Lífið

Vináttan brostin

Jessica Simpson og Ken Paves hafa ekki átt góða vinastund í langan tíma. 
nordicphotos/getty
Jessica Simpson og Ken Paves hafa ekki átt góða vinastund í langan tíma. nordicphotos/getty
Vinskapurinn milli söngkonunnar Jessicu Simpson og hárgreiðslumannsins Kens Paves hefur runnið sitt skeið ef marka má sögusagnir vestan hafs.

Simpson og Paves voru óaðskiljanleg í langan tíma en hafa ekki talast við frá því að Simpson fann sér kærasta. „Jessica hafði bara tíma fyrir Ken þegar hún var á lausu. Ef hún átti kærasta þá heyrðist ekkert í henni, ekki fyrr en sambandinu lauk," var haft eftir sameiginlegum vini þeirra.

Í nýlegu viðtali viðurkenndi Paves að hann væri ekki lengur hárgreiðslumaður Simpson en sagði þau enn vini. „Við Jessica höfum verið vinir í tólf ár og vináttan mun ávallt vera til staðar. Ég hef verið mjög upptekinn og hún sömuleiðis þannig að við höfum lítið sést undanfarið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.