Fleiri fréttir

Sölvi í loftið á Skjá einum

Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason byrjar með nýjan þátt á Skjá einum á laugardaginn. Þátturinn sem ber heitið Spjallið með Sölva verður klukkustíma langur og verður bæði á léttu nótunum og þeim alvarlegri að sögn Sölva. „Það fer bara allt eftir viðmælendunum.“ Fyrstu gestir þáttarins verða Guðni Ágústsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma.

Ingó er algjört sjarmatröll - myndir

„Það var mjög þægilegt að vinna með Ingó enda er hann mjög afslöppuð týpa og er ekkert að stressa sig á hlutunum," segir Jóhanna.

Athafnamenn opna nýjan vínbar

Garðar Kjartansson veitingamaður, oft kenndur við NASA og Apotekið hefur ásamt Andrési Pétri og Sveini Eyland fest kaup á rekstri veitingarstaðarins að Pósthússtræti 13, áður Red Chilli, sem er staðsett við hlið Hótel Borg. Athafnamennirnir þrír stefna að því að opna glæsilegan vínbar með léttum réttum aðra helgi fyrir hinn svokallaða 30 + hópinn, en það er fólk sem komið er á fertugsaldurinn.

Í háloftunum á konudaginn

Sigríður Klingenberg flýgur á konudaginn til London í þeim tilgangi að gefa farþegum Iceland Express töfrasteina. „Ég flýg með Iceland Express til London á konudaginn þar sem ég gef íslenska steina sem ég er sérstaklega búin að blessa af gamalli hefð með þremur tegundum af jurtum." „Þá nota ég blóðberg og fjallagrös sem hafa mikinn mátt því þau lifa svo vel af allt. Þau hafa alveg svaðalegan lífskraft," segir Sigríður Klingenberg aðspurð hvaða steina hún mun gefa farþegum.

Svindlað á Sushi - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Friðriku Geirsdóttur sem eldaði sushi fyrir áhorfendur Stöðvar 2 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag.

Íslensku tónlistarverðlaunin: Sigur Rós höfundar ársins

Hljómsveitin Sigur Rós hlaut fyrir stundu nafnbótina höfundur ársins á íslensku tónlistarverðlaunum sem fara fram í beinni útsendingu á Rúv. Það var hljómsveitin dr. Spock sem hóf kvöldið en Valgeir Guðjónsson er kynnir.

Api hrækir á Gillzenegger - myndband

Meðfylgjandi má sjá myndskeið sem tekið var í Portúgal af Agli Einarssyni, sem kallar sig Störe eða Gillzenegger. Egill var staddur á pókermóti með íslenska pókerlandsliðinu og í dýragarði eins og myndbandið sýnir. „Landsliðið var óheppið og datt út," segir Egill meðal annars. Á myndbandinu má greinilega sjá þegar apaungi hrækir á Gillzenegger.

Friðrika fersk í sjónvarpið á ný

„Léttir réttir Rikku" nefnist spennandi nýjung sem verður á dagskrá í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á hverjum miðvikudegi. Vísir hafði samband við matgæðinginn Friðriku Geirsdóttur sem mun matreiða ljúffenga rétti í eldhúsinu á heimili sínu fyrir áhorfendur Stöðvar 2 á auðveldan máta. „Ég ætla að vera með innslög þar sem ég ætla að elda spennandi og bragðgóða rétti alltaf á miðvikudögum," svarar Friðrika aðspurð út í matseðil kvöldsins.

Undirbýr sig fyrir Playboy-tökuna

„Það gengur mjög vel. Ég er að fara í töku hjá ljósmyndara sem heitir Toni Miret," svarar Ornella Thelmudóttir fyrirsæta sem er stödd í Barcelóna þegar Vísir spyr hana frétta. „Hann hefur myndað fyrir Gucci, Aramani, Nina Ricci og unnið með Elite skrifstofunni í einhvern tíma. Hann er ljósmyndari og fatahönnuður." „Það er fátt betra en að geta setið fyrir hjá svona stórum manni þegar maður er módel," segir Ornella. „Allavega þá gengur allt mjög vel miðað við að ég er nánast nýkomin út."

