Fleiri fréttir Hot Spring er komið í loftið Icelandair í samstarfi við Tonlist.is hefur gefið út geisladiskinn Hot Spring, vol. I, sem inniheldur tónlist íslenskra tónlistarmanna. Icelandair hefur í áratugi stutt við íslenskt tónlistarlíf, til dæmis Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Reykjavík Loftbrú. Ekki síður er Icelandair stolt af því að leika íslenska tónlist í samstarfi við Tónlist.is í vélum sínum en ástæðan fyrir útgáfu Hot Spring er að farþegar Icelandair spyrja mikið um hvernig sé hægt að nálgast tónlistina sem leikin er í vélunum þegar fólk kemur um borð. Diskinn verður hægt að fá um borð í vélum Icelandair og í helstu hljómplötuverslunum á Íslandi, auk þess sem hægt er að hlaða honum niður á Tónlist.is og icelandicmusic.com. Þeir sem kaupa diskinn fá einnig 30 daga aðgang að Tónlist.is/ icelandicmusic.com 19.10.2010 10:00 Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. 19.10.2010 09:00 Litli vinurinn skaddaður Kvikmyndin Jackass 3D var frumsýnd um helgina. Að því tilefni hefur Johnny Knoxville, forsprakki hópsins, upplýst að litli vinurinn hans í suðri hafi komið illa út úr hamaganginum við framleiðslu Jackass-myndanna. 19.10.2010 08:00 Norræn tónleikaröð á Íslandi Norska poppsveitin Datarock kemur fram á tónleikaröðinni Direkt, sem fer fram í Reykjavík dagana 4.-6. nóvember. Tónleikaröðin er hluti af norrænu listahátíðinni Ting, sem er haldin í tilefni af afhendingu Norrænu menningarverðlaunanna í tónlist í Reykjavík. 19.10.2010 07:00 Allir í gallana! Brim er vel heppnað verk. Köld og blaut en gerð af ást og hlýju. 19.10.2010 07:00 Nýtt fríblað um heilsu Nýtt fríblað, Heilsan, er komið á markað. Tímaritið tekur fyrir alls kyns hreyfingu sem í boði er á líkamsræktarstöðvum og hvernig við getum rifið okkur upp úr sófanum og byrjað að hlaupa og hvaða líkamsræktaræfingar er gott að gera heima við. „Við hjá Heilsunni ákváðum að gera létt og fjölbreytt tímarit um heilsu og ýmis málefni tengd henni. Við eigum það nefnilega held ég flest til að gleyma okkur í amstri dagsins og fela okkur á bakvið þá afsökun að við höfum ekki tíma fyrir okkur sjálf“ segir Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri. Tímaritið Heilsan mun koma út annan hvern mánuð og vera frítt blað sem dreift verður í allar helstu verslanir á landinu og líkamsræktarstöðvar. 18.10.2010 18:45 Boðið í vinsælan sjónvarpsþátt Eftir fréttir hérlendis í síðustu viku um nýja íslenska ilminn EFJ Eyjafjallajökull by Gyðja hafa fréttir af ilmvatninu farið sem eldur í sinu í fjölmiðlum víða um heim og virðist áhugin erlendis vera mikill fyrir þessu konsepti Gyðju að blanda vatni úr í Eyjafjallajökli við hágæða ilmvatn og vefja hraunmola úr gosinu utan um ilmvatnsglasið. „Við hjá Gyðju erum vægast sagt hissa á allri þessari athygli núna strax í byrjun því við erum ekkert farin að markaðsetja ilminn á erlendri grundu," svaraði Sigrún spurð út í athyglina sem ætlar engan endi að taka. Hinir ýmsu erlendu fréttamiðlar sem dæmi AFP höfðu samband við forsvarsmenn Gyðju til að óska eftir viðtali og ítarlegri upplýsingum um ilminn og tengls hans við eldgosið. Í kjölfarið fór svo greinar um ilminn að birtast í erlendum miðlum. Einnig hafa viðtöl við Sigrúnu Lilju birst í prentmiðlum erlendis um ilmvatnið þar sem farið er nánar út í hvað Gyðja stendur fyrir, framtíðaráform, fylgihluti Gyðju úr íslenska roðinu, ilminn og konseptið við Eyjafjallajökul, eldgosið og áhrif þess í dag á íslendinga og jafnvel hvernig við íslendingar höfum það núna í kreppunni og hvert stefnan er með Gyðju. Sigrúnu Lilju var boðið í vinsælan árlegan sjónvarpsþátt í desember næstkomandi hjá stæstu sjónvarpsstöð Þýskalands, Sat 1, þar sem farið verður yfir hápunkta ársins 2010 í heimsfréttum. Eyjafjallajökull er sjálfsögðu þar á meðal og vilja forsvarsmenn þáttarins bjóða Sigrúnu að koma í þáttinn og fjalla um um ilmvatnið. „Verkefnið hefur farið vel af stað á erlendri grundu þrátt fyrir að ekki hafi ennþá verið hafist handa á markaðsetningunni. Ilmvatnið er nú strax að fá meiri athygli heldur en hægt var að þora að vona sem lofar góðu fyrir framhaldið," sagði Sigrún Lilja. 