Lífið

Íslendingar gera góðverk!

Verið er að útvíkka aldagamla hefð skáta
Verið er að útvíkka aldagamla hefð skáta

Segja má að átakið Góðverk dagsins fari vel af stað. Um er að ræða átak sem er í gangi alla vikuna og endar á Góðverkadeginum á föstudag. Benjamín Axel Árnason verkefnastjóri er ánægður með undirtektirnar en með átakinu er verið að útvíkka aldagamla hefð skáta um að gera eitt góðverk á dag. Hann segir mörg fyrirtæki hafa tekið þátt í átakinu en sjá má fjöldann allan af góðverkum inn á heimasíðu átaksins.

Benjamín segir að nú þegar sé búið að kynna verkefnið í framhalds- grunn- og leikskólum landsins og svo á að virkja almenning.

„Þetta snýst um að vekja fólk til umhugsunar og aðgerða til að leggja öðrum lið og gera góðverk," segir Benjamín en hægt er að skrá góðverk sitt inn á heimasíðu átaksins.

„Þetta er nú engin keppni nema þá bara við sjálfan sig. Það er fullt af góðverkum komin þarna inn bara í dag. Einnig hefur fjöldinn allur af stórum fyrirtækjum verið að keyra þetta prógramm hjá sér vitandi að það er bara hollt og gott fyrir fyrirtæki og starfsfólk að gera góðverk gagnvart hvort öðru, það eflir starfsandann og eykur hjálpsemi."

Á heimasíðu átaksins má sjá nokkur af góðverkum dagsins sem eru mjög fjölbreytt. Allt frá aðstoð við stærðfræðidæmi til læknisfræðilegra afreka, líkt og sjá má hér að neðan.

Eymundur Gunnarsson, 201 Kópavogur

Ég var í matarboði í gær og svo illa vildi til að kjötbiti festist neðarlega í vélindaopinu. Mér var keyrt í hasti, fyrst á læknavaktina en þar hringdi læknirinn strax á bráðamóttöku og ég þangað. Beint in og eftir skoðun var kallað á sérfræðing sem gaf mér kæruleysissprautu, ég sofnaði, og bitinn var tekinn.

Frábært starfsfólk beggja stofnanna, læknirinn Magnús á bráðavaktinni og sérfræðingurinn en samt mamma, Erla Ólafsdóttir, sem er rúmlega 70.og keyrði eins og ,,brjálæðingur" fyrst á læknavaktina og síðan á Borgarspítalann.

Tommi, Keflavík

Downloadið öllu Pál Óskar safninu og gaf systur minni það í afmælisgfjöf.

49 ára karl, 220 Hafnarfjörður

Tók saman öll hnífapör á 4-hæð, sem tekin hafa verið að láni í mötuneiti, 30-40 pör og skilaði þeim til kokksins.

11 ára stelpa, 101 - Reykjavík

Hjálpaði Vigdísi vinkonu minni í deilingu.

Anna Kristine, 101 - Reykjavík

Gaf andlega veikum manni Asýran magasýrutöflur sem hann átti ekki fyrir og keyrði í fyrra þrjá hressa, fulla stráka sem voru að dimmitera af Laugaveginum í samkvæmi. Þeir áttu ekki fyrir leigubíl!










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.