Lífið

Logi leitar að nýjum Meistaraefnum

Logi Bergmann Eiðsson er sjálfur kominn með fiðring í magann enda styttist óðum í fyrsta þátt Meistarans
Logi Bergmann Eiðsson er sjálfur kominn með fiðring í magann enda styttist óðum í fyrsta þátt Meistarans

„Það er kominn fiðringur," segir Logi Bergmann Eiðsson, stjórnandi spurningaþáttarins Meistarinn, en þátturinn fer í loftið í lok janúar. Á laugardaginn geta Íslendingar þreytt inntökuprófið fyrir þáttinn á fjórum stöðum á landinu; í Reykjavík og á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum.

Ólína Þorvarðardóttir einn þeirra þekktu spurningakeppnis-njarða sem tóku þátt í fyrra.

Allir þátttakendur fá sömu fimmtíu spurningarnar og segir Logi að í framhaldinu af útkomu þess ráðist hversu margir þekktir „spurningakeppna-nirðir" verði fengnir í þáttinn til að berjast um Meistara-tignina.

Í fyrra tóku þau Ólína Þorvarðardóttir, Stefán Pálsson og Mörður Árnason þátt auk Illuga Jökulssonar sem komst alla leið í undanúrslit en var þá sleginn út af núverandi Meistara, Jónasi Erni Helgasyni. Logi vildi hins vegar ekki gefa upp hverjir þessir frægu væru, það væri ekki komið á hreint. „Ég er með nokkra í huga," viðurkenndi hann.

Inga Dóra Varð að lúta í lægra haldi fyrir Jónasi í sjálfum úrslitaþættinum. Hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggi á endurkomu.

Logi segir að mikið hafi verið haft samband við sig og hann meðal annars spurður hvenær prófin færu fram enda vildu menn ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Þá sagði hann að borðspilið sem byggt er á þættinum hefði jafnframt kynt undir áhuganum. Að sögn Loga verða hins vegar ekki neinar stórvægilegar breytingar á þættinum sjálfum og vinningsupphæðin verður að öllum líkindum fimm milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.