18.10.2010 16:45 Mel Gibson í The Hangover 2 Leikarinn Mel Gibson hefur landað hlutverki í væntanlegri kvikmynd The Hangover 2. Sagan segir að Mel vonar að almenningsálitið lagist í kjölfarið líkt og hjá Mike Tyson eftir að hann birtist í The Hangover sem hann sjálfur. Hollywood stjarnan hefur átt erfitt undanfarið þegar kemur að ástamálum hans en hann skildi nýverið við rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorieva sem fæddi honum dótturina, Luciu, fyrir ellefu mánuðum. Söngkonan heldur því fram að Mel hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún hefur kært Mel fyrir að kýla sig í andlitið með þeim afleiðingum að tönn losnaði en hann neitar því staðfastlega. Í kjölfarið á skilnaðinum sem allur heimurinn fylgdist með hætti umboðsmaður Mel til margra ára að starfa fyrir hann og nú er Mel staðráðinn í að láta hlutina ganga upp þegar kemur að leiklistinni. 18.10.2010 14:45 Harry Potter stjarna vinnualki - myndir Breska leikkonan Emma Watson, 20 ára, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni vill skemmta sér í meira mæli og njóta lífsins en hún vinnur eins og skepna þó ung sé að árum. Harry Potter stjarnan sem stundar nám í enskum bókmenntum viðurkenni að hún vill fjör eins og fólk á hennar aldri. „Ég vil skemmta mér meira eins og aðrir krakkar á mínum aldrei. Ég er alltaf að vinna. Ég er vinnualki. Höfuðið á mér þarf á hvíld að halda," sagði hún. „Einn daginn er ég í tökum og hinn er ég í skólanum. Svo er ég heima og daginn eftir er ég kannski að hanna föt. Það er enginn dagur venjulegur sem ég upplifi. Ég vil lifa eðlilegu lífi og ég vil hafa það gaman." 18.10.2010 13:30 Nældi sér í afslappaðan náunga - myndir Leikkonan Mischa Barton, 24 ára, er loksins búin að finna manninn sem kætir hjarta hennar. Sá heppni er breski plötusnúðurinn Ali Love. Mischa elskar að vera í návist nýja kærastans því hann kemur fram við hana af virðingu og hugar vel að henni þrátt fyrir frægðina. Ali er afslappaður náungi að sögn Mischu og hún kann að meta það í fari hans. Hann er ótrúlegur. Svo almennilegur og hlýr en ég vorkenni honum þegar ljósmyndararnir elta okkur. Hann er svo kúl náungi," sagði Mischa í viðtali við breska OK! tímaritið. Meðfylgjandi myndir voru teknar af parinu á tískuvikunni í Mílanó. 18.10.2010 12:15 Tobba komin á heilsuhælið í Hveragerði „Ég er í rauninni að fylgja ákveðinni hefð sem hefur skapast í kringum mín skrif en þegar ég vann hinar tvær bækurnar mínar dvaldi ég á tímabili á heilsuhælinu í Hveragerði,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir, kynningarfulltrúi og rithöfundur, en hún er þessa dagana í eins konar fríi og vinnuferð í Hveragerði. 18.10.2010 07:30 Stærsta breiðtjald landsins Sambíóin stefna á að opna nýtt kvikmyndahús í Egilshöll hinn 4. nóvember. Um hundrað iðnaðarmenn eru nú að störfum við að gera allt klárt en kvikmyndahúsið mun skarta einu stærsta breiðtjaldi Evrópu. 18.10.2010 10:00 Tek því sem hrósi þegar mér er líkt við Justin Bieber „Ég bjóst ekki beint við því að lagið mundi slá í gegn en var að vonast eftir því að það fengi spilun. Svo var bara flaggað heima þegar það heyrðist fyrst í útvarpinu,“ segir Bjarki Lár, fimmtán ára strákur frá Hafnarfirði sem hefur slegið í gegn með lagið Bara þú. Lagið er samið af tónlistarmanninum Friðriki Dór en um tuttugu þúsund manns hafa horft á myndbandið á Youtube. Einnig er það byrjað að heyrast á útvarpsstöðvunum FM957 og Kananum. 18.10.2010 08:00 Stíllinn taminn Ólöf Arnalds heldur áfram að fullkomna stílinn sinn á fínni plötu. 18.10.2010 07:00 Þóra Einars stjarna sýningarinnar Þóra Einarsdóttur var í hlutverki dóttur Rigolettos. Hjá henni fór allt saman, trúverðugur leikur og margbrotinn, forkunnarfagur söngur. Frammistaða hennar var einstök. 18.10.2010 07:00 Vináttan brostin Vinskapurinn milli söngkonunnar Jessicu Simpson og hárgreiðslumannsins Kens Paves hefur runnið sitt skeið ef marka má sögusagnir vestan hafs. 17.10.2010 17:45 Hötuð fyrir megrun Rokkaradóttirin Kelly Osbourne segist finna fyrir meiri andúð í sinn garð frá kynsystrum eftir að hún grenntist um 22 kíló. Osbourne vill meina að stelpur hafi hætt að finnast hún skemmtileg og líti nú á hana sem keppinaut. „Þær stelpur sem vanalega heilsuðu mér eru hættar því núna,“ segir Osbourne í viðtali við netmiðla vestanhafs. 