Lífið

Harry prins hættir að reykja

Stórreykingamaðurinn Harry prins er hættur að reykja.
Stórreykingamaðurinn Harry prins er hættur að reykja.

Stórrreykingamaðurinn Harry Bretaprins hefur ákveðið að hætta að reykja nú um áramótin. Harry, sem er 22 ára, er þekktur fyrir að reykja um það bil pakka af sígarettum á hverju kvöldi. Þessi ákvörðun hans er talin munu gleðja Karl föður hans mikið, en Karl hefur ætíð verið mikið á móti reykingum sonar síns.

„Harry reynir að láta ekki sjá sig með sígarettu á almannafæri. En bak við luktar dyr og í partíum er hann alltaf með sígarettu í kjaftinum. Hann elskar að fá sér í glas og þetta virðist fara vel saman hjá honum. Pabbi hans er alltaf að skammast í honum fyrir þetta," segir heimildarmaður The Sun hjá konungsfjölskyldunni.

 

Karl Bretaprins er ánægður með að yngri sonur sinn skuli loks vera hættur að reykja.

Harry prins byrjaði að reykja þegar hann var 14 ára í Eton-skólanum. Ástæðan fyrir því að hann ákveður að hætta núna er sú að reykingabann verður sett í hernum, þar sem Harry er liðsforingi, í mars. Þessa dagana er Harry í Mósambík með kærustu sinni, Chelsy Davy. Harry flýgur heim á föstudag og þá kemst hann að því hvort herfylki verður sent til Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.