rússnesks milljarðamærings. Send var einkaþota eftir söngvaranum sem flutti hann á búgarð Rússans, ásamt tuttugu manna hljómsveit.

Þar söng hann í eina klukkustund fyrir 300 gesti og steig svo aftur upp í einkaþotuna sem flutti hann til Lundúna. Í næstu viku á Michael að mæta fyrir rétt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Hann fannst sofandi í bíl sínum skammt frá heimili sínu. Michael getur þó huggað sig við það að eftir Rússlandsferðina á hann fyrir sektinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.