Fleiri fréttir Nýr kvartett spilar í dag Háskólatónleikar hafa um langan aldur sett svip sinn á stærsta vinnustað landsins. Þeir eru í skjóli Norræna hússins enda salurinn þar vel hentugur til minni tónleika. 11.2.2009 06:00 KK með endurvöktum Sextett Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu,“ segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei“, „Þú ert minn súkkulaðiís“ og „Undarlegt með unga menn“, sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. 11.2.2009 05:30 Spilar fyrir milljónir Þjóðverja Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. 11.2.2009 04:00 Byrjuð saman á ný Leikkonan Kate Hudson, 29 ára, eyddi sunnudeginum ásamt syni sínum Ryder, 5 ára, á heimili Owen Wilson, 40 ára, á Malibu. Þau byrjuðu saman í annað sinn eftir erfið sambandsslit árið 2007 og sjálfsmorðstilraun Owen í kjölfarið. Kate byrjaði þá að vera með hjólakappanum Lance Armstrong og hætti með honum nokkrum mánuðum síðar. 10.2.2009 09:56 EGÓ rokkar Davíð út úr Seðlabankanum Hljómsveitin EGÓ kemur saman fyrir utan Seðlabankann klukkan níu í fyrramálið og hyggst „rokka Davíð Oddsson í burtu!“ EGÓ var ein ástsælasta hljómsveit landsins í upphafi níunda áratugarins. 9.2.2009 20:25 Bale hraunar yfir ljósamann Leikarinn Christian Bale er nú við upptökur á kvikmyndinni Terminator 4 og virðist ekki alveg vera í jafnvægi ef marka má nýjustu fréttir af setti. Í hljóðupptöku sem finna má á youtbe vefnum má heyra Bale hreinlega missa sig yfir ljósamann. 9.2.2009 15:31 Hafnar ásökunum um nám í klækjafræði og siðleysi „Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". 9.2.2009 14:18 Þorgerður Katrín setur húsið á sölu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason hafa sett húsið sitt á sölu við Tjarnabraut í Hafnarfirði. Húsinu er lýst sem sérlega glæsilegu og virðulegu steinhúsi á þremur hæðum við Tjörnina í Hafnarfirði og í göngu færi við miðbæinn, skóla og þjónustu. Um er að ræða 5 herbergja 258 fermetra einbýlishús. Söluverðið er 74.500.000.- krónur en það hvíla 3.400.000.- á eigninni. Bæði Þorgerður og Kristján eru skráð fyrir húsinu. 9.2.2009 12:27 Metallica meðal stóru nafnanna á Sonisphere Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. 9.2.2009 08:13 Slumdog Millionaire með 11 verðlaun á BAFTA Besta leikstjórn, besta handritið og besta myndin var meðal þess sem kvikmynd Dannys Boyle, Slumdog Millionaire, eða Viltu vinna milljarð, hlaut verðlaun fyrir á BAFTA-hátíðinni um helgina en þar velur breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían þau stykki sem að hennar mati hafa skarað fram úr á skjá og tjaldi. 9.2.2009 07:29 Kreppan laskar stórafmæli FM „Kreppan hefur alveg svakaleg áhrif, en við verðum bara að halda sjoppunni gangandi og sníða stakk eftir vexti,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, Svali á FM. Stöðin verður tuttugu ára í sumar og Svali er elsti starfsmaðurinn, hefur verið með í 18 ár. Þegar stöðin hélt upp á tíu ára afmælið árið 1999 var öllu tjaldað til, Garbage, East 17 og fleiri bönd spiluðu í Laugardalshöll, en fyrst áttu tónleikarnir að fara fram á þaki Faxaskálans. 