Lífið

Allt undir hjá Natan Degi í norsku útgáfunni af The Voice í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Natan Dagur kominn í 48 manna úrslitin.
Natan Dagur kominn í 48 manna úrslitin.

Hinn 21 árs Natan Dagur Benediktsson hefur slegið rækilega í norsku útgáfunni af The Voice.

Í kvöld mun hann stíga á svið í þættinum í Noregi og er hann kominn í 48 manna úrslitin og eftir kvöldið í kvöld verða 24 eftir í þættinum.

Í kvöld syngja tveir keppendur syngja saman lag og að því loknu velur dómarinn annað hvort þeirra áfram í keppninni.

Natan Dagur syngur á móti Alexu Valentinu þar sem þau flytja lagið Take me to church með Hozier. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í Noregi eða klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Natan tók lagið Bruises eftir Lewis Capaldi í blindu áheyrnarprufunni og hefur rækilega slegið síðan þá. Horft hefur verið á flutninginn yfir eina milljón sinnum. Þar er hann á topp 3 listanum yfir alla keppendur sem hafa tekið þátt í Voice í Noregi og hafa hinir tveir listamennirnir verið á YouTube í eitt til tvö ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.