Fleiri fréttir Plata frá Noel Gallagher Noel Gallagher, rólegi Gallagher-bróðirinn, sendir frá sér sólóplötuna Noel Gallagher‘s High Flying Birds í október. 7.7.2011 22:00 Ný ofurgrúppa Jagger Mick Jagger er hvergi af baki dottinn þótt elli kerling sé farin að narta rækilega í hælana á söngvaranum. Hann hefur stofnað nýja ofurgrúppu ásamt sálarsöngkonunni Joss Stone, Damian Marley, syni Bob Marley, Dave Stewart úr Eurythmics og tónskáldinu A.R. Rahman, en sá á heiðurinn af tónlistinni í Slumdog Millionaire. Von er á nýrri smáskífu á næstunni sem hægt verður að hlaða niður af netinu og síðan er ráðgert að breiðskífa komi út í september. 7.7.2011 21:00 Enginn vill gefa út Morrissey Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. 7.7.2011 20:00 Feitu fyndnu karlarnir Það er alltaf pláss fyrir þéttvaxna ameríska brandarakarla á hvíta tjaldinu, kannski af því að Bandaríkjamenn eru meðal feitustu þjóða heims. Og húmorinn er fremur einfaldur; hann gengur út á át, búkhljóð og líkamsbygginguna. 7.7.2011 19:00 Leikkonur loðnar um lófana Leikkonurnar Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker eru launahæstu leikkonurnar í Hollywood samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Jolie hefur átt ágætu gengi að fagna á hvíta tjaldinu en kvikmyndirnar Salt og The Tourist nutu báðar mikillar hylli í miðasölu. Forbes heldur því fram að Jolie hafi þénað 30 milljónir dollara eða tæplega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna frá því í maí á síðasta ári til maí á þessu ári. 7.7.2011 18:00 Justin finnur ástina á ný Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman í mars en nú segja slúðurmiðlar vestanhafs að þau séu að taka saman aftur. „Þau eru að hittast á laun,“ sagði heimildarmaður og annar bætti við: „Þau hafa verið í sambandi alveg síðan þau hættu saman og ákváðu að gefa þessu annað tækifæri.“ 7.7.2011 17:00 Johnny Depp gerir númer fimm Johnny Depp hefur augljóslega ekki fengið nóg af því að vera þvoglumæltur á hvíta tjaldinu. Samkvæmt bandarískum kvikmyndavefjum er leikarinn á góðri leið með að ná samkomulagi um að leika í fimmtu myndinni um Jack Sparrow og sjóræningja Karíbahafsins. 7.7.2011 16:00 Frúin ánægð með Robbie Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, er ákaflega ánægð með eiginmanninn sinn og lýsir honum sem einhverri fyndnustu, mest heillandi og frumlegustu manneskju sem hún hafi hitt. 7.7.2011 15:00 Hákarlinn sló í gegn Allt ætlaði um að koll að keyra þegar Sruli Recht frumsýndi nýja herralínu í París á dögunum. Meðal viðstaddra var hinn heimsþekkti Lenny Kravitz, sem keypti aðklæðnað fyrir væntanlegt tónleikaferðalag. 7.7.2011 14:30 Cheryl er kröfuhörð Cheryl Cole er búin að krefjast þess að fá nýtt hús og fullkomið hljóðver frá fyrrverandi eiginmanninum, Ashley Cole, ef hann ætlar að vinna hana á sitt band á nýjan leik. 7.7.2011 14:00 Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður var fengin til að taka þátt í sýningu í einu stærsta hönnunar- og listasafni heims með útskriftarverkefni sitt. Þórunn hannaði meðal annars kjól með QR-kóðum. 7.7.2011 13:30 Krakkarnir elska Skálmöld Hljómsveitin Skálmöld kom tvisvar fram á Sódómu á þriðjudag ásamt færeysku hljómsveitinni Hamferð. Fyrri tónleikarnir voru fyrir alla aldurshópa og þeir seinni fyrir þá eldri. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á svæðinu á fyrri tónleikunum og myndaði einlæga gleði viðstaddra. 7.7.2011 13:00 Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari hefur tekið upp nýtt lag sem verður gefið út með haustinu. Þorvaldur er sjálfur farinn til Los Angeles en félagi hans Sólmundur Hólm, skemmtikraftur og rithöfundur, aðstoðaði Þorvald við textasmíð í laginu, sem ekki hefur fengið neitt nafn. 7.7.2011 12:00 Fagurt handbragð í París Sýningar á Haute Couture, eða hátískunni eins og það nefnist á íslensku, fara fram þessa dagana í París. Sýningarnar, sem gefa sköpunargáfu hönnuða frjálsan tauminn, einkennast af fáguðu handbragði og íburðarmiklum flíkum fyrir veturinn 2011. 