Lífið

Tek því sem hrósi þegar mér er líkt við Justin Bieber

Bieber Bjarki Lár hefur slegið í gegn á Netinu með lagið Bara þú og tekur líkingunni við Justin Bieber vel.
Bieber Bjarki Lár hefur slegið í gegn á Netinu með lagið Bara þú og tekur líkingunni við Justin Bieber vel.

„Ég bjóst ekki beint við því að lagið mundi slá í gegn en var að vonast eftir því að það fengi spilun. Svo var bara flaggað heima þegar það heyrðist fyrst í útvarpinu,“ segir Bjarki Lár, fimmtán ára strákur frá Hafnarfirði sem hefur slegið í gegn með lagið Bara þú. Lagið er samið af tónlistarmanninum Friðriki Dór en um tuttugu þúsund manns hafa horft á myndbandið á Youtube. Einnig er það byrjað að heyrast á útvarpsstöðvunum FM957 og Kananum.

„Lagið er búið að fá mjög góðar viðtökur og ég er glaður að Friðrik Dór samdi fyrir mig lagið. Svo voru það strákarnir í Red Light sem útsettu það. Það er búinn að vera einhver misskilningur um að ég hafi keypt lagið en svo er ekki. Friðrik hafði bara trú á mér og vildi semja fyrir mig lag,“ segir Bjarki Lár, sem er farinn að finna fyrir frægðinni en um 1.100 manns hafa „like-að“ við aðdáendasíðu hans á Facebook.

Söngur og útlit Bjarka minnir óneitanlega á eina vinsælustu poppstjörnu í heiminum í dag, ungstirnið Justin Bieber. „Já, þetta hef ég heyrt oft áður. Ég tek því sem hrósi enda er Justin Bieber frábær tónlistarmaður sem gerir flott lög að mínu mati,“ segir Bjarki Lár hress en hann hefur orðið var fylgifiska frægðarinnar. „Ég er farinn að finna fyrir því að fólk þekkir mig úti á götu og svo hrúgast vinabeiðnirnar inn á Facebook, sem getur verið þreytandi,“ segir Bjarki Lár en hann stefnir ótrauður áfram í tónlistarbransanum.

Hann hefur sungið frá því hann man eftir sér og er að læra meira á því sviði. „Ég er að læra söng hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu og var valinn ásamt nokkrum öðrum til að syngja inn lög á disk sem kemur út fyrir jólin. Það er mjög spennandi að fá að syngja inn á disk sem verður gefin út,“ segir Bjarki en hann er þessa dagana að skoða hvort hægt sé að gefa út lagið Bara þú. „Ég veit ekki alveg hvernig málin standa en núna er hægt að hlusta á lagið á netinu og í útvarpinu.“alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.