Fleiri fréttir

Flestir vilja daðra í sambandinu sínu

Daður er oft á tíðum eitthvað sem fólk tengir meira við tilhugalífið heldur en hversdagslífið. Fólk sullar út sjarmanum og skreytir fjaðrirnar sínar þegar það vill vekja áhuga fólks og sömuleiðis sýna hann. 

„Maður þarf ekki að geðjast öllum“

Alexander Freyr Olgeirsson hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri og í næstu viku gefur hann út sína fyrstu barnaplötu. Platan kemur út 1. apríl og kallast Út í geim og aftur heim.

Sænski prinsinn kominn með nafn

Þriðji sonur Sofíu prinsessu og Karls Filippus prins er kominn með nafn. Drengurinn heitir Julian Herbert Folke og verður hertoginn af Halland.

Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum

Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886.

Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi

„Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær.

Pabbi Meg­han Mark­le vill í við­tal við Opruh

Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, hefur óskað eftir því að fara í viðtal hjá Opruh Winfrey til þess að segja sína hlið af erjum hans við Meghan. Markle afhenti Opruh sjálfur bréf, þar sem hann óskaði eftir viðtalinu.

Of ung til að átta sig á að hún væri í of­beldis­sam­bandi

Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum.

Fegurðardrottning, gasgrímur og sérsveitin við gosið

Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis hefur farið nokkrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum þessa fyrstu viku eldgossins. Það hefur verið stöðug örtröð göngufólks að gosstöðvum og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast.

Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér“

„Eins og ég geti ekki verið framakona og samt birt kynþokkafulla mynd af mér á samfélagsmiðlum. Af hverju finnst fólki ég lítillækka mig með því að birta sexí mynd? Eins og konur sem birti mynd af sér á bikiní geti ekki verið klárar. Þetta fer mjög mikið í taugarnar á mér,“ segir CrossFit stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak í viðtali við Makamál.

Spurðu Kára út í kjafta­sögurnar

Liðsmenn FM95 Blö fengu Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í ítarlegt viðtal í þætti dagsins. Þar var Kári meðal annars spurður út í kjaftasögur sem gengið hafa um afrek hans á körfuboltavellnum – og ýmislegt annað.

Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson

Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands.

Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar

Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999.

Spurning vikunnar: Af hverju hélst þú framhjá?

Flestir myndu telja framhjáhöld þau svik sem rista hvað dýpst í samböndum. Þegar fólk svíkur maka sinn á þennan hátt er oftar en ekki mikil vanlíðan og sorg sem fylgir í kjölfarið. Sum sambönd ná að vinna sig út úr þessum svikum en önnur ekki. 

„Þetta þrífst bara í myrkrinu“

Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám.

Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega

„Ég var alltaf með einhverja svona bíómyndasenu í huga og þetta var búið að vera á planinu í smá tíma, ég hafði bara aldrei fundið rétta tímann. Svo byrjaði bara að gjósa,“ segir hinn nýtrúlofaði Ásmundur Þór Kristmundsson í samtali við Vísi.

Fleiri dýr en fólk í myndbandinu

Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7.

Mottur ársins

Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir.

Afmæliskakan í Blindum bakstri

Í baksturskeppninni Blindur bakstur um helgina hjálpaði Eva Laufey keppendum að baka afmælisköku með silkimjúku smjörkremi. 

Sjá næstu 50 fréttir