17.10.2010 14:15 50 ára afmæli Sollu Eiríks Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Gló í gærkvöldi þar sem borðin svignuð undan gómsætum hráfæðiskræsingum þar sem eigandi staðarins, Solla Eiríks, hélt upp á fimmtíu ára afmælið sitt. Við mynduðum nokkra afmælisgesti sem fögnuðu með Sollu sem var klædd í svartan kjól. 17.10.2010 08:15 Fágað og fallegt Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. 17.10.2010 19:28 Smíðaði eigið borðstofuborð Heimili Kristjáns Brynjars Bjarnasonar og Erlu Bjargar Valgeirsdóttur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt. 17.10.2010 19:15 Á heimsmælikvarða Íslensk-danska arkitektastofan KRADS er á meðal upprennandi arkitektastofa sem fjallað er um í nýrri bók sem hefur verið gefin út í tengslum við Tvíæringinn í Feneyjum. 17.10.2010 19:09 Túlkaði fyrir fyrirsætur í Sjanghæ Fyrirsætan Anna Jia keppti fyrir hönd Íslands í Elite-fyrirsætukeppninni sem fram fór í Sjanghæ síðastliðinn sunnudag. Hún vakti mikla athygli fjölmiðla og var meðal annars fylgt eftir af franskri sjónvarpsstöð. 17.10.2010 09:15 Skólakrakkar misstu af Ham „Þetta var bara hræðilegt,“ segir Elvar Geir Sævarsson úr hljómsveitinni Hellvar. 16.10.2010 18:15 Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16.10.2010 15:15 Partíljón á lausu Leikarinn Colin Farrell er hættur með kærustu sinni og barnsmóður, Alicja Bachleda-Curus. Farrell kynntist Bachleda-Curus fyrir tveimur árum og eiga þau saman eins árs gamlan son. Á hún að hafa fengið nóg þegar henni varð ljóst að leikarinn mundi aldrei festa ráð sitt. 16.10.2010 12:15 Hressileg unglingaskemmtun Kvikmyndin Órói var frumsýnd á fimmtudagskvöld í Sambíóunum við Álfabakka. Aðstandendur myndarinnar mættu að sjálfsögðu á svæðið og voru í sannkölluðu hátíðarskapi. 16.10.2010 11:00 Flottir gestir á frumsýningu Ný stuttmynd eftir hönnuðinn Ásgrím Má Friðriksson var frumsýnd við mikinn fögnuð í versluninni Kiosk á fimmtudaginn var. Ásgrímur er líklega þekktastur sem fatahönnuður en hann stundar nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Hann er einnig einn af eigendum verslunarinnar Kiosk sem selur einstaka íslenska hönnun eftir unga og efnilega hönnuði. 16.10.2010 10:00 Ég er þakklátur fyrir að vera þar sem ég er í dag Enski tenórinn Paul Potts syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. Potts ræddi við Fréttablaðið um feril sinn, nýja plötu og förina til Íslands. 16.10.2010 08:00 Bjórinn felldi Finna, ekki Andra Finnski fréttamaðurinn Kimmo Wilska var á dögunum rekinn úr starfi sínu sem fréttaþulur eftir að hann sást taka sér sopa af bjór eftir að hafa lesið frétt sem fjallaði um áfengislöggjöfina í Finnlandi. 16.10.2010 07:00 Bjó sig undir hið versta Breska söngkonan Cheryl Cole gerði erfðaskrá þegar hún glímdi við alvarleg veikindi í sumar. Cole greindist með malaríu eftir að það leið yfir hana í myndatöku og segist hún sjálf hafa haldið að hún mundi deyja. 16.10.2010 06:00 Kani í völundarhúsi The American er falleg og djörf mynd sem tekur tíma að melta. Þeir sem vilja hasar verða vonsviknir. 16.10.2010 06:00 Borðar afganga og léttist Leikkonan Brooke Shields, 45 ára, heldur sér í formi með því að borða afgangana hjá börnunum sínum. Brooke, sem á tvær dætur með eiginmanni sínum, rithöfundinum Chris Henchy, Rowan Frances, 7 ára, og Grier Hammond, 4 ára. Spurð út í líkamlegt form hennar svaraði Brooke að hún skammtaði sér aldrei á disk heldur borðar hún alltaf afganga stúlknanna. Tvö börn hjálpa þér að halda þér í góðu formi. Þú borðar minna. Í minu tilfelli klára ég alltaf matinn þeirra sem þýðir að ég borða aldrei heilan skammt," sagði Brooke. Svo reyni ég að ganga hvert sem ég fer. Ég tek örsjaldan leibubíl. Það er mikilvægt að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi." 15.10.2010 15:00 Skilnaðaralda skekur Hollywood Skilnaðaralda skekur kvikmyndaborgina Hollywood um þessar mundir. Fjórir skilnaðir hafa litið dagsins ljós upp á síðkastið. Nú síðast ákvað Jessalyn Gilsig úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee að sækja um skilnað við kvikmyndaframleiðandann Bobby Salomon. Þau byrjuðu saman í 15.10.2010 14:00 Vel skipuð dómnefnd Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Guðný Halldórsdóttir og Óskar Jónasson verða í dómnefnd um bestu stuttmyndina í stuttmynda- og 15.10.2010 13:45 Ósköp venjulegt brúðkaup Þrátt fyrir fréttir um vikulanga brúðkaupsveislu Katy Perry og Russells Brand á Indlandi og þrátt fyrir að hún skjóti rjóma út úr brjóstahaldaranum sínum í myndböndum og að hann sé yfirlýstur kynlífsfíkill þá á brúðkaup þeirra að vera ósköp venjulegt. 