Lífið

Ósköp venjulegt brúðkaup

Katy Perry og Russell Brand eru afar ástfangin eins og myndin sýnir.
Katy Perry og Russell Brand eru afar ástfangin eins og myndin sýnir.
Þrátt fyrir fréttir um vikulanga brúðkaupsveislu Katy Perry og Russells Brand á Indlandi og þrátt fyrir að hún skjóti rjóma út úr brjóstahaldaranum sínum í myndböndum og að hann sé yfirlýstur kynlífsfíkill þá á brúðkaup þeirra að vera ósköp venjulegt.

Russell Brand segir í nýlegu viðtali að þau Perry elski bara hvort annað og vilji gifta sig í félagsskap góðra vina og fjölskyldu. Þá segist hann vilja hafa brúðkaupið venjulegt.

„Þetta snýst ekki um að selja myndirnar og við ætlum ekki að skrifa undir kaupmála,“ sagði hann. „Ég held að fólk sé að fá ranga mynd af brúðkaupinu okkar. Ást tveggja einstaklinga er ótrúleg, en um leið það eðlilegasta í heimi.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.