Lífið

Borðar afganga og léttist

Brooke Shields. MYND/Cover Media
Brooke Shields. MYND/Cover Media

Leikkonan Brooke Shields, 45 ára, heldur sér í formi með því að borða matarafgangana hjá börnunum sínum.

Brooke, sem á tvær dætur með eiginmanni sínum, rithöfundinum Chris Henchy, Rowan Frances, 7 ára, og Grier Hammond, 4 ára.

Spurð út í líkamlegt form hennar svaraði Brooke að hún skammtaði sér aldrei á sinn eigin disk heldur borðar hún alltaf afganga stúlknanna.

„Tvö börn hjálpa þér að halda þér í góðu formi. Þú borðar minna. Í minu tilfelli klára ég alltaf matinn þeirra sem þýðir að ég borða aldrei heilan skammt," sagði Brooke.

„Svo reyni ég að ganga hvert sem ég fer. Ég tek örsjaldan leigubíl. Það er mikilvægt að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.