Jóhanna Guðrún var óróleg sem barn - myndband

„Hún hefur alltaf verið voða glöð og gaman að vera í kringum hana, segir móðir Jóhönnu, Margrét Steindórsdóttir, sem huggaði dóttur sína þegar hún var óróleg sem barn með því að syngja fyrir hana. „Svolítið frek," segir bróðir hennar Steindór Arnar Jónsson þegar hann lýsir systur sinni í meðfylgjandi viðtali í Ísland í dag.

Leikverk um Bólu-Hjálmar

Í kvöld verður aukasýning á verkinu Brunað gegnum Bólu-Hjálmar á vegum Stoppleikhópsins í Leikhúsinu í Funalind 2 í Kópavogi. Verkið er nýtt af nálinni en höfundar eru þeir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið byggist á lífi og ljóðum Hjálmars Jónssonar sem kenndur er við Bólu. Sýningin hefst kl. 20.00.

Góði dátinn Svejk til bjargar

„Á tímum sem þessum er mikilvægt að rifja upp fílósófíu Svejks, hið fádæma æðruleysi hans en hann lætur sér fátt um finnast hvað sem á dynur," segir Davíð Ingason lyfjafræðingur.

Friðrika fersk í sjónvarpið á ný

„Léttir réttir Rikku" nefnist spennandi nýjung sem verður á dagskrá í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag öll miðvikudagskvöld fyrir áhorfendur Stöðvar 2.

Rúmlega þúsund vilja náða Birgi Pál

Rúmlega þúsund manns hafa skráð sig á Facebooksíðu til stuðnings Birgi Páli sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í Færeyjum. Mál Birgis Páls hefur töluvert verið í umræðunni upp á síðkastið og í viðtali við Kastljósið í síðustu viku sagðist Birgir ætla að fara fram á náðun en hann afplánar nú dóm sinn á Litla Hrauni.

María minnist Rúnars - myndband

María Baldursdóttir var með tónlistarmanninum Rúnari Júlíussyni sem lést í lok síðasta árs í 46 ár en var gift honum í 2 ár. „Ég var viss að hann myndi ekki ná sér í aðra gellu," segir María meðal annars í einlægu viðtali við Ísland í dag. María stefnir að því að halda minningartónleika um Rúnar heitinn á afmælisdaginn hans 13. apríl næstkomandi.

Síðasti sjéns að kjósa uppáhaldið

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 15. skipti við hátíðlega athöfn í sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins á morgun, miðvikudag. Lesendum Vísis gefst kostur á að tilnefna sinn uppáhalds flytjanda í kosningu sem hefur staðið yfir síðan í desember 2008. Vinsælasti flytjandinn að mati lesenda Vísis verður verðlaunaður annaðkvöld og fær nafnbótina „Vinsælasti flytjandinn að mati almennings“. Kjóstu hér.

Mun ekki endast ævina til að biðja alla afsökunar

Annþór Kristján Karlsson er þrjátíu og þriggja ára gamall og segist vera með meistarapróf í glæpum. Hann afplánar nú dóm fyrir fíkniefnainnflutning á Litla-Hrauni en segist breyttur maður. Hann lærir spænsku og ætlar að flytja til Spánar að afplánun lokinni. Annþór segist ekki endast ævin til þess að biðja alla þá sem hann hafi brotið á afsökunar en hann var í viðtali við Ísland í dag í kvöld.

Íslendingar gera góðverk!

Segja má að átakið Góðverk dagsins fari vel af stað. Um er að ræða átak sem er í gangi alla vikuna og endar á Góðverkadeginum á föstudag. Benjamín Axel Árnason verkefnastjóri er ánægður með undirtektirnar en með átakinu er verið að útvíkka aldagamla hefð skáta um að gera eitt góðverk á dag. Hann segir mörg fyrirtæki hafa tekið þátt í átakinu en sjá má fjöldann allan af góðverkum inn á heimasíðu átaksins.