15.10.2010 13:15 Ragga Gísla og Bó starfa saman eftir þrjátíu ára hlé „Ég ætla aðeins að tékka á Bó,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, sem verður einn af gestum Björgvins Halldórssonar á jólatónleikum hans í desember. Heil þrjátíu ár eru liðin síðan leiðir þeirra lágu síðast saman í hinum smáa íslenska tónlistarbransa, við plötuna Dagar og nætur. Ragnhildur fór ekki fögrum orðum um samstarfið við Björgvin í Poppbókinni eftir Jens Guð 15.10.2010 12:15 Dúndur partý fyrir barnafólk Útgáfupartý Foreldrahandbókarinnar sem Þóra Sigurðardóttir skrifaði var haldið í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi í gærkvöldi. Á myndunum má sjá gesti og í meðfylgjandi myndskeiði segir Þóra okkur frá innihaldi bókarinnar og hvernig henni gengur að takast á við móðurhlutverkið en hún eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum. „Já maður sefur minna. Að eiga eitt barn er bara sætt og lítið hobbý..." segir Þóra meðal annars þegar talið berst að því hvort munur sé á að eiga eitt eða tvö börn. 15.10.2010 11:15 Aðeins skárra en ég bjóst við - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá tvær af aðalleikkonum myndarinnar Órói sem frumsýnd var í gærkvöldi, Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur og Birnu Rún Eiríksdóttur ræða um myndina og hvernig þær fengu hlutverkin í veislu sem haldin var fyrir leikara og aðstandendur myndarinnar í gærkvöldi eftir frumsýninguna. „Þetta var aðeins skárra en ég bjóst við að það yrði samt. Ég hélt ég yrði stressaðri," sögðu þær meðal annars. Hér má sjá myndir úr veislunni. 15.10.2010 10:15 Eftirpartý Óróa Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirpartý kvikmyndarinnar Óróa í leikstjórn Baldvins Z eftir frumsýninguna sem fram fór í gærkvöldi. Myndin er byggð á unglingabókum Ingibjargar Reynisdóttur, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík, sem hafa notið mikilla vinsælda. Ingibjörg sem sjá má á myndu ásamt leikurum og vinum og vandamönnum er handritshöfundur Óróa ásamt Baldvini. Hún fer einnig með hlutverk í myndinni. 15.10.2010 08:45 Ósáttur Arnett Leikarinn Will Arnett hvetur aðdáendur sína til að taka þátt í undirskriftasöfnun til bjargar nýjasta sjónvarpsþætti sínum. Þátturinn, Running Wilde, fór í loftið í síðasta mánuði en hlaut fremur dræmt áhorf. 15.10.2010 09:00 Magga Maack í nýju hlutverki „Þetta byrjaði eiginlega þegar ég var að taka viðtal við Jónas fyrir Kastljós. Við fórum að tala um hvað hamingjan er hættuleg. Jónas lýsti því yfir að hann væri svo hrifinn af Bollywood-myndum þar sem hamingjan er allsráðandi og mikilfengleg,“ segir Margrét Erla Maack fjölmiðlakona. 15.10.2010 08:00 Buddy Holly í Austurbæ Frábær músík en brokkgengt grín inni á milli. Ingó kemst vel frá sínu hlutverki, sérstaklega söngnum. 15.10.2010 07:00 Dæmir í bandarískri fegurðarsamkeppni „Ég sagði nú einhvern tíma að það hefðu verið fegurðarsamkeppnir sem komu manni á bragðið með lambið,“ segir Baldvin Jónsson, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum. 15.10.2010 06:00 Konfekt fyrir sálina - myndband Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem hefur verið nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október. Margar af fremstu listakonum landsins hafa komið og munu koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segja leikkonan og verkefnastjóri viðburðarraðarinnar Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og leikkonan Alexía Björg Jóhannesdóttir sem er hluti af leikhópnum Pörupiltar frá dagskránni á morgun og laugardag. Listasafn Reykjavíkur (dagskráin/aðgangur ókeypis). Facebooksíða - Fjöldasamstaða kvenna. 