9.2.2009 05:00 Ráðherrar VG ætla að virkja fæturna Þegar fjórir nýir Vinstri grænir ráðherrar settust í ylvolga stólana fylgdu ráðherrabílar og einkabílstjórar með. Ráðherrarnir ætla allir að nýta sér fríðindin en með mismunandi hætti þó. Göngutúrar eru þeim ofarlega í huga. 9.2.2009 04:00 Semur dansa fyrir Eurovision Danshöfundurinn Stella Rósenkranz er í óða önn að undirbúa upphafsatriðið í Eurovision um næstu helgi. Mikið verður lagt í það enda koma þar fram Eurovision-stjörnurnar Friðrik Ómar og Regína Ósk. 9.2.2009 03:00 Framleiðir leikrit með Titanic-stjörnu í Los Angeles Leikverkið Sexy Laundry er tilnefnt til þriggja verðlauna hjá tímaritinu LA Weekly en það þykja virtustu leikhúsverðlaunin í Englaborginni. Einn framleiðandi verksins er Íslendingurinn Óskar Eiríksson og hann var að vonum ákaflega glaður yfir þessum fréttum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta eru víst stærstu verðlaunin í borginni þótt þau telji lítið á ameríska vísu,“ segir Óskar og er þar að vísa meðal annars til Tony-verðlaunanna sem eru hálfgerð Óskarsverðlaun fyrir bandarískt leikhúsfólk. Í LA er þó urmullinn allur af leikhúsum og þar er mjög blómlegt leikhúslíf þótt allra augu beinist að sjálfsögðu að kvikmyndaframleiðslunni í Hollywood. Sexy Laundry er tilnefnt sem besti einleikurinn, besti leikstjóri einleiks og besta leikmyndin. 9.2.2009 02:30 Jude Law leikur klæðskipting Sjarmatröllið Jude Law leikur klæðskipting á korseletti í nýjustu mynd sinni sem er eingöngu byggð upp á viðtölum. Myndin sem ber titilinn Rage verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni á sunnudag. Myndin kostaði innan við eina milljón bandaríkjadala, eða 112 milljónir íslenskra króna, í framleiðslu þrátt fyrir að með helstu hlutverk fari Jude Law, Judi Dench, Steve Buscemi og fyrirsætan Lily Cole. 8.2.2009 20:47 Claire Danes gengur í hnapphelduna Claire Danes og kærastinn Hugh Dancy hafa ákveðið að ganga í hnapphelduna, eftir því sem tímaritið People fullyrðir. Hin 29 ára gamla Danes hitti Dancy, sem er fjórum árum eldri en hún, við tökur á myndinni Evening in Newport og er liðið eitt ár síðan að þau fóru að rugla reytum saman. Þau opinberuðu ást sína á dögunum. 8.2.2009 13:40 Háskólinn á Bifröst brautskráði nemendur í dag Sjötíu og tveir nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Bifröst í dag. 7.2.2009 16:42 Aniston verður ófrísk Nýjasta kvikmynd Jennifer Aniston heitir The Baster og verður mótleikari hennar sjarmatröllið Jason Bateman. Í myndinni leikur Bateman óöruggan og taugastrekktann mann sem kemst að því að vinkona hans, sem Jennifer leikur, ætlar að nýta sér gjafasæði til þess að verða ófrísk. 7.2.2009 14:05 Rock spilar fyrir Kronik Um fimmtán ár eru liðin síðan hip hop-þátturinn Kronik fór fyrst í loftið og af því tilefni verður slegið til veislu á Tunglinu 28. febrúar. Taktsmiðurinn Pete Rock stígur þar á svið en hann á langan feril að baki í hip hop-bransanum. Rock kom fyrst fram á sjónar-sviðið ásamt félaga sínum CL Smooth og 7.2.2009 06:00 Góðir möguleikar á Grammy Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. 7.2.2009 05:00 Fjallabræður sigla til Færeyja Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. 7.2.2009 03:30 Segir Prinsinn vera leggangasegul Egill Einarsson betur þekktur sem Störe segist mjög glaður með þær fréttir að knattspyrnumaðurinn Prince Rajcomar sé búinn að skrifa undir hjá KR. Egill og Prince eru mjög góðir vinir eftir að sá síðarnefndi lék með Breiðabliki í Landsbankadeildinni. Egill sem er gallharður bliki er smá súr með að Prinsinn sé kominn í KR og varar eiginmenn í Vesturbænum við kappanum sem hann segir vera leggangasegul. 