Lífið

Hot Spring er komið í loftið

Engilbert Hafsteinssyni, framkvæmdastjóri D3 sem á og rekur Tonlist.is og Icelandicmusic.com og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs og viðskiptaþróunar Icelandair að skrifa undir samstarfssamning um íslenska tónlist um borð hjá Icelandair og útgáfu á Hot Spring.
Engilbert Hafsteinssyni, framkvæmdastjóri D3 sem á og rekur Tonlist.is og Icelandicmusic.com og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs og viðskiptaþróunar Icelandair að skrifa undir samstarfssamning um íslenska tónlist um borð hjá Icelandair og útgáfu á Hot Spring.

Icelandair í samstarfi við Tonlist.is hefur gefið út geisladiskinn Hot Spring, vol. I, sem inniheldur tónlist íslenskra tónlistarmanna. Icelandair hefur í áratugi stutt við íslenskt tónlistarlíf, til dæmis Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Reykjavík Loftbrú.

Ekki síður er Icelandair stolt af því að leika íslenska tónlist í samstarfi við Tónlist.is í vélum sínum en ástæðan fyrir útgáfu Hot Spring er að farþegar Icelandair spyrja mikið um hvernig sé hægt að nálgast tónlistina sem leikin er í vélunum þegar fólk kemur um borð.

Diskinn verður hægt að fá um borð í vélum Icelandair og í helstu hljómplötuverslunum á Íslandi, auk þess sem hægt er að hlaða honum niður á Tónlist.is og icelandicmusic.com. Þeir sem kaupa diskinn fá einnig 30 daga aðgang að Tónlist.is/ icelandicmusic.com.

Nafnið Hot Spring vísar til náttúrunnar og árstíðanna en þó ekki síður til tónlistarlífsins á Íslandi sem er þekkt út um allan heim sem uppspretta nýrra og spennandi strauma í tónlist.

Hægt er að hlusta á diskinn hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.