14.10.2010 15:00 Tappað af Jakobi Frímanni „Sennilega er viss skynsemi fólgin í því að tappa af mér áður en það fennir mikið yfir fortíðina,“ segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og miðborgarstjóri, aðspurður en frést hefur að rithöfundurinn Þórunn E. Valdimarsdóttir hafi undanfarið rakið garnirnar úr Jakobi og fest á blað minningar hans frá litríkri ævi. 14.10.2010 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hot Spring er komið í loftið Icelandair í samstarfi við Tonlist.is hefur gefið út geisladiskinn Hot Spring, vol. I, sem inniheldur tónlist íslenskra tónlistarmanna. Icelandair hefur í áratugi stutt við íslenskt tónlistarlíf, til dæmis Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Reykjavík Loftbrú. Ekki síður er Icelandair stolt af því að leika íslenska tónlist í samstarfi við Tónlist.is í vélum sínum en ástæðan fyrir útgáfu Hot Spring er að farþegar Icelandair spyrja mikið um hvernig sé hægt að nálgast tónlistina sem leikin er í vélunum þegar fólk kemur um borð. Diskinn verður hægt að fá um borð í vélum Icelandair og í helstu hljómplötuverslunum á Íslandi, auk þess sem hægt er að hlaða honum niður á Tónlist.is og icelandicmusic.com. Þeir sem kaupa diskinn fá einnig 30 daga aðgang að Tónlist.is/ icelandicmusic.com 19.10.2010 10:00
Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. 19.10.2010 09:00
Litli vinurinn skaddaður Kvikmyndin Jackass 3D var frumsýnd um helgina. Að því tilefni hefur Johnny Knoxville, forsprakki hópsins, upplýst að litli vinurinn hans í suðri hafi komið illa út úr hamaganginum við framleiðslu Jackass-myndanna. 19.10.2010 08:00
Norræn tónleikaröð á Íslandi Norska poppsveitin Datarock kemur fram á tónleikaröðinni Direkt, sem fer fram í Reykjavík dagana 4.-6. nóvember. Tónleikaröðin er hluti af norrænu listahátíðinni Ting, sem er haldin í tilefni af afhendingu Norrænu menningarverðlaunanna í tónlist í Reykjavík. 19.10.2010 07:00
Nýtt fríblað um heilsu Nýtt fríblað, Heilsan, er komið á markað. Tímaritið tekur fyrir alls kyns hreyfingu sem í boði er á líkamsræktarstöðvum og hvernig við getum rifið okkur upp úr sófanum og byrjað að hlaupa og hvaða líkamsræktaræfingar er gott að gera heima við. „Við hjá Heilsunni ákváðum að gera létt og fjölbreytt tímarit um heilsu og ýmis málefni tengd henni. Við eigum það nefnilega held ég flest til að gleyma okkur í amstri dagsins og fela okkur á bakvið þá afsökun að við höfum ekki tíma fyrir okkur sjálf“ segir Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri. Tímaritið Heilsan mun koma út annan hvern mánuð og vera frítt blað sem dreift verður í allar helstu verslanir á landinu og líkamsræktarstöðvar. 18.10.2010 18:45
Boðið í vinsælan sjónvarpsþátt Eftir fréttir hérlendis í síðustu viku um nýja íslenska ilminn EFJ Eyjafjallajökull by Gyðja hafa fréttir af ilmvatninu farið sem eldur í sinu í fjölmiðlum víða um heim og virðist áhugin erlendis vera mikill fyrir þessu konsepti Gyðju að blanda vatni úr í Eyjafjallajökli við hágæða ilmvatn og vefja hraunmola úr gosinu utan um ilmvatnsglasið. „Við hjá Gyðju erum vægast sagt hissa á allri þessari athygli núna strax í byrjun því við erum ekkert farin að markaðsetja ilminn á erlendri grundu," svaraði Sigrún spurð út í athyglina sem ætlar engan endi að taka. Hinir ýmsu erlendu fréttamiðlar sem dæmi AFP höfðu samband við forsvarsmenn Gyðju til að óska eftir viðtali og ítarlegri upplýsingum um ilminn og tengls hans við eldgosið. Í kjölfarið fór svo greinar um ilminn að birtast í erlendum miðlum. Einnig hafa viðtöl við Sigrúnu Lilju birst í prentmiðlum erlendis um ilmvatnið þar sem farið er nánar út í hvað Gyðja stendur fyrir, framtíðaráform, fylgihluti Gyðju úr íslenska roðinu, ilminn og konseptið við Eyjafjallajökul, eldgosið og áhrif þess í dag á íslendinga og jafnvel hvernig við íslendingar höfum það núna í kreppunni og hvert stefnan er með Gyðju. Sigrúnu Lilju var boðið í vinsælan árlegan sjónvarpsþátt í desember næstkomandi hjá stæstu sjónvarpsstöð Þýskalands, Sat 1, þar sem farið verður yfir hápunkta ársins 2010 í heimsfréttum. Eyjafjallajökull er sjálfsögðu þar á meðal og vilja forsvarsmenn þáttarins bjóða Sigrúnu að koma í þáttinn og fjalla um um ilmvatnið. „Verkefnið hefur farið vel af stað á erlendri grundu þrátt fyrir að ekki hafi ennþá verið hafist handa á markaðsetningunni. Ilmvatnið er nú strax að fá meiri athygli heldur en hægt var að þora að vona sem lofar góðu fyrir framhaldið," sagði Sigrún Lilja. 18.10.2010 16:45