6.2.2009 15:11 Guðjón Bergmann breytir um nafn Fyrirtækið Hanuman ehf. var stofnað árið 2004 í kringum starfsemi Guðjóns Bergmann, rithöfundar, fyrirlesara og jógakennara og nefnt í höfuðið á goði úr indverski goðafræði sem táknar hreysti, útsjónarsemi, kraft og orku. 6.2.2009 13:45 Ríkisstjórnin gæddi sér á köku ársins Stefán Hrafn Sigfússon, verðlaunahafi í keppninni um Köku ársins 2009 afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, eintak af kökunni í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Jóhann Felixson, formaður Landssambands bakarameistara en betur þekktur sem bakarameistarinn Jói Fel, óskaði forsætisráðherra velfarnaðar í starfi. Kakan var síðan borin fram á ríkisstjórnarfundi. 6.2.2009 13:39 Tók hvorki myntkörfu-, bílalán né yfirdrátt „Hjá mér hefur lífið lítið breyst í kreppunni til allrar Guðslukku," svarar Helga Möller söngkona aðspurð hvernig hún tekst á við íslenskar aðstæður í dag. „Ég er ennþá flugfreyja hjá Icelandair og söngkona þess á milli ásamt því að vera fararstjóri í golfferðum fyrir Peter Salmon en að sjálfsögðu finnur maður fyrir hækkandi húsnæðislánum og hækkandi matarverði og öðrum hækkunum." „Ég var allavega mjög heppin að vera búin að venja mig af allskonar óráðsíu. Ég er ekki með bílalán, myntkörfulán eða yfirdrátt. Það eru nokkur ár síðan ég ákvað að snúa þessu við og hefur aldrei liðið betur." „Núna á ég bara fyrir því sem ég er að gera eða bíð þar til ég hef efni á því og svo er annað að maður hefur nú stundum gott af þvi að staldra við og spyrja sig hvort maður vikilega þurfi á þessu og hinu að halda. Svarið er venjulegast nei," segir Helga. 6.2.2009 11:45 Papar neyddir til nafnabreytingar „Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi,“ segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. 6.2.2009 08:00 Þurfti að gefa Idol-drauminn upp á bátinn „Ég átti ekki annarra kosta völ,“ segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig,“ bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. 6.2.2009 06:00 Stefán bakaði köku ársins Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, bakaði köku ársins 2009. Landssamband bakarameistara stendur bakvið þessa árlegu 5.2.2009 20:40 Tengdapabbi Gwyneth sár - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá sjónvarpsviðtal þáttastjórnandans Jonathan Ross við leikkonuna Gwyneth Paltrow. Þar svarar Jonathan eftir að Gwyneth spyr hvort hann er að reyna við sig. Svarið fór fyrir brjóstið á tengdapabba leikkonunnar sem í kjölfarið sendi frá sér fréttatilkynningu um að Johathan hafi móðgað hana og tengdapabba. 5.2.2009 13:35 Lyftuvörður fer með ljóð fyrir skíðagesti „Þetta mælist svo vel fyrir að fólk er farið að rukka mig um ljóðin," segir Ísleifur Friðriksson, lyftuvörður í Bláfjöllum sem hefur tekið upp á þeirri nýlundu að lesa ljóð fyrir gesti í röðinni að stólalyftunni. Kveðskapurinn, sem er lesinn upp í frostinu, er jafn fjölbreyttur og hann er margur - Ísleifur les allt frá Passíusálmunum yfir í eigin kveðskap. 5.2.2009 11:08 Skoðaði Playboy 10 ára - myndband „Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var pínulítil. Ég skoðaði Playboy þegar ég var tíu ára," segir Ornella meðal annars í viðtali við Ísland í dag. „Ég byrjaði bara í þessu þegar ég var 15 ára en ekkert alvarlega mikið. Árið 2007 byrjaði ég að fara út og vann í Bandaríkjunum og kynntist þessu liðið. Þar er alls konar lið að vinna í kringum þetta," segir Ornella. 