7.7.2011 12:00 Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir flytur þjóðlög sem ekki hafa heyrst á tónleikum sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju á morgun klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. "Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður.“ 7.7.2011 11:00 Plata sem byggir brú Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas. 7.7.2011 11:00 Hinsta kveðja Quarashi verður á tónleikum á Nasa "Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda,“ segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. 7.7.2011 11:00 Linda Björg í nýjum raunveruleikaþætti Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, tekur sæti dómara í nýjum raunveruleikaþætti sem hefst um áramótin á Stöð 2. Þáttunum hefur verið gefið nafnið Hannað fyrir Ísland og eru runnir undan rifjum Sigurjóns Sighvatssonar, kvikmyndaframleiðanda og eiganda útivistarmerkisins 66 gráður norður. Þættirnir eiga að gefa ungum, íslenskum hönnuðum tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri. "Og það er engin leið betri til þess en í gegnum sjónvarp,“ segir Sigurjón. Byrjað verður að auglýsa eftir þátttakendum í næsta mánuði. 7.7.2011 10:00 Bjóða í Húsdýragarðinn Atlantsolía býður öllum handhöfum dælulykils fyrirtækisins til veislu í Húsdýragarðinum í dag. Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að þetta sé í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn og er búist við fjölmenni. Síðast mættu um sex þúsund gestir. Boðið verður upp á Leikhópinn Lottu auk þess sem fulltrúar Latabæjar mæta og yngstu gestirnir fá frostpinna og blöðrur. Dalurinn opnar klukkan 10 en skemmtiatriðin byrja klukkan 15.00 og frítt er fyrir dælulykilshafa Atlantsolíu. 7.7.2011 09:35 Sturtusápa væntanleg frá Silver „Logi er ekki alveg hættur, ég er bara búinn að kaupa hans hlut og er því einn eigandi fyrirtækisins. Logi verður áfram stjórnarformaður og andlit fyrirtækisins,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og snyrtivörumógúll. 7.7.2011 09:00 Boyle hefur augastað á Firth Danny Boyle er að safna liði fyrir kvikmynd sína Trance en leikstjórinn hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár með kvikmyndum sínum Slumdog Millionaire og 127 Hours. 7.7.2011 09:00 Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7.7.2011 08:00 Átti ekki að fara í fangelsi Lindsay Lohan lætur vaða á súðum í viðtali við Vanity Fair og segir að réttarkerfið í Bandaríkjunum hafi komið illa fram við sig. Hún hefði til að mynda aldrei átt að fara í fangelsi. 7.7.2011 08:00 Skemmtigarður fyrir börnin „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. 7.7.2011 07:00 Ferskir á ferð um Evrópu Strákarnir í hljómsveitinni Agent Fresco ferðast nú um Evrópu. Þeir hafa komið víða við og krefjast þess að komast í sturtu eftir hverja tónleika, sem gerir lyktina í rútunni bærilegri. 6.7.2011 21:00 Drottning úthafanna á leið til landsins Seglskipið Statsraad Lehmkuhl, stærsta og glæsilegasta þrímastra skip heimsins er á leið til Reykjavíkurhafnar en það lagði úr höfn í Noregi þann fjórða júlí. Skipið kemur til Reykjavíkur 9. júlí og verður það opið gestum við bryggjuna á Miðbakka á sunnudaginn kemur frá klukkan 12 til 15. 6.7.2011 17:00 "Ég myndi taka skot ef ég væri ekki í háum hælum“ Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Kate Middleton létu fara vel um sig í Kanada á dögunum en þar heimsóttu þau gesti og gangandi í bænum Yellowknife. 6.7.2011 16:00 Notalega hrjúfur Áður en Heimir Már Pétursson gerðist fréttamaður var hann söngvari í hljómsveitinni Reflex sem margir muna vel eftir frá tónlistarhátíðinni Melarokki sumarið 1982. Heimir hefur undanfarin ár lítið komið nálægt tónlist að því undanskildu að hann hefur samið texta fyrir bróður sinn Rúnar Þór. Leiðin til Kópaskers markar því endurkomu hans í tónlistina. 