Lífið

Magga Maack í nýju hlutverki

Margrét Erla Maack fjölmiðlakona leikstýrði og lék í myndbandi tónlistarmannsins Jónasar Sigurðssonar sem kom út í vikunni.
Margrét Erla Maack fjölmiðlakona leikstýrði og lék í myndbandi tónlistarmannsins Jónasar Sigurðssonar sem kom út í vikunni.
„Þetta byrjaði eiginlega þegar ég var að taka viðtal við Jónas fyrir Kastljós. Við fórum að tala um hvað hamingjan er hættuleg. Jónas lýsti því yfir að hann væri svo hrifinn af Bollywood-myndum þar sem hamingjan er allsráðandi og mikilfengleg,“ segir Margrét Erla Maack fjölmiðlakona.

Margrét er potturinn og pannan á bak við myndband tónlistarmannsins Jónasar Sigurðssonar við eitt af vinsælustu lögum ársins, Hamingjan er hér. „Það vill svo skemmtilega til að ég hef kennt Bollywood-dansa í Kramhúsinu í mörg ár svo það lá bara beint við að ég tæki þetta að mér,“ segir Margrét en þetta er í fyrsta sinn sem hún stýrir tónlistarmyndbandi á eigin vegum og er bæði fyrir framan og aftan myndavélina.

„Þetta var svakalega gaman og gekk ekkert smá vel. Við vöktum frekar mikla athygli dansandi á bumbunum um miðbæ Reykjavíkur í september,“ segir Margrét glöð í bragði og segir að stundum hafi fólk slegist í hópinn og viljað dansa með. „Við gátum til dæmis ekki notað skot sem við tókum úr Hallgrímskirkjuturni því það voru alltaf ferðamenn að koma og dansa með okkur.“

Margrét auglýsti eftir dönsurum á Facebook og sumar stelpurnar höfðu ekki dansað áður. „Ég kenndi þeim dansinn og svo var myndbandið tekið upp á einum degi. Við vorum svo góður hópur að vinna saman að þetta gekk eins og í sögu,“ segir Margrét og útilokar ekki að taka að sér leikstjórn fleiri tónlistarmyndbanda í framtíðinni.- áp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.