5.2.2009 09:49 Popplandsliðið minnist Rúnars Synir Rúnars Júlíussonar skipuleggja nú stórtónleika í Laugardalshöll þar sem íslenska popplandsliðinu mun minnast fallins félaga. Lögin sem Rúnar söng verða flutt af stjörnum eins og Páli Óskari, KK og Björgvini Halldórssyni og hljómsveitum eins og Sálinni hans Jóns míns og Hjálmum. 5.2.2009 08:00 Gleðigjafar mannfólksins Þrjár hundamyndir verða frumsýndar hérlendis á næstunni og verður gaman að sjá hvort Íslendingar séu jafnspenntir fyrir þessum loðnu ferfætlingum og bandarísku kvikmyndagestirnir voru. 5.2.2009 08:00 Morrissey átti að herma eftir Sigur Rós Tónlistarmaðurinn Morrissey situr ásamt hljómsveit sinni nakinn fyrir innan í umslagi nýjustu smáskífu sinnar, I"m Throwing My Arms Around Paris. 5.2.2009 07:00 Al Pacino til liðs við Shakespeare Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. 5.2.2009 06:00 Tvær með átján tilnefningar The Curious Case of Benjamin Button og The Reader státa samanlagt af átján Óskarstilnefningum, þar á meðal sem besta kvikmyndin og besti leikstjórinn. Þær verða báðar frumsýndar á morgun auk gamanmyndarinnar Bride Wars. 5.2.2009 06:00 Syngur eigið lag í Sesame Breski grínistinn Ricky Gervais ætlar að koma fram í bandaríska barnaþættinum Sesame Street. Í þættinum, sem verður tekinn upp í New York í næsta mánuði, mun Gervais syngja eigið lag með hjálp rauða skrímslisins Elmo. 5.2.2009 06:00 Veðurguðirnir enda með plötu „Ég get nú ekki sagt að Idol hafi hjálpað mér mikið. Ég þurfti eiginlega að vinna mig út úr því. Menn komu til mín steinhissa eftir gigg og sögðu: Þetta var helvíti gott hjá þér, varst þú ekki í Idol? Eftir Idol gerðu eiginlega allir þær kröfur til manns að maður væri alveg vonlaus,“ segir Ingó í Veðurguðunum. 5.2.2009 06:00 Skrítnar stelpur á kvikmyndahátíð Listahópurinn Weird Girls Project verður áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival sem verður haldin á Grundafirði í annað sinn í lok febrúar. 5.2.2009 06:00 Gaf út smáskífu í Danmörku Akureyrski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Á henni er Aha-lagið Take on Me og You, sem bæði eru á fyrstu sólóplötu hans Farg. 5.2.2009 06:00 Þrjár mínútur skipta öllu Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. 5.2.2009 06:00 Minningartónleikar um Rúnar Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. 5.2.2009 06:00 Bílstjóri bin Ladens á hvíta tjaldið George Clooney og Adam Sorkin, þekktastur fyrir West Wing-þættina, ætla að gera kvikmynd um hugsanleg réttarhöld yfir bílstjóra Osama bin Laden, Salim Ahmed Hamdan. 5.2.2009 06:00 Dóttir Geirs vonar að allt fari vel „Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda. 4.2.2009 16:05 Keppum ekki til að drulla á okkur „Við tókum frí um helgina og erum að byrja að æfa atriðið á fullu því við ætlum að gera það flottara og betra," svarar Hildur Magnúsdóttir söngkona í stelpnahljómsveitinni Elektru sem komst í úrslit Júróvisjón með lagið Got no love eftir Örlyg Smára. „Ég og Rakel hringdum í stelpurnar í bandinu. Það voru ekki margar stelpur sem við vissum um á Íslandi sem væru að spila. Júróvisjón varð til þess. Við vorum alltaf með þessa hugmynd í kollinum. Og þær tóku allar vel í þetta," segir Hildur aðspurð hvernig bandið varð til. 4.2.2009 13:10 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr kvartett spilar í dag Háskólatónleikar hafa um langan aldur sett svip sinn á stærsta vinnustað landsins. Þeir eru í skjóli Norræna hússins enda salurinn þar vel hentugur til minni tónleika. 11.2.2009 06:00