6.7.2011 15:00 Leggur í langferð á vespunni Arngrímur Borgþórsson, landshornaflakkari og vespugæi, ætlar nú í vikunni að leggja upp í langferð frá Norðurmýrinni í Reykjavík og rúlla sér alla leið á Lónsöræfi austan Vatnajökuls. Arngrímur ætlar að pakka litlu fyrir ferðina; verður með svefnpoka á bögglaberanum og kaffibrúsa og smurt nesti í bakpoka. Hann gefur puttaferðalöngum líklega ekki far, allavega ekki lengri leiðir, enda hægir vespan á sér ef tvímennt er á henni. Á leiðinni austur á Arngrímur von á því að upplifa þjóðveginn og landslagið í meiri nálægð en bílafólkið sem tekur fram úr honum en sjálfur tekur hann fram úr hjólatúristum. 6.7.2011 15:00 Aniston ætlar að taka sér frí til að einbeita sér að ástinni Jennifer Aniston sem sló í gegn í Friends og hefur verið fastur gestur á síðum slúðurblaðanna frá því hún fór að slá sér upp með Brad Pitt, hefur í hyggju að taka sér frí frá leiklistinni. Hún byrjaði með leikaranum Justin Theroux fyrir nokkrum mánuðum og heimildir Marie Clair herma að hún ætli sér ekkert að leika í bíómyndum næsta árið. Í staðinn ætlar hún að vera "kærasta í fullu starfi" eins og það er orðað. 6.7.2011 14:00 Maria Shriver sækir lögformlega um skilnað Maria Shriver eiginkona Arnolds Schvarzenegger hefur sótt lögformlega um skilnað eftir að hafa verið gift stjörnunni í 25 ár. Sex vikur eru nú liðnar frá því að upp komst um framhjáhald vöðvatröllsins en hann eignaðist son með húshjálpinni á heimilinu fyrir mörgum árum síðan. Hjónin tilkynntu fyrst um að þau væru skilin að borði og sæng og skömmu síðar greindi Schwarzenegger sjálfur frá lausaleikskróganum. 6.7.2011 12:00 Halda í víking til Noregs "Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við,“ segir Jói Kjartans ljósmyndari og grafískur hönnuður en hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. 6.7.2011 09:00 Logi Geirs hættur í Silver „Ég er hættur, seldi minn hlut í desember,“ segir Logi Geirsson, leikmaður FH í handbolta. Hann er hættur afskiptum af hárgels-fyrirtækinu Silver sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni, markverði íslenska landsliðsins. 6.7.2011 08:00 Skin og skúrir á Hróarskeldu Hróarskelduhátíðin fór fram um helgina, en þessi danska tónlistarhátíð er meðal stærstu hátíða í heiminum í dag og telur um 80.000 gesti. Tískan er jafn fjölbreytt og mannlífið en ef marka má myndir af útpældum hátíðargestum má sjá að gúmmístígvél og gallastuttbuxur voru ríkjandi tískubóla meðal gesta. Röndóttir bolir, blómakjólar og klútar í hári voru einnig áberandi. 6.7.2011 07:30 Ashley nær í Cheryl aftur Hið ótrúlega hefur gerst; Ashley og Cheryl Cole eru byrjuð aftur saman. Breskir fjölmiðlar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga því endurnýjaðar örvar Amors koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 6.7.2011 07:00 Madonna í hljóðver á ný Poppdrottningin Madonna er byrjuð að taka upp nýja plötu. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hennar, sem sló í gegn um allan heim. 6.7.2011 04:00 Bíladellan er ákveðinn genagalli Áhugi á kraftmiklum farartækjum blundar í fjölskyldunni og er líklega ákveðinn genagalli,“ segir Gunnar Pálmi Pétursson, bifvélavirki og fyrrum torfærukappi hlæjandi. Hann er nýbúinn að kaupa sér Mercedes Benz AMG sportbíl, þann eina hérlendis með sex strokka 360 hestafla vél, og sýndi flotta takta í spyrnukeppni Bíladaga á Akureyri nýlega. 