Lífið

Kate og Pete sögð hafa gift sig á Taílandi

Kate og Pete gengu í það heilaga að búddískum sið á Taílandi.
Kate og Pete gengu í það heilaga að búddískum sið á Taílandi.

Samkvæmt fréttum bresku slúðurpressunnar eru ofurfyrirsætan Kate Moss og Pete Doherty nú gift en talið er að þau hafi látið pússa sig saman á eyjunni Phuket sem tilheyrir Taílandi á gamlárskvöld. Bresku blöðin hafa lengi fylgst með þessum ólíkindatólum og samlífi þeirra, enda er Doherty nú á skilorði fyrir ólöglega vörslu fíkniefna en Moss nýkomin úr meðferð frá Bandaríkjunum.

Athöfnin var sögð hafa verið að búddískum sið en giftingin telst ekki lögleg í Bretlandi. Gula pressan í Bretlandi er sannfærð um að þetta brúðkaup sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal en bæði The Sun og The Mirror greina frá því að vinir og ættingjar skötuhjúanna hafi verið beðnir um að taka frá 18. janúar sem sé þá hugsanlega stóri dagurinn.

Talsmenn ferðamannaeyjunnar Phuket neita öllum fréttum um brúðkaupið og sögðu það ekki hafa farið fram enda hefði parið ekki verið á staðnum.

Bresku fjölmiðlarnir halda því hins vegar fram að nánustu vinir Pete og Kate hafi verið viðstaddir og að þau hafi notið kvöldsólarinnar eftir athöfnina á fallegu hóteli við ströndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.