KK með endurvöktum Sextett Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu,“ segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei“, „Þú ert minn súkkulaðiís“ og „Undarlegt með unga menn“, sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. 11.2.2009 05:30
Spilar fyrir milljónir Þjóðverja Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. 11.2.2009 04:00
Byrjuð saman á ný Leikkonan Kate Hudson, 29 ára, eyddi sunnudeginum ásamt syni sínum Ryder, 5 ára, á heimili Owen Wilson, 40 ára, á Malibu. Þau byrjuðu saman í annað sinn eftir erfið sambandsslit árið 2007 og sjálfsmorðstilraun Owen í kjölfarið. Kate byrjaði þá að vera með hjólakappanum Lance Armstrong og hætti með honum nokkrum mánuðum síðar. 10.2.2009 09:56
EGÓ rokkar Davíð út úr Seðlabankanum Hljómsveitin EGÓ kemur saman fyrir utan Seðlabankann klukkan níu í fyrramálið og hyggst „rokka Davíð Oddsson í burtu!“ EGÓ var ein ástsælasta hljómsveit landsins í upphafi níunda áratugarins. 9.2.2009 20:25
Bale hraunar yfir ljósamann Leikarinn Christian Bale er nú við upptökur á kvikmyndinni Terminator 4 og virðist ekki alveg vera í jafnvægi ef marka má nýjustu fréttir af setti. Í hljóðupptöku sem finna má á youtbe vefnum má heyra Bale hreinlega missa sig yfir ljósamann. 9.2.2009 15:31
Hafnar ásökunum um nám í klækjafræði og siðleysi „Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". 9.2.2009 14:18
Þorgerður Katrín setur húsið á sölu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason hafa sett húsið sitt á sölu við Tjarnabraut í Hafnarfirði. Húsinu er lýst sem sérlega glæsilegu og virðulegu steinhúsi á þremur hæðum við Tjörnina í Hafnarfirði og í göngu færi við miðbæinn, skóla og þjónustu. Um er að ræða 5 herbergja 258 fermetra einbýlishús. Söluverðið er 74.500.000.- krónur en það hvíla 3.400.000.- á eigninni. Bæði Þorgerður og Kristján eru skráð fyrir húsinu. 9.2.2009 12:27
Metallica meðal stóru nafnanna á Sonisphere Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. 9.2.2009 08:13
Slumdog Millionaire með 11 verðlaun á BAFTA Besta leikstjórn, besta handritið og besta myndin var meðal þess sem kvikmynd Dannys Boyle, Slumdog Millionaire, eða Viltu vinna milljarð, hlaut verðlaun fyrir á BAFTA-hátíðinni um helgina en þar velur breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían þau stykki sem að hennar mati hafa skarað fram úr á skjá og tjaldi. 9.2.2009 07:29
Kreppan laskar stórafmæli FM „Kreppan hefur alveg svakaleg áhrif, en við verðum bara að halda sjoppunni gangandi og sníða stakk eftir vexti,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, Svali á FM. Stöðin verður tuttugu ára í sumar og Svali er elsti starfsmaðurinn, hefur verið með í 18 ár. Þegar stöðin hélt upp á tíu ára afmælið árið 1999 var öllu tjaldað til, Garbage, East 17 og fleiri bönd spiluðu í Laugardalshöll, en fyrst áttu tónleikarnir að fara fram á þaki Faxaskálans. 9.2.2009 05:00
Ráðherrar VG ætla að virkja fæturna Þegar fjórir nýir Vinstri grænir ráðherrar settust í ylvolga stólana fylgdu ráðherrabílar og einkabílstjórar með. Ráðherrarnir ætla allir að nýta sér fríðindin en með mismunandi hætti þó. Göngutúrar eru þeim ofarlega í huga. 9.2.2009 04:00