5.7.2011 23:00 Stígvélaæði á Glastonbury Hunter-fyrirtækið hefur framleitt stígvél allt frá árinu 1856 og er enn einn vinsælasti stígvélaframleiðandinn í Bretlandseyjum. Stígvélin frá Hunter voru algeng sjón á fótum gesta Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar í ár eins og fyrri ár. 5.7.2011 22:00 Fljótlegt að hoppa í kjól Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum, á fjölbreytt föt í fataskápnum 5.7.2011 20:00 Steed Lord leikur og leikstýrir auglýsingu Hljómsveitin Steed Lord leikstýrir og leikur í nýrri auglýsingu fyrir sænska tískumerkið WeSC. Auk þess heyrist lag sveitarinnar, Don‘t Hurt Love, í auglýsingunni. Auglýsingin er fyrir sólgleraugu sem WeSC hannar í samstarfi við ítalska fyrirtækið Super. Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitarinnar, segir tökurnar hafa gengið vel og að fyrirtækin tvö séu himinlifandi yfir afrakstrinum. 5.7.2011 17:00 Köflótt undir kleinurnar Sannkölluð keramíkveisla stendur nú yfir í Kraumi í Aðalstræti 10 en þar sýnir Ólöf Erla Bjarnadóttir nýja línu kökudiska. Einnig sýna nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík vörur sem unnar voru fyrir Kahla. 5.7.2011 16:00 Hannar mynd á breskan bol Mynd eftir íslenska hönnuðinn Sigga Eggertsson birtist á bolum Asos í júlí. Asos er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur með Asos. 5.7.2011 14:00 Börnin njóta myndanna Bergrún Íris Sævarsdóttir málaði herbergi fyrir son sinn þegar hún var ólétt. Málunin hefur undið upp á sig og hefur hún síðan gert barnaherbergi víðar. Bergrún segir að hvert herbergi eigi að vera einstakt. 5.7.2011 13:00 Himneskar karamellukökur Rikku Friðrika Hjördís Geirsdóttir er landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir skrif og þætti um matreiðslu. 5.7.2011 12:30 Frikki Weiss á flótta "Það kom smá í kjallarann og við vorum alveg fimm tíma að þrífa það. En sem betur fer var þetta bara hreint vatn og því fylgdu engar rottur,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður á The Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Verslanir í nágrenni við veitingastaði Friðriks voru ekki alveg jafn heppnar og veitingamaðurinn aðstoðaði verslunareigendur eftir fremsta megni. 5.7.2011 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Plata frá Noel Gallagher Noel Gallagher, rólegi Gallagher-bróðirinn, sendir frá sér sólóplötuna Noel Gallagher‘s High Flying Birds í október. 7.7.2011 22:00
Ný ofurgrúppa Jagger Mick Jagger er hvergi af baki dottinn þótt elli kerling sé farin að narta rækilega í hælana á söngvaranum. Hann hefur stofnað nýja ofurgrúppu ásamt sálarsöngkonunni Joss Stone, Damian Marley, syni Bob Marley, Dave Stewart úr Eurythmics og tónskáldinu A.R. Rahman, en sá á heiðurinn af tónlistinni í Slumdog Millionaire. Von er á nýrri smáskífu á næstunni sem hægt verður að hlaða niður af netinu og síðan er ráðgert að breiðskífa komi út í september. 7.7.2011 21:00
Enginn vill gefa út Morrissey Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. 7.7.2011 20:00
Feitu fyndnu karlarnir Það er alltaf pláss fyrir þéttvaxna ameríska brandarakarla á hvíta tjaldinu, kannski af því að Bandaríkjamenn eru meðal feitustu þjóða heims. Og húmorinn er fremur einfaldur; hann gengur út á át, búkhljóð og líkamsbygginguna. 7.7.2011 19:00
Leikkonur loðnar um lófana Leikkonurnar Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker eru launahæstu leikkonurnar í Hollywood samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Jolie hefur átt ágætu gengi að fagna á hvíta tjaldinu en kvikmyndirnar Salt og The Tourist nutu báðar mikillar hylli í miðasölu. Forbes heldur því fram að Jolie hafi þénað 30 milljónir dollara eða tæplega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna frá því í maí á síðasta ári til maí á þessu ári. 7.7.2011 18:00
Justin finnur ástina á ný Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman í mars en nú segja slúðurmiðlar vestanhafs að þau séu að taka saman aftur. „Þau eru að hittast á laun,“ sagði heimildarmaður og annar bætti við: „Þau hafa verið í sambandi alveg síðan þau hættu saman og ákváðu að gefa þessu annað tækifæri.“ 7.7.2011 17:00