Baksviðs á Júróvisjón - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var mikið um að vera hjá keppendum, þáttastjórnendum og lagahöfundum baksviðs í RUV í Efstaleiti á laugardagskvöldið þar sem úrslitakeppni um Júróvisjónframlag Íslendinga í ár. Á meðfylgjandi myndum, sem Íris Guðmundsdóttir tók má meðal annars sjá Evu Maríu Jónsdóttiur, Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Pál Óskar Hjálmtýsson, Edgar Smára Atlason, Kaju Halldórsdóttur, Guðbjörgu Magnúsdóttur, Hannes Friðbjarnason, Friðrik Ómar og fleiri

Skuggalega líkt Undir Regnbogann - myndband

Myndbandið Scared of Height í flutningi norska söngvarans Espen Lind fer um internet landsmanna eins og eldur í sinu sökum þess hve lag Hallgríms Óskarssonar, Undir regnbogann, í flutningu Ingólfs Þórarinsssonar er nauðalíkt norska laginu, bæði í framsetningu og svo eru hljóðfærin sem notuð eru þau sömu. Meðfylgjandi má sjá og heyra norska lagið hér og hér.

Jóhanna Guðrún: Komin með nóg af stílistum

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng sig inn í hjörtu Íslendinga þegar hún for með sigur af hólmi í símakosningu í úrslitakeppni Júróvisjón um helgina með Lagið Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson. „Takk fyrir það," svarar Jóhanna Guðrún þegar Vísir óskar henni til hamingju með sigurinn. Áttirðu von á því að sigra? „Nei alls ekki en ég leyfði mér að vona það. Einhvern veginn þorði maður ekki að búast við að vinna." Aðspurð út í kjólana sem hún klæddist í keppninni og andlitsförðunina segir Jóhanna: „Elín Reynisdóttir farðaði mig i fyrsta þættinum og Fríða María á laugardaginn."

Leita að dönsurum

Hljómsveitin Dynamo Fog leitar nú logandi ljósi að framtíðardönsurum til að stíga þokkafullan dans á tónleikum sínum. „Frá því að við byrjuðum að koma fram síðasta haust höfum við verið með dansara með okkur á tónleikum og núna vantar okkur nýja dansara,“ segir bassaleikarinn Axel Árnason.

Handsnyrting og brúnkumeðferð eru á undanhaldi

„Ég hugsa að þetta sé tíma­bundin minnkun í aðsókn í handsnyrtingu, þetta kemur aftur. Konu sem fer í handsnyrtingu líður svo miklu betur með sjálfa sig,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins virðist sem aðsókn í handsnyrtingu og brúnkumeðferð hafi minnkað eftir hrun bankanna. Þær upplýsingar fengust hjá snyrtistofunum Laugum Spa, Helenu fögru, Snyrtistofu Ágústu og Nordica spa að konur létu lengra líða á milli vinsælustu meðferðanna, svo sem augnabrúnaplokkunar og fótleggjavax, og dýr andlitsböð og lúxusmeðferðir eru ekki eins vinsæl og áður. Ekki hefði viðskiptavinum fækkað sem vildu vaxmeðferð á fótleggi og plokka augabrúnir heldur reyndu konur að bíða lengur en áður með vaxið. Færri kæmu hins vegar og vildu láta sprauta líkamann í brúnum tónum eða láta setja á sig gervi­neglur.

Nú vilja allir Íslendingar elda sjálfir

„Já, þetta er merkilega mikið. Bara í janúar og til 12. febrúar eru seldar 2.383 matreiðslubækur. Af fimmtán mest seldu bókum almenna listans eru sex matreiðslubækur," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Sé samband milli sölu matreiðslubóka og hve miklum tíma þjóðin eyðir í eldhúsinu heima hjá sér virðist sem landinn dvelji þar bróðurpart úr degi þessar vikurnar. Annað en í góðærinu þegar margir vildu borða eins oft úti og hægt var. „Aukningin er 54 prósent, frá því í desember, í sölu á matreiðslubókum. Silfurskeiðin, bók Nönnu Rögnvaldardóttur, trónir efst og Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur kemur sterk inn. Það er svo líka kannski að sýna þankaganginn sem er í gangi að bókin Lærum að baka brauð er í öðru sæti listans," segir Bryndís.