Mel Gibson í The Hangover 2 Leikarinn Mel Gibson hefur landað hlutverki í væntanlegri kvikmynd The Hangover 2. Sagan segir að Mel vonar að almenningsálitið lagist í kjölfarið líkt og hjá Mike Tyson eftir að hann birtist í The Hangover sem hann sjálfur. Hollywood stjarnan hefur átt erfitt undanfarið þegar kemur að ástamálum hans en hann skildi nýverið við rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorieva sem fæddi honum dótturina, Luciu, fyrir ellefu mánuðum. Söngkonan heldur því fram að Mel hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún hefur kært Mel fyrir að kýla sig í andlitið með þeim afleiðingum að tönn losnaði en hann neitar því staðfastlega. Í kjölfarið á skilnaðinum sem allur heimurinn fylgdist með hætti umboðsmaður Mel til margra ára að starfa fyrir hann og nú er Mel staðráðinn í að láta hlutina ganga upp þegar kemur að leiklistinni. 18.10.2010 14:45
Harry Potter stjarna vinnualki - myndir Breska leikkonan Emma Watson, 20 ára, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni vill skemmta sér í meira mæli og njóta lífsins en hún vinnur eins og skepna þó ung sé að árum. Harry Potter stjarnan sem stundar nám í enskum bókmenntum viðurkenni að hún vill fjör eins og fólk á hennar aldri. „Ég vil skemmta mér meira eins og aðrir krakkar á mínum aldrei. Ég er alltaf að vinna. Ég er vinnualki. Höfuðið á mér þarf á hvíld að halda," sagði hún. „Einn daginn er ég í tökum og hinn er ég í skólanum. Svo er ég heima og daginn eftir er ég kannski að hanna föt. Það er enginn dagur venjulegur sem ég upplifi. Ég vil lifa eðlilegu lífi og ég vil hafa það gaman." 18.10.2010 13:30
Nældi sér í afslappaðan náunga - myndir Leikkonan Mischa Barton, 24 ára, er loksins búin að finna manninn sem kætir hjarta hennar. Sá heppni er breski plötusnúðurinn Ali Love. Mischa elskar að vera í návist nýja kærastans því hann kemur fram við hana af virðingu og hugar vel að henni þrátt fyrir frægðina. Ali er afslappaður náungi að sögn Mischu og hún kann að meta það í fari hans. Hann er ótrúlegur. Svo almennilegur og hlýr en ég vorkenni honum þegar ljósmyndararnir elta okkur. Hann er svo kúl náungi," sagði Mischa í viðtali við breska OK! tímaritið. Meðfylgjandi myndir voru teknar af parinu á tískuvikunni í Mílanó. 18.10.2010 12:15
Tobba komin á heilsuhælið í Hveragerði „Ég er í rauninni að fylgja ákveðinni hefð sem hefur skapast í kringum mín skrif en þegar ég vann hinar tvær bækurnar mínar dvaldi ég á tímabili á heilsuhælinu í Hveragerði,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir, kynningarfulltrúi og rithöfundur, en hún er þessa dagana í eins konar fríi og vinnuferð í Hveragerði. 18.10.2010 07:30
Stærsta breiðtjald landsins Sambíóin stefna á að opna nýtt kvikmyndahús í Egilshöll hinn 4. nóvember. Um hundrað iðnaðarmenn eru nú að störfum við að gera allt klárt en kvikmyndahúsið mun skarta einu stærsta breiðtjaldi Evrópu. 18.10.2010 10:00
Tek því sem hrósi þegar mér er líkt við Justin Bieber „Ég bjóst ekki beint við því að lagið mundi slá í gegn en var að vonast eftir því að það fengi spilun. Svo var bara flaggað heima þegar það heyrðist fyrst í útvarpinu,“ segir Bjarki Lár, fimmtán ára strákur frá Hafnarfirði sem hefur slegið í gegn með lagið Bara þú. Lagið er samið af tónlistarmanninum Friðriki Dór en um tuttugu þúsund manns hafa horft á myndbandið á Youtube. Einnig er það byrjað að heyrast á útvarpsstöðvunum FM957 og Kananum. 18.10.2010 08:00
Þóra Einars stjarna sýningarinnar Þóra Einarsdóttur var í hlutverki dóttur Rigolettos. Hjá henni fór allt saman, trúverðugur leikur og margbrotinn, forkunnarfagur söngur. Frammistaða hennar var einstök. 18.10.2010 07:00
Vináttan brostin Vinskapurinn milli söngkonunnar Jessicu Simpson og hárgreiðslumannsins Kens Paves hefur runnið sitt skeið ef marka má sögusagnir vestan hafs. 17.10.2010 17:45
Hötuð fyrir megrun Rokkaradóttirin Kelly Osbourne segist finna fyrir meiri andúð í sinn garð frá kynsystrum eftir að hún grenntist um 22 kíló. Osbourne vill meina að stelpur hafi hætt að finnast hún skemmtileg og líti nú á hana sem keppinaut. „Þær stelpur sem vanalega heilsuðu mér eru hættar því núna,“ segir Osbourne í viðtali við netmiðla vestanhafs. 17.10.2010 14:15