Johnny Depp gerir númer fimm Johnny Depp hefur augljóslega ekki fengið nóg af því að vera þvoglumæltur á hvíta tjaldinu. Samkvæmt bandarískum kvikmyndavefjum er leikarinn á góðri leið með að ná samkomulagi um að leika í fimmtu myndinni um Jack Sparrow og sjóræningja Karíbahafsins. 7.7.2011 16:00
Frúin ánægð með Robbie Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, er ákaflega ánægð með eiginmanninn sinn og lýsir honum sem einhverri fyndnustu, mest heillandi og frumlegustu manneskju sem hún hafi hitt. 7.7.2011 15:00
Hákarlinn sló í gegn Allt ætlaði um að koll að keyra þegar Sruli Recht frumsýndi nýja herralínu í París á dögunum. Meðal viðstaddra var hinn heimsþekkti Lenny Kravitz, sem keypti aðklæðnað fyrir væntanlegt tónleikaferðalag. 7.7.2011 14:30
Cheryl er kröfuhörð Cheryl Cole er búin að krefjast þess að fá nýtt hús og fullkomið hljóðver frá fyrrverandi eiginmanninum, Ashley Cole, ef hann ætlar að vinna hana á sitt band á nýjan leik. 7.7.2011 14:00
Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður var fengin til að taka þátt í sýningu í einu stærsta hönnunar- og listasafni heims með útskriftarverkefni sitt. Þórunn hannaði meðal annars kjól með QR-kóðum. 7.7.2011 13:30
Krakkarnir elska Skálmöld Hljómsveitin Skálmöld kom tvisvar fram á Sódómu á þriðjudag ásamt færeysku hljómsveitinni Hamferð. Fyrri tónleikarnir voru fyrir alla aldurshópa og þeir seinni fyrir þá eldri. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á svæðinu á fyrri tónleikunum og myndaði einlæga gleði viðstaddra. 7.7.2011 13:00
Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari hefur tekið upp nýtt lag sem verður gefið út með haustinu. Þorvaldur er sjálfur farinn til Los Angeles en félagi hans Sólmundur Hólm, skemmtikraftur og rithöfundur, aðstoðaði Þorvald við textasmíð í laginu, sem ekki hefur fengið neitt nafn. 7.7.2011 12:00
Fagurt handbragð í París Sýningar á Haute Couture, eða hátískunni eins og það nefnist á íslensku, fara fram þessa dagana í París. Sýningarnar, sem gefa sköpunargáfu hönnuða frjálsan tauminn, einkennast af fáguðu handbragði og íburðarmiklum flíkum fyrir veturinn 2011. 7.7.2011 12:00
Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir flytur þjóðlög sem ekki hafa heyrst á tónleikum sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju á morgun klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. "Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður.“ 7.7.2011 11:00
Plata sem byggir brú Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas. 7.7.2011 11:00
Hinsta kveðja Quarashi verður á tónleikum á Nasa "Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda,“ segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. 7.7.2011 11:00
Linda Björg í nýjum raunveruleikaþætti Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, tekur sæti dómara í nýjum raunveruleikaþætti sem hefst um áramótin á Stöð 2. Þáttunum hefur verið gefið nafnið Hannað fyrir Ísland og eru runnir undan rifjum Sigurjóns Sighvatssonar, kvikmyndaframleiðanda og eiganda útivistarmerkisins 66 gráður norður. Þættirnir eiga að gefa ungum, íslenskum hönnuðum tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri. "Og það er engin leið betri til þess en í gegnum sjónvarp,“ segir Sigurjón. Byrjað verður að auglýsa eftir þátttakendum í næsta mánuði. 7.7.2011 10:00
Bjóða í Húsdýragarðinn Atlantsolía býður öllum handhöfum dælulykils fyrirtækisins til veislu í Húsdýragarðinum í dag. Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að þetta sé í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn og er búist við fjölmenni. Síðast mættu um sex þúsund gestir. Boðið verður upp á Leikhópinn Lottu auk þess sem fulltrúar Latabæjar mæta og yngstu gestirnir fá frostpinna og blöðrur. Dalurinn opnar klukkan 10 en skemmtiatriðin byrja klukkan 15.00 og frítt er fyrir dælulykilshafa Atlantsolíu. 7.7.2011 09:35
