Lífið

Harry Potter stjarna vinnualki - myndir

Emma Watson. MYNDIR/Cover Media
Emma Watson. MYNDIR/Cover Media

Breska leikkonan Emma Watson, 20 ára, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni vill skemmta sér í meira mæli og njóta lífsins en hún vinnur eins og skepna þó ung sé að árum.

Harry Potter stjarnan sem stundar nám í enskum bókmenntum viðurkennir að hún vill fjör eins og flest fólk á hennar aldri.

„Ég vil skemmta mér meira eins og aðrir krakkar á mínum aldri. Ég er alltaf að vinna. Ég er vinnualki. Höfuðið á mér þarf á hvíld að halda," sagði hún.

„Einn daginn er ég í tökum og hinn er ég í skólanum. Svo er ég heima og daginn eftir er ég kannski að hanna föt. Það er enginn dagur venjulegur sem ég upplifi. Ég vil lifa eðlilegu lífi og ég vil hafa það gaman."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.