50 ára afmæli Sollu Eiríks Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Gló í gærkvöldi þar sem borðin svignuð undan gómsætum hráfæðiskræsingum þar sem eigandi staðarins, Solla Eiríks, hélt upp á fimmtíu ára afmælið sitt. Við mynduðum nokkra afmælisgesti sem fögnuðu með Sollu sem var klædd í svartan kjól. 17.10.2010 08:15
Fágað og fallegt Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. 17.10.2010 19:28
Smíðaði eigið borðstofuborð Heimili Kristjáns Brynjars Bjarnasonar og Erlu Bjargar Valgeirsdóttur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt. 17.10.2010 19:15
Á heimsmælikvarða Íslensk-danska arkitektastofan KRADS er á meðal upprennandi arkitektastofa sem fjallað er um í nýrri bók sem hefur verið gefin út í tengslum við Tvíæringinn í Feneyjum. 17.10.2010 19:09
Túlkaði fyrir fyrirsætur í Sjanghæ Fyrirsætan Anna Jia keppti fyrir hönd Íslands í Elite-fyrirsætukeppninni sem fram fór í Sjanghæ síðastliðinn sunnudag. Hún vakti mikla athygli fjölmiðla og var meðal annars fylgt eftir af franskri sjónvarpsstöð. 17.10.2010 09:15
Skólakrakkar misstu af Ham „Þetta var bara hræðilegt,“ segir Elvar Geir Sævarsson úr hljómsveitinni Hellvar. 16.10.2010 18:15
Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16.10.2010 15:15
Partíljón á lausu Leikarinn Colin Farrell er hættur með kærustu sinni og barnsmóður, Alicja Bachleda-Curus. Farrell kynntist Bachleda-Curus fyrir tveimur árum og eiga þau saman eins árs gamlan son. Á hún að hafa fengið nóg þegar henni varð ljóst að leikarinn mundi aldrei festa ráð sitt. 16.10.2010 12:15
Hressileg unglingaskemmtun Kvikmyndin Órói var frumsýnd á fimmtudagskvöld í Sambíóunum við Álfabakka. Aðstandendur myndarinnar mættu að sjálfsögðu á svæðið og voru í sannkölluðu hátíðarskapi. 16.10.2010 11:00
Flottir gestir á frumsýningu Ný stuttmynd eftir hönnuðinn Ásgrím Má Friðriksson var frumsýnd við mikinn fögnuð í versluninni Kiosk á fimmtudaginn var. Ásgrímur er líklega þekktastur sem fatahönnuður en hann stundar nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Hann er einnig einn af eigendum verslunarinnar Kiosk sem selur einstaka íslenska hönnun eftir unga og efnilega hönnuði. 16.10.2010 10:00
Ég er þakklátur fyrir að vera þar sem ég er í dag Enski tenórinn Paul Potts syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. Potts ræddi við Fréttablaðið um feril sinn, nýja plötu og förina til Íslands. 16.10.2010 08:00
Bjórinn felldi Finna, ekki Andra Finnski fréttamaðurinn Kimmo Wilska var á dögunum rekinn úr starfi sínu sem fréttaþulur eftir að hann sást taka sér sopa af bjór eftir að hafa lesið frétt sem fjallaði um áfengislöggjöfina í Finnlandi. 16.10.2010 07:00
Bjó sig undir hið versta Breska söngkonan Cheryl Cole gerði erfðaskrá þegar hún glímdi við alvarleg veikindi í sumar. Cole greindist með malaríu eftir að það leið yfir hana í myndatöku og segist hún sjálf hafa haldið að hún mundi deyja. 16.10.2010 06:00
Kani í völundarhúsi The American er falleg og djörf mynd sem tekur tíma að melta. Þeir sem vilja hasar verða vonsviknir. 16.10.2010 06:00
Borðar afganga og léttist Leikkonan Brooke Shields, 45 ára, heldur sér í formi með því að borða afgangana hjá börnunum sínum. Brooke, sem á tvær dætur með eiginmanni sínum, rithöfundinum Chris Henchy, Rowan Frances, 7 ára, og Grier Hammond, 4 ára. Spurð út í líkamlegt form hennar svaraði Brooke að hún skammtaði sér aldrei á disk heldur borðar hún alltaf afganga stúlknanna. Tvö börn hjálpa þér að halda þér í góðu formi. Þú borðar minna. Í minu tilfelli klára ég alltaf matinn þeirra sem þýðir að ég borða aldrei heilan skammt," sagði Brooke. Svo reyni ég að ganga hvert sem ég fer. Ég tek örsjaldan leibubíl. Það er mikilvægt að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi." 15.10.2010 15:00
Skilnaðaralda skekur Hollywood Skilnaðaralda skekur kvikmyndaborgina Hollywood um þessar mundir. Fjórir skilnaðir hafa litið dagsins ljós upp á síðkastið. Nú síðast ákvað Jessalyn Gilsig úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee að sækja um skilnað við kvikmyndaframleiðandann Bobby Salomon. Þau byrjuðu saman í 15.10.2010 14:00
Vel skipuð dómnefnd Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Guðný Halldórsdóttir og Óskar Jónasson verða í dómnefnd um bestu stuttmyndina í stuttmynda- og 15.10.2010 13:45