Sturtusápa væntanleg frá Silver „Logi er ekki alveg hættur, ég er bara búinn að kaupa hans hlut og er því einn eigandi fyrirtækisins. Logi verður áfram stjórnarformaður og andlit fyrirtækisins,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og snyrtivörumógúll. 7.7.2011 09:00
Boyle hefur augastað á Firth Danny Boyle er að safna liði fyrir kvikmynd sína Trance en leikstjórinn hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár með kvikmyndum sínum Slumdog Millionaire og 127 Hours. 7.7.2011 09:00
Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7.7.2011 08:00
Átti ekki að fara í fangelsi Lindsay Lohan lætur vaða á súðum í viðtali við Vanity Fair og segir að réttarkerfið í Bandaríkjunum hafi komið illa fram við sig. Hún hefði til að mynda aldrei átt að fara í fangelsi. 7.7.2011 08:00
Skemmtigarður fyrir börnin „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. 7.7.2011 07:00
Ferskir á ferð um Evrópu Strákarnir í hljómsveitinni Agent Fresco ferðast nú um Evrópu. Þeir hafa komið víða við og krefjast þess að komast í sturtu eftir hverja tónleika, sem gerir lyktina í rútunni bærilegri. 6.7.2011 21:00
Drottning úthafanna á leið til landsins Seglskipið Statsraad Lehmkuhl, stærsta og glæsilegasta þrímastra skip heimsins er á leið til Reykjavíkurhafnar en það lagði úr höfn í Noregi þann fjórða júlí. Skipið kemur til Reykjavíkur 9. júlí og verður það opið gestum við bryggjuna á Miðbakka á sunnudaginn kemur frá klukkan 12 til 15. 6.7.2011 17:00
"Ég myndi taka skot ef ég væri ekki í háum hælum“ Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Kate Middleton létu fara vel um sig í Kanada á dögunum en þar heimsóttu þau gesti og gangandi í bænum Yellowknife. 6.7.2011 16:00
Notalega hrjúfur Áður en Heimir Már Pétursson gerðist fréttamaður var hann söngvari í hljómsveitinni Reflex sem margir muna vel eftir frá tónlistarhátíðinni Melarokki sumarið 1982. Heimir hefur undanfarin ár lítið komið nálægt tónlist að því undanskildu að hann hefur samið texta fyrir bróður sinn Rúnar Þór. Leiðin til Kópaskers markar því endurkomu hans í tónlistina. 6.7.2011 15:00
Leggur í langferð á vespunni Arngrímur Borgþórsson, landshornaflakkari og vespugæi, ætlar nú í vikunni að leggja upp í langferð frá Norðurmýrinni í Reykjavík og rúlla sér alla leið á Lónsöræfi austan Vatnajökuls. Arngrímur ætlar að pakka litlu fyrir ferðina; verður með svefnpoka á bögglaberanum og kaffibrúsa og smurt nesti í bakpoka. Hann gefur puttaferðalöngum líklega ekki far, allavega ekki lengri leiðir, enda hægir vespan á sér ef tvímennt er á henni. Á leiðinni austur á Arngrímur von á því að upplifa þjóðveginn og landslagið í meiri nálægð en bílafólkið sem tekur fram úr honum en sjálfur tekur hann fram úr hjólatúristum. 6.7.2011 15:00
Aniston ætlar að taka sér frí til að einbeita sér að ástinni Jennifer Aniston sem sló í gegn í Friends og hefur verið fastur gestur á síðum slúðurblaðanna frá því hún fór að slá sér upp með Brad Pitt, hefur í hyggju að taka sér frí frá leiklistinni. Hún byrjaði með leikaranum Justin Theroux fyrir nokkrum mánuðum og heimildir Marie Clair herma að hún ætli sér ekkert að leika í bíómyndum næsta árið. Í staðinn ætlar hún að vera "kærasta í fullu starfi" eins og það er orðað. 6.7.2011 14:00
Maria Shriver sækir lögformlega um skilnað Maria Shriver eiginkona Arnolds Schvarzenegger hefur sótt lögformlega um skilnað eftir að hafa verið gift stjörnunni í 25 ár. Sex vikur eru nú liðnar frá því að upp komst um framhjáhald vöðvatröllsins en hann eignaðist son með húshjálpinni á heimilinu fyrir mörgum árum síðan. Hjónin tilkynntu fyrst um að þau væru skilin að borði og sæng og skömmu síðar greindi Schwarzenegger sjálfur frá lausaleikskróganum. 6.7.2011 12:00
Halda í víking til Noregs "Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við,“ segir Jói Kjartans ljósmyndari og grafískur hönnuður en hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. 6.7.2011 09:00