Semur dansa fyrir Eurovision Danshöfundurinn Stella Rósenkranz er í óða önn að undirbúa upphafsatriðið í Eurovision um næstu helgi. Mikið verður lagt í það enda koma þar fram Eurovision-stjörnurnar Friðrik Ómar og Regína Ósk. 9.2.2009 03:00
Framleiðir leikrit með Titanic-stjörnu í Los Angeles Leikverkið Sexy Laundry er tilnefnt til þriggja verðlauna hjá tímaritinu LA Weekly en það þykja virtustu leikhúsverðlaunin í Englaborginni. Einn framleiðandi verksins er Íslendingurinn Óskar Eiríksson og hann var að vonum ákaflega glaður yfir þessum fréttum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta eru víst stærstu verðlaunin í borginni þótt þau telji lítið á ameríska vísu,“ segir Óskar og er þar að vísa meðal annars til Tony-verðlaunanna sem eru hálfgerð Óskarsverðlaun fyrir bandarískt leikhúsfólk. Í LA er þó urmullinn allur af leikhúsum og þar er mjög blómlegt leikhúslíf þótt allra augu beinist að sjálfsögðu að kvikmyndaframleiðslunni í Hollywood. Sexy Laundry er tilnefnt sem besti einleikurinn, besti leikstjóri einleiks og besta leikmyndin. 9.2.2009 02:30
Jude Law leikur klæðskipting Sjarmatröllið Jude Law leikur klæðskipting á korseletti í nýjustu mynd sinni sem er eingöngu byggð upp á viðtölum. Myndin sem ber titilinn Rage verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni á sunnudag. Myndin kostaði innan við eina milljón bandaríkjadala, eða 112 milljónir íslenskra króna, í framleiðslu þrátt fyrir að með helstu hlutverk fari Jude Law, Judi Dench, Steve Buscemi og fyrirsætan Lily Cole. 8.2.2009 20:47
Claire Danes gengur í hnapphelduna Claire Danes og kærastinn Hugh Dancy hafa ákveðið að ganga í hnapphelduna, eftir því sem tímaritið People fullyrðir. Hin 29 ára gamla Danes hitti Dancy, sem er fjórum árum eldri en hún, við tökur á myndinni Evening in Newport og er liðið eitt ár síðan að þau fóru að rugla reytum saman. Þau opinberuðu ást sína á dögunum. 8.2.2009 13:40
Háskólinn á Bifröst brautskráði nemendur í dag Sjötíu og tveir nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Bifröst í dag. 7.2.2009 16:42
Aniston verður ófrísk Nýjasta kvikmynd Jennifer Aniston heitir The Baster og verður mótleikari hennar sjarmatröllið Jason Bateman. Í myndinni leikur Bateman óöruggan og taugastrekktann mann sem kemst að því að vinkona hans, sem Jennifer leikur, ætlar að nýta sér gjafasæði til þess að verða ófrísk. 7.2.2009 14:05
Rock spilar fyrir Kronik Um fimmtán ár eru liðin síðan hip hop-þátturinn Kronik fór fyrst í loftið og af því tilefni verður slegið til veislu á Tunglinu 28. febrúar. Taktsmiðurinn Pete Rock stígur þar á svið en hann á langan feril að baki í hip hop-bransanum. Rock kom fyrst fram á sjónar-sviðið ásamt félaga sínum CL Smooth og 7.2.2009 06:00
Góðir möguleikar á Grammy Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. 7.2.2009 05:00
Fjallabræður sigla til Færeyja Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. 7.2.2009 03:30
Segir Prinsinn vera leggangasegul Egill Einarsson betur þekktur sem Störe segist mjög glaður með þær fréttir að knattspyrnumaðurinn Prince Rajcomar sé búinn að skrifa undir hjá KR. Egill og Prince eru mjög góðir vinir eftir að sá síðarnefndi lék með Breiðabliki í Landsbankadeildinni. Egill sem er gallharður bliki er smá súr með að Prinsinn sé kominn í KR og varar eiginmenn í Vesturbænum við kappanum sem hann segir vera leggangasegul. 6.2.2009 15:11