Biðlisti á sýningu Kynjakatta

„Áhuginn virðist vera aukast. Við höfum aldrei haft svona marga ketti skráða á sýninguna,“ segir Ása Björg Ásgeirsdóttir, sýningarstjóri á kattasýningu Kynjakatta. Fullt er orðið á sýninguna sem haldin verður helgina 14.-15. mars. Alls hafa 120 kettir verið skráðir til leiks nú þegar, sem er óvenjulega snemma.

Allan sóma stunda ber

Frumsýning á sviðsetningu Selmu Björnsdóttur á Kardemommubænum er á laugardag. Nær uppselt er á fjörutíu sýningar og verður þetta vinsæla verk Torbjörns Egner sýnt fyrir fullu húsi allt þar til leikarar Þjóðleikhússins fara í sumarleyfi. Uppselt er á þrjár forsýningar í þessari viku og nýttu margir sér tilboð Þjóðleikhússins til atvinnulausra en stofnunin hefur nú gefið út svokölluð samstöðukort sem veita atvinnulausum kost á ókeypis aðgangi að sýningum Þjóðleikhússins. Kristrún Heiða Hauksdóttir segir kortin hafa flogið út og hafi móttökur verið afar góðar. Margir úr hópi þeira sem misst hafa vinnu nýttu sér tilboð á forsýningar á Kardemommubænum.

Perúsk mynd vann Gullbjörnin

Kvikmynd perúska leikstjórans Claudia Llosa hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær. Myndin - La Teta Asustada - segir frá konum sem þurftu þola misnotkun á tímum harðstjórnarinnar í Perú.

Ragnheiður bæjarlistamaður Seltjarnarness

Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni bæjarins. Ragnheiður sagðist vera bæði þakklát og snortin og taka við viðurkenningunni með miklu stolti. Hún gladdi síðan gesti með stuttu atriði úr ,,Sem yður þóknast” eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og upplestri úr ,,Brekkukotsannál” eftir Halldór Laxness. Þá söng hún ásamt Felixi Bergsyni nokkur lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar.

Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times.

Kevin Costner pabbi í fimmta sinn

Leikarinn Kevin Costner, 54 ára, og eiginkona hans Christine Baumqartner, 34 ára, eignuðust sitt annað barn, dreng, sem nefndur hefur verið Hayes Logan Costner. Fyrir eiga þau 21 mánaða gamlan son, Cayeden Costner. Kevin er fimm barna faðir en hann eignaðist þrjú börn í fyrra hjónabandi.

Gefur ókunnu barni brjóst - myndband

Leikkonan Salma Hayek, 42 ára, sem er enn með eins árs dóttur sína á brjósti, var stödd í Afríku á dögunum. Í meðfylgjandi fréttaskeiði abc News má sjá Sölmu gefa veikum vikugömlum afrískum dreng mjólk úr brjóstum sínum til að vekja athygli á því að gott er að gefa. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri að svíkja dóttur mína með því að gefa öðru barni mjólk," segir Selma meðal annars sjónvarpsviðtalinu sem sjá mér hér.

Þegar ég dett í froðudiskóið verð ég kolvitlaus

„Ég er bara staddur á kasinóinu núna, var að klára nudd og sánuna og er að róa mig aðeins niður fyrir mótið. Það er mjög mikilvægt að vera afslappaður, svarar Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sem er staddur í Lissabon ásamt Audda þar sem þeir keppa fyrir Íslands hönd á pókermóti. „Landsliðið hittist áðan yfir hádegismat þar sem farið yfir allt fyrir mótið sem stendur yfir í þrjá daga," segir Egill.