Logi Geirs hættur í Silver „Ég er hættur, seldi minn hlut í desember,“ segir Logi Geirsson, leikmaður FH í handbolta. Hann er hættur afskiptum af hárgels-fyrirtækinu Silver sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni, markverði íslenska landsliðsins. 6.7.2011 08:00
Skin og skúrir á Hróarskeldu Hróarskelduhátíðin fór fram um helgina, en þessi danska tónlistarhátíð er meðal stærstu hátíða í heiminum í dag og telur um 80.000 gesti. Tískan er jafn fjölbreytt og mannlífið en ef marka má myndir af útpældum hátíðargestum má sjá að gúmmístígvél og gallastuttbuxur voru ríkjandi tískubóla meðal gesta. Röndóttir bolir, blómakjólar og klútar í hári voru einnig áberandi. 6.7.2011 07:30
Ashley nær í Cheryl aftur Hið ótrúlega hefur gerst; Ashley og Cheryl Cole eru byrjuð aftur saman. Breskir fjölmiðlar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga því endurnýjaðar örvar Amors koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 6.7.2011 07:00
Madonna í hljóðver á ný Poppdrottningin Madonna er byrjuð að taka upp nýja plötu. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hennar, sem sló í gegn um allan heim. 6.7.2011 04:00
Bíladellan er ákveðinn genagalli Áhugi á kraftmiklum farartækjum blundar í fjölskyldunni og er líklega ákveðinn genagalli,“ segir Gunnar Pálmi Pétursson, bifvélavirki og fyrrum torfærukappi hlæjandi. Hann er nýbúinn að kaupa sér Mercedes Benz AMG sportbíl, þann eina hérlendis með sex strokka 360 hestafla vél, og sýndi flotta takta í spyrnukeppni Bíladaga á Akureyri nýlega. 5.7.2011 23:00
Stígvélaæði á Glastonbury Hunter-fyrirtækið hefur framleitt stígvél allt frá árinu 1856 og er enn einn vinsælasti stígvélaframleiðandinn í Bretlandseyjum. Stígvélin frá Hunter voru algeng sjón á fótum gesta Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar í ár eins og fyrri ár. 5.7.2011 22:00
Fljótlegt að hoppa í kjól Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum, á fjölbreytt föt í fataskápnum 5.7.2011 20:00
Steed Lord leikur og leikstýrir auglýsingu Hljómsveitin Steed Lord leikstýrir og leikur í nýrri auglýsingu fyrir sænska tískumerkið WeSC. Auk þess heyrist lag sveitarinnar, Don‘t Hurt Love, í auglýsingunni. Auglýsingin er fyrir sólgleraugu sem WeSC hannar í samstarfi við ítalska fyrirtækið Super. Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitarinnar, segir tökurnar hafa gengið vel og að fyrirtækin tvö séu himinlifandi yfir afrakstrinum. 5.7.2011 17:00
Köflótt undir kleinurnar Sannkölluð keramíkveisla stendur nú yfir í Kraumi í Aðalstræti 10 en þar sýnir Ólöf Erla Bjarnadóttir nýja línu kökudiska. Einnig sýna nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík vörur sem unnar voru fyrir Kahla. 5.7.2011 16:00
Hannar mynd á breskan bol Mynd eftir íslenska hönnuðinn Sigga Eggertsson birtist á bolum Asos í júlí. Asos er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur með Asos. 5.7.2011 14:00
Börnin njóta myndanna Bergrún Íris Sævarsdóttir málaði herbergi fyrir son sinn þegar hún var ólétt. Málunin hefur undið upp á sig og hefur hún síðan gert barnaherbergi víðar. Bergrún segir að hvert herbergi eigi að vera einstakt. 5.7.2011 13:00
Himneskar karamellukökur Rikku Friðrika Hjördís Geirsdóttir er landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir skrif og þætti um matreiðslu. 5.7.2011 12:30
Frikki Weiss á flótta "Það kom smá í kjallarann og við vorum alveg fimm tíma að þrífa það. En sem betur fer var þetta bara hreint vatn og því fylgdu engar rottur,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður á The Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Verslanir í nágrenni við veitingastaði Friðriks voru ekki alveg jafn heppnar og veitingamaðurinn aðstoðaði verslunareigendur eftir fremsta megni. 5.7.2011 07:15