Lífið

Hötuð fyrir megrun

Kelly Osbourne vill meina að stúlkum líki ekki við hana eftir að hún losaði sig við aukakílóin. Fréttablaðið/getty
Kelly Osbourne vill meina að stúlkum líki ekki við hana eftir að hún losaði sig við aukakílóin. Fréttablaðið/getty
Rokkaradóttirin Kelly Osbourne segist finna fyrir meiri andúð í sinn garð frá kynsystrum eftir að hún grenntist um 22 kíló. Osbourne vill meina að stelpur hafi hætt að finnast hún skemmtileg og líti nú á hana sem keppinaut. „Þær stelpur sem vanalega heilsuðu mér eru hættar því núna," segir Osbourne í viðtali við netmiðla vestanhafs.

Osbourne segir jafnframt að sér þyki nýtt útlit sitt ennþá framandi og að hún eigi eftir að venjast því að geta farið í þrönga kjóla án þess að vera á innsoginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.