Geirmundur á 101-þorrablóti

Hið árlega þorrablót Sindra og Stjúra verður haldið á Prikinu í kvöld fyrir luktum dyrum. Blótið, sem kallast Lopapeysan, byrjar á frumsömdu leikriti og eftir það verður snæddur þorramatur undir harmonikkuleik Reynis Jónassonar. Sjálfur Geirmundur Valtýsson treður síðan upp og heldur uppi alvöru þorrastemningu.

Guffi bílasali stefnir ótrauður á þing

„Hverjum geturðu treyst ef þú getur ekki treyst bílasalanum þínum?“ er slagorð Guðfinns Halldórssonar – Guffa bílasala – í komandi kosningabaráttu. Maðurinn á bak við slagorðið: Frúin hlær í betri bíl!, Guffi, ætlar fram í komandi alþingiskosningum. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjálfsögðu og stefnir á framboð í Reykjavík.

Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna

"Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við "minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.

Grænlenskt reggí til Íslands

Tónleikar grænlensku reggí-poppsveitarinnar Liima Inui verða lokaatriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á laugardagskvöld. Hljómsveitin þykir sérlega athyglisverð á sviði og er þekkt fyrir að ná upp magnaðri stemningu á tónleikum.

Rokkdúett kveður Conan

Rokkdúettinn The White Stripes fær þann heiður að verða síðasta hljómsveitin til að spila í kvöldþætti Conans O"Brien áður en hann hættir göngu sinni 20. febrúar. Í framhaldinu mun Conan taka við þætti Jay Leno, Tonight Show.

Gerði tónlist fyrir humarsúpu

Tónlistarmaðurinn 7oi fékk óvænta kynningu á veitinga­húsum í Japan. Ný plata með tónlistarmanninum 7oi (Jóhann Friðgeir Jóhannsson), Don’t Push The Rocks In My Face, er komin út. Þetta er fimmta platan hans, en hinar voru heimabrugg sem vöktu athygli í ýmsum afkimum.

Gefa út fjóra diska

Plötusnúðarnir B-Ruff og Gísli Galdur hafa ákveðið að gefa út fjóra mix-diska með tveggja mánaða millibili. Veglegt partí fylgir hverri útgáfu sem verður haldið í höfuðstöðvum verslunarinnar Kronkron.

Fjölbreyttir tónleikar

Hljómsveitin Reykjavík! efnir til útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld til að kynna plötuna The Blood sem kom út fyrir jólin. Áður en rokkararnir stíga á svið mun Bergur Ebbi Benediktsson úr Sprengjuhöllinni flytja prósakennda útleggingu á verkum Reykjavíkur! og eftir það spilar ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost. Í hléi flytur Mr. Silla verkið Æji, plís og listakonurnar Inga María Brynjarsdóttir og Hrund Atladóttir frumflytja vídeóverk sitt. Arnljótur Sigurðsson kemur einnig fram. Norræna húsið opnar klukkan 23.30 og lýkur tónleikunum klukkan tvö.

Á föstu með stærðfræðikennara

Hef lést um 9 kíló síðan 5. janúar. Nei ég er ekki að djóka," segir færeyski söngvarinn Jógvan Hansen, 30 ára, þegar Vísir spyr hvernig undirbúningurinn fyrir úrslitakeppni Júróvision sem fram fer næsta laugardag hefur gengið. Já ég var spikfeitur þegar ég var krakki. Ég er fæddur á bóndagarði og alinn upp við að borða vel. Fituna á kjötinu og allt þetta góða."

Jóhanna er frambærileg kona

„Nei ég hef ekki verið að þrýsta á hana. En það hafa ýmsir komið að máli við mig og ég hef bent þeim á að tala við hana sjálfa. Hún hefur ekki gefið eitt eða neitt upp í þeim efnum," svarar Vilhjálmur.

Barði gestur Betri stofunnar

Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson verður gestur Ragnhildar Magnúsdóttur í „Betri stofu“ Bylgjunnar annað kvöld. Ragnhildur og Barði munu meðal annars ræða hlusta á lög af plötunum Bang Gang, Haxan og Lady and Bird.

Sjá næstu 50 fréttir