Ósköp venjulegt brúðkaup Þrátt fyrir fréttir um vikulanga brúðkaupsveislu Katy Perry og Russells Brand á Indlandi og þrátt fyrir að hún skjóti rjóma út úr brjóstahaldaranum sínum í myndböndum og að hann sé yfirlýstur kynlífsfíkill þá á brúðkaup þeirra að vera ósköp venjulegt. 15.10.2010 13:15
Ragga Gísla og Bó starfa saman eftir þrjátíu ára hlé „Ég ætla aðeins að tékka á Bó,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, sem verður einn af gestum Björgvins Halldórssonar á jólatónleikum hans í desember. Heil þrjátíu ár eru liðin síðan leiðir þeirra lágu síðast saman í hinum smáa íslenska tónlistarbransa, við plötuna Dagar og nætur. Ragnhildur fór ekki fögrum orðum um samstarfið við Björgvin í Poppbókinni eftir Jens Guð 15.10.2010 12:15
Dúndur partý fyrir barnafólk Útgáfupartý Foreldrahandbókarinnar sem Þóra Sigurðardóttir skrifaði var haldið í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi í gærkvöldi. Á myndunum má sjá gesti og í meðfylgjandi myndskeiði segir Þóra okkur frá innihaldi bókarinnar og hvernig henni gengur að takast á við móðurhlutverkið en hún eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum. „Já maður sefur minna. Að eiga eitt barn er bara sætt og lítið hobbý..." segir Þóra meðal annars þegar talið berst að því hvort munur sé á að eiga eitt eða tvö börn. 15.10.2010 11:15
Aðeins skárra en ég bjóst við - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá tvær af aðalleikkonum myndarinnar Órói sem frumsýnd var í gærkvöldi, Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur og Birnu Rún Eiríksdóttur ræða um myndina og hvernig þær fengu hlutverkin í veislu sem haldin var fyrir leikara og aðstandendur myndarinnar í gærkvöldi eftir frumsýninguna. „Þetta var aðeins skárra en ég bjóst við að það yrði samt. Ég hélt ég yrði stressaðri," sögðu þær meðal annars. Hér má sjá myndir úr veislunni. 15.10.2010 10:15
Eftirpartý Óróa Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirpartý kvikmyndarinnar Óróa í leikstjórn Baldvins Z eftir frumsýninguna sem fram fór í gærkvöldi. Myndin er byggð á unglingabókum Ingibjargar Reynisdóttur, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík, sem hafa notið mikilla vinsælda. Ingibjörg sem sjá má á myndu ásamt leikurum og vinum og vandamönnum er handritshöfundur Óróa ásamt Baldvini. Hún fer einnig með hlutverk í myndinni. 15.10.2010 08:45
Ósáttur Arnett Leikarinn Will Arnett hvetur aðdáendur sína til að taka þátt í undirskriftasöfnun til bjargar nýjasta sjónvarpsþætti sínum. Þátturinn, Running Wilde, fór í loftið í síðasta mánuði en hlaut fremur dræmt áhorf. 15.10.2010 09:00
Magga Maack í nýju hlutverki „Þetta byrjaði eiginlega þegar ég var að taka viðtal við Jónas fyrir Kastljós. Við fórum að tala um hvað hamingjan er hættuleg. Jónas lýsti því yfir að hann væri svo hrifinn af Bollywood-myndum þar sem hamingjan er allsráðandi og mikilfengleg,“ segir Margrét Erla Maack fjölmiðlakona. 15.10.2010 08:00
Buddy Holly í Austurbæ Frábær músík en brokkgengt grín inni á milli. Ingó kemst vel frá sínu hlutverki, sérstaklega söngnum. 15.10.2010 07:00
Dæmir í bandarískri fegurðarsamkeppni „Ég sagði nú einhvern tíma að það hefðu verið fegurðarsamkeppnir sem komu manni á bragðið með lambið,“ segir Baldvin Jónsson, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum. 15.10.2010 06:00
Konfekt fyrir sálina - myndband Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem hefur verið nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október. Margar af fremstu listakonum landsins hafa komið og munu koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segja leikkonan og verkefnastjóri viðburðarraðarinnar Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og leikkonan Alexía Björg Jóhannesdóttir sem er hluti af leikhópnum Pörupiltar frá dagskránni á morgun og laugardag. Listasafn Reykjavíkur (dagskráin/aðgangur ókeypis). Facebooksíða - Fjöldasamstaða kvenna. 14.10.2010 15:00
Tappað af Jakobi Frímanni „Sennilega er viss skynsemi fólgin í því að tappa af mér áður en það fennir mikið yfir fortíðina,“ segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og miðborgarstjóri, aðspurður en frést hefur að rithöfundurinn Þórunn E. Valdimarsdóttir hafi undanfarið rakið garnirnar úr Jakobi og fest á blað minningar hans frá litríkri ævi. 14.10.2010 14:00