Ég er þakklátur fyrir að vera þar sem ég er í dag 16. október 2010 08:00 Söngvarinn syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. nordicphotos/getty Enski tenórinn Paul Potts syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. Potts ræddi við Fréttablaðið um feril sinn, nýja plötu og förina til Íslands. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands í desember. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem þangað og það er alltaf gaman að heimsækja nýja staði,“ segir enski tenórinn Paul Potts sem verður meðal góðra gesta á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „En ég býst við að það verði mjög kalt, þannig að ég verð örugglega vel búinn.“ Potts sló í gegn fyrir þremur árum er hann sigraði í raunveruleikaþættinum Britain"s Got Talent. Flutningur hans á laginu Nessun dorma eftir tónskáldið Puccini snerti taugar Simons Cowell og félaganna í dómnefndinni rétt eins og hjá áhorfendum um allan heim. Til marks um það hafa tæplega sjötíu milljónir manna skoðað myndband af frammistöðu hans á Youtube. Potts býst fastlega við því að syngja Nessun dorma á Íslandi. „Ég syng það á flestum tónleikum en ég reyni að hafa það aðeins öðruvísi í hvert sinn. Ég hef misst töluna á þeim skiptum sem ég hef sungið lagið en það er engu að síður stór ástæða fyrir því að ég er að gera það sem ég geri núna og ég verð ekkert leiður á því að syngja það.“ Potts var áhugasöngvari og seldi farsíma hjá Carphone Warehouse í Wales áður en hann sló í gegn. Núna er hann eftirsóttur söngvari víða um heim og hefur selt tvær fyrstu plötur sínar í milljónum eintaka. Hann er þessa dagana á ferðalagi um heiminn til að kynna sína þriðju plötu, Cinema Paradiso, sem hefur að geyma þekkta kvikmyndatónlist, eða lög á borð við Moon River, Wonderful World og þemalögin úr Godfather-myndunum og Gladiator. Upptökustjóri var Simon Franglen sem hefur starfað við stórmyndirnar Titanic og Avatar. „Það er frábært að vinna með náunga eins og honum og ég er mjög ánægður með þessa plötu,“ segir Potts, sem er sjálfur mikill kvikmyndaáhugamaður. „Það voru kvikmyndir sem vöktu fyrst áhuga minn á sígildri tónlist,“ segir hann og nefnir til sögunnar myndirnar E.T. og Star Wars. Söngvarinn er afar þakklátur fyrir frama sinn í tónlistarheiminum en viðurkennir að þessi skyndilega frægð sem hann hlaut hafi verið mikil viðbrigði. „Ef þú tekur hlutunum eins og þeir eru og lætur þá ekki hafa áhrif á þig er þetta allt í lagi. Það hefur verið frábært að hitta sumt af því fræga fólki sem ég hef hitt en það skemmtilegasta er að geta gert það sem ég elska að gera og heimsækja yndislega staði,“ segir hann og er sérstaklega hrifinn af ferðalögum sínum til Asíu. Spurður hvar hafi verið skemmtilegast að syngja segir söngvarinn: „Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að syngja í óperuhúsinu í Sydney og í Royal Albert Hall. Þetta eru tvö af frægustu tónleikahöllum í heimi og að syngja þar hafa ekki margir tækifæri til að gera. Fólk hefði haldið að ég væri brjálaður ef ég hefði sagt því frá þessu fyrir fjórum árum. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta.“ Potts hlustar á alls konar tónlist, ekki bara óperutónlist heldur einnig popp og rokk. Þar eru Genesis, Dire Straits, Queen og Phil Collins í mestu uppáhaldi. Eurovision-söngvararnir Alexander Ryback og Jóhanna Guðrún verða á meðal gesta á jólatónleikunum. Potts segist lítið hafa fylgst með Eurovision-keppninni í gegnum tíðina, enda nýtur keppnin takmarkaðra vinsælda í Bretlandi. „Ég hef kynnst Eurovision töluvert á ferðalögum mínum en því miður er keppnin ekki tekin mjög alvarlega í Bretlandi. Við höfum ekki náð góðum árangri og það er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Bretar taka hana ekki alvarlega,“ segir hann. Potts hélt upp á fertugsafmælið sitt 13. október síðastliðinn en náði ekki að halda upp á það að ráði vegna þess að hann þurfti að mæta í morgunsjónvarp í Þýskalandi daginn eftir. Hvernig líður honum, kominn á fimmtugsaldurinn? „Mér líður eins og ég sé mjög gamall. Þeir segja að lífið byrji þegar maður verður fertugur en ég myndi frekar vilja fara aftur til baka í tímann,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Enski tenórinn Paul Potts syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. Potts ræddi við Fréttablaðið um feril sinn, nýja plötu og förina til Íslands. