Lífið

Ronnie í ræktina

Gamli rokkhundurinn kom eiginkonu sinni á óvart þegar hann skellti sér í ræktina með henni.
Gamli rokkhundurinn kom eiginkonu sinni á óvart þegar hann skellti sér í ræktina með henni.

Gamli rokkhundurinn Ronnie Wood kom eiginkonu sinni Jo í opna skjöldu þegar hann skellti sér í ræktina með henni og einkaþjálfaranum hennar. Ronnie, sem er gítarleikari Rolling Stones, hefur sem kunnugt er löngum átt í vandræðum með áfengis- og eiturlyfjaneyslu en honum þótti ekkert tiltökumál að hreyfa sig aðeins á dögunum.

„Við æfðum saman – ég og Ronnie. Þetta var ótrúlegt,“ segir Jo sem var fyrirsæta. „Hann fann fyrir verkjum daginn eftir og sagðist ekki geta hreyft sig. Ég held samt að hann sé ánægður með þetta. Næst reyni ég ábyggilega að fá hann með mér í garðyrkjuna!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.