Lífið

Hressileg unglingaskemmtun

Leikstjórinn Baldvin Z ásamt Kristínu Pétursdóttur, Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm og Vilhelmi Þór Neto. fréttablaðið/anton
Leikstjórinn Baldvin Z ásamt Kristínu Pétursdóttur, Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm og Vilhelmi Þór Neto. fréttablaðið/anton
Kvikmyndin Órói var frumsýnd á fimmtudagskvöld í Sambíóunum við Álfabakka. Aðstandendur myndarinnar mættu að sjálfsögðu á svæðið og voru í sannkölluðu hátíðarskapi.

Órói þykir vel heppnuð mynd en hún er byggð á unglingabókum Ingibjargar Reynisdóttur. Hún fjallar um hinn sextán ára Gabríel, sem í byrjun myndarinnar er í sumarskóla í Bretlandi og kynnist þar Markúsi. Þar gerast ákveðnir hlutir sem leiða til þess að líf hans breytist. Þegar hann kemur til Íslands þarf hann að horfast í augu við þær breytingar. Með aðalhlutverk fara Atli Óskar Fjalarson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Haraldur Ari Stefánsson. Leikstjóri er Baldvin Z og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd.
Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir og handritshöfundur Óróa, Ingibjörg Reynisdóttir.
Leikkonurnar Ísgerður Gunnarsdóttir og Hreindís Ylfa.


Leikarinn Bergur Þór Ingólfsson ásamt dóttur sinni Urði Bergsdóttur.
Sara Jakobsdóttir og Hálfdán Pedersen mættu á frumsýninguna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.