Guðjón Bergmann breytir um nafn Fyrirtækið Hanuman ehf. var stofnað árið 2004 í kringum starfsemi Guðjóns Bergmann, rithöfundar, fyrirlesara og jógakennara og nefnt í höfuðið á goði úr indverski goðafræði sem táknar hreysti, útsjónarsemi, kraft og orku. 6.2.2009 13:45
Ríkisstjórnin gæddi sér á köku ársins Stefán Hrafn Sigfússon, verðlaunahafi í keppninni um Köku ársins 2009 afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, eintak af kökunni í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Jóhann Felixson, formaður Landssambands bakarameistara en betur þekktur sem bakarameistarinn Jói Fel, óskaði forsætisráðherra velfarnaðar í starfi. Kakan var síðan borin fram á ríkisstjórnarfundi. 6.2.2009 13:39
Tók hvorki myntkörfu-, bílalán né yfirdrátt „Hjá mér hefur lífið lítið breyst í kreppunni til allrar Guðslukku," svarar Helga Möller söngkona aðspurð hvernig hún tekst á við íslenskar aðstæður í dag. „Ég er ennþá flugfreyja hjá Icelandair og söngkona þess á milli ásamt því að vera fararstjóri í golfferðum fyrir Peter Salmon en að sjálfsögðu finnur maður fyrir hækkandi húsnæðislánum og hækkandi matarverði og öðrum hækkunum." „Ég var allavega mjög heppin að vera búin að venja mig af allskonar óráðsíu. Ég er ekki með bílalán, myntkörfulán eða yfirdrátt. Það eru nokkur ár síðan ég ákvað að snúa þessu við og hefur aldrei liðið betur." „Núna á ég bara fyrir því sem ég er að gera eða bíð þar til ég hef efni á því og svo er annað að maður hefur nú stundum gott af þvi að staldra við og spyrja sig hvort maður vikilega þurfi á þessu og hinu að halda. Svarið er venjulegast nei," segir Helga. 6.2.2009 11:45
Papar neyddir til nafnabreytingar „Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi,“ segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. 6.2.2009 08:00
Þurfti að gefa Idol-drauminn upp á bátinn „Ég átti ekki annarra kosta völ,“ segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig,“ bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. 6.2.2009 06:00
Stefán bakaði köku ársins Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, bakaði köku ársins 2009. Landssamband bakarameistara stendur bakvið þessa árlegu 5.2.2009 20:40
Tengdapabbi Gwyneth sár - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá sjónvarpsviðtal þáttastjórnandans Jonathan Ross við leikkonuna Gwyneth Paltrow. Þar svarar Jonathan eftir að Gwyneth spyr hvort hann er að reyna við sig. Svarið fór fyrir brjóstið á tengdapabba leikkonunnar sem í kjölfarið sendi frá sér fréttatilkynningu um að Johathan hafi móðgað hana og tengdapabba. 5.2.2009 13:35
Lyftuvörður fer með ljóð fyrir skíðagesti „Þetta mælist svo vel fyrir að fólk er farið að rukka mig um ljóðin," segir Ísleifur Friðriksson, lyftuvörður í Bláfjöllum sem hefur tekið upp á þeirri nýlundu að lesa ljóð fyrir gesti í röðinni að stólalyftunni. Kveðskapurinn, sem er lesinn upp í frostinu, er jafn fjölbreyttur og hann er margur - Ísleifur les allt frá Passíusálmunum yfir í eigin kveðskap. 5.2.2009 11:08
Skoðaði Playboy 10 ára - myndband „Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var pínulítil. Ég skoðaði Playboy þegar ég var tíu ára," segir Ornella meðal annars í viðtali við Ísland í dag. „Ég byrjaði bara í þessu þegar ég var 15 ára en ekkert alvarlega mikið. Árið 2007 byrjaði ég að fara út og vann í Bandaríkjunum og kynntist þessu liðið. Þar er alls konar lið að vinna í kringum þetta," segir Ornella. 5.2.2009 09:49