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands í desember. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem þangað og það er alltaf gaman að heimsækja nýja staði,“ segir enski tenórinn Paul Potts sem verður meðal góðra gesta á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „En ég býst við að það verði mjög kalt, þannig að ég verð örugglega vel búinn.“ Potts sló í gegn fyrir þremur árum er hann sigraði í raunveruleikaþættinum Britain"s Got Talent. Flutningur hans á laginu Nessun dorma eftir tónskáldið Puccini snerti taugar Simons Cowell og félaganna í dómnefndinni rétt eins og hjá áhorfendum um allan heim. Til marks um það hafa tæplega sjötíu milljónir manna skoðað myndband af frammistöðu hans á Youtube. Potts býst fastlega við því að syngja Nessun dorma á Íslandi. „Ég syng það á flestum tónleikum en ég reyni að hafa það aðeins öðruvísi í hvert sinn. Ég hef misst töluna á þeim skiptum sem ég hef sungið lagið en það er engu að síður stór ástæða fyrir því að ég er að gera það sem ég geri núna og ég verð ekkert leiður á því að syngja það.“ Potts var áhugasöngvari og seldi farsíma hjá Carphone Warehouse í Wales áður en hann sló í gegn. Núna er hann eftirsóttur söngvari víða um heim og hefur selt tvær fyrstu plötur sínar í milljónum eintaka. Hann er þessa dagana á ferðalagi um heiminn til að kynna sína þriðju plötu, Cinema Paradiso, sem hefur að geyma þekkta kvikmyndatónlist, eða lög á borð við Moon River, Wonderful World og þemalögin úr Godfather-myndunum og Gladiator. Upptökustjóri var Simon Franglen sem hefur starfað við stórmyndirnar Titanic og Avatar. „Það er frábært að vinna með náunga eins og honum og ég er mjög ánægður með þessa plötu,“ segir Potts, sem er sjálfur mikill kvikmyndaáhugamaður. „Það voru kvikmyndir sem vöktu fyrst áhuga minn á sígildri tónlist,“ segir hann og nefnir til sögunnar myndirnar E.T. og Star Wars. Söngvarinn er afar þakklátur fyrir frama sinn í tónlistarheiminum en viðurkennir að þessi skyndilega frægð sem hann hlaut hafi verið mikil viðbrigði. „Ef þú tekur hlutunum eins og þeir eru og lætur þá ekki hafa áhrif á þig er þetta allt í lagi. Það hefur verið frábært að hitta sumt af því fræga fólki sem ég hef hitt en það skemmtilegasta er að geta gert það sem ég elska að gera og heimsækja yndislega staði,“ segir hann og er sérstaklega hrifinn af ferðalögum sínum til Asíu. Spurður hvar hafi verið skemmtilegast að syngja segir söngvarinn: „Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að syngja í óperuhúsinu í Sydney og í Royal Albert Hall. Þetta eru tvö af frægustu tónleikahöllum í heimi og að syngja þar hafa ekki margir tækifæri til að gera. Fólk hefði haldið að ég væri brjálaður ef ég hefði sagt því frá þessu fyrir fjórum árum. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta.“ Potts hlustar á alls konar tónlist, ekki bara óperutónlist heldur einnig popp og rokk. Þar eru Genesis, Dire Straits, Queen og Phil Collins í mestu uppáhaldi. Eurovision-söngvararnir Alexander Ryback og Jóhanna Guðrún verða á meðal gesta á jólatónleikunum. Potts segist lítið hafa fylgst með Eurovision-keppninni í gegnum tíðina, enda nýtur keppnin takmarkaðra vinsælda í Bretlandi. „Ég hef kynnst Eurovision töluvert á ferðalögum mínum en því miður er keppnin ekki tekin mjög alvarlega í Bretlandi. Við höfum ekki náð góðum árangri og það er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Bretar taka hana ekki alvarlega,“ segir hann. Potts hélt upp á fertugsafmælið sitt 13. október síðastliðinn en náði ekki að halda upp á það að ráði vegna þess að hann þurfti að mæta í morgunsjónvarp í Þýskalandi daginn eftir. Hvernig líður honum, kominn á fimmtugsaldurinn? „Mér líður eins og ég sé mjög gamall. Þeir segja að lífið byrji þegar maður verður fertugur en ég myndi frekar vilja fara aftur til baka í tímann,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira