Lífið

Skilnaðaralda skekur Hollywood

Skilnaðaralda skekur kvikmyndaborgina Hollywood um þessar mundir. Fjórir skilnaðir hafa litið dagsins ljós upp á síðkastið. Nú síðast ákvað Jessalyn Gilsig úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee að sækja um skilnað við kvikmyndaframleiðandann Bobby Salomon. Þau byrjuðu saman í menntaskóla og gengu upp að altarinu árið 2006 og eignuðust síðar sama ár dótturina Penelope. Reyndar er eitt ár liðið síðan þau hættu saman en það var gert í leyni, án þess að fjölmiðlar áttuðu sig á tíðindunum.

Stutt er síðan söngkonan Christina Aguilera skildi við eiginmann sinn, upptökustjórann Jordan Bratman, eftir fimm ára hjónaband. Þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tveimur árum. „Þrátt fyrir að ég og Jordan séum skilin munum við halda áfram að sinna uppeldi sonar okkar Max af sömu alúð og áður,“ sagði í yfirlýsingu þeirra. Skömmu áður tilkynntu leikarahjónin Courteney Cox og David Arquette um skilnað sinn eftir ellefu ára samband og kom það mörgum í opna skjöldu. Tónlistarmaðurinn Ben Harper hefur sömuleiðis skilið við leikkonuna Lauru Dern eftir fimm ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman en höfðu átt í vandræðum með hjónabandið í töluverðan tíma.
Christina aguilera Söngkonan er skilin eftir fimm ára hjónaband.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.