Lífið

Betra ár í ástamálunum

Renée Zellweger ætlar að hafa betri stjórn á ástarlífinu þetta árið.
Renée Zellweger ætlar að hafa betri stjórn á ástarlífinu þetta árið. MYND/Getty
Renée Zellweger hefur strengt það nýársheit að hafa betri stjórn á ástarlífinu þetta árið. Zellweger var á lausu allt síðasta ár eftir hörmulegt ár þar á undan. Þá giftist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney en það hjónaband entist einungis í fjóra mánuði. Nú ætlar leikkonan að taka sig á. „Einkalífið verður í betri skorðum í ár. Svo ætla ég að elda mikið og hugsa vel um köttinn minn.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.