Popplandsliðið minnist Rúnars Synir Rúnars Júlíussonar skipuleggja nú stórtónleika í Laugardalshöll þar sem íslenska popplandsliðinu mun minnast fallins félaga. Lögin sem Rúnar söng verða flutt af stjörnum eins og Páli Óskari, KK og Björgvini Halldórssyni og hljómsveitum eins og Sálinni hans Jóns míns og Hjálmum. 5.2.2009 08:00
Gleðigjafar mannfólksins Þrjár hundamyndir verða frumsýndar hérlendis á næstunni og verður gaman að sjá hvort Íslendingar séu jafnspenntir fyrir þessum loðnu ferfætlingum og bandarísku kvikmyndagestirnir voru. 5.2.2009 08:00
Morrissey átti að herma eftir Sigur Rós Tónlistarmaðurinn Morrissey situr ásamt hljómsveit sinni nakinn fyrir innan í umslagi nýjustu smáskífu sinnar, I"m Throwing My Arms Around Paris. 5.2.2009 07:00
Al Pacino til liðs við Shakespeare Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. 5.2.2009 06:00
Tvær með átján tilnefningar The Curious Case of Benjamin Button og The Reader státa samanlagt af átján Óskarstilnefningum, þar á meðal sem besta kvikmyndin og besti leikstjórinn. Þær verða báðar frumsýndar á morgun auk gamanmyndarinnar Bride Wars. 5.2.2009 06:00
Syngur eigið lag í Sesame Breski grínistinn Ricky Gervais ætlar að koma fram í bandaríska barnaþættinum Sesame Street. Í þættinum, sem verður tekinn upp í New York í næsta mánuði, mun Gervais syngja eigið lag með hjálp rauða skrímslisins Elmo. 5.2.2009 06:00
Veðurguðirnir enda með plötu „Ég get nú ekki sagt að Idol hafi hjálpað mér mikið. Ég þurfti eiginlega að vinna mig út úr því. Menn komu til mín steinhissa eftir gigg og sögðu: Þetta var helvíti gott hjá þér, varst þú ekki í Idol? Eftir Idol gerðu eiginlega allir þær kröfur til manns að maður væri alveg vonlaus,“ segir Ingó í Veðurguðunum. 5.2.2009 06:00
Skrítnar stelpur á kvikmyndahátíð Listahópurinn Weird Girls Project verður áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival sem verður haldin á Grundafirði í annað sinn í lok febrúar. 5.2.2009 06:00
Gaf út smáskífu í Danmörku Akureyrski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Á henni er Aha-lagið Take on Me og You, sem bæði eru á fyrstu sólóplötu hans Farg. 5.2.2009 06:00
Þrjár mínútur skipta öllu Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. 5.2.2009 06:00
Minningartónleikar um Rúnar Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. 5.2.2009 06:00
Bílstjóri bin Ladens á hvíta tjaldið George Clooney og Adam Sorkin, þekktastur fyrir West Wing-þættina, ætla að gera kvikmynd um hugsanleg réttarhöld yfir bílstjóra Osama bin Laden, Salim Ahmed Hamdan. 5.2.2009 06:00
Dóttir Geirs vonar að allt fari vel „Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda. 4.2.2009 16:05
Keppum ekki til að drulla á okkur „Við tókum frí um helgina og erum að byrja að æfa atriðið á fullu því við ætlum að gera það flottara og betra," svarar Hildur Magnúsdóttir söngkona í stelpnahljómsveitinni Elektru sem komst í úrslit Júróvisjón með lagið Got no love eftir Örlyg Smára. „Ég og Rakel hringdum í stelpurnar í bandinu. Það voru ekki margar stelpur sem við vissum um á Íslandi sem væru að spila. Júróvisjón varð til þess. Við vorum alltaf með þessa hugmynd í kollinum. Og þær tóku allar vel í þetta," segir Hildur aðspurð hvernig bandið varð til. 4.2.2009 13:10