Lífið

Oprah opnar stúlknaskóla í Afríku

Oprah Winfrey
Oprah Winfrey MYND/AP

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey opnaði í gær stúlknaskóla í Suður-Afríku og uppfyllti þarmeð loforð sem hún gaf Nelson Mandela fyrir sex árum. Fjölmargar Hollywood stjörnur voru viðstaddar opnunina, ásamt Mandela og eiginkonu hans.

Þegar fram líða stundir munu 450 stúlkur frá fátækum heimilum geta stundað nám við skólann, sem er búinn fullkomnustu kennslutækjum sem völ er á. Bygging hans kostaði tæpa þrjá milljarða króna og Oprah greiddi það allt úr eigin vasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.