Lífið

Í háloftunum á konudaginn

Sigríður Klingenberg.
Sigríður Klingenberg.

Sigríður Klingenberg flýgur á konudaginn til London í þeim tilgangi að gefa farþegum Iceland Express töfrasteina.

„Ég flýg með Iceland Express til London á konudaginn þar sem ég gef íslenska steina sem ég er sérstaklega búin að blessa af gamalli hefð með þremur tegundum af jurtum."

„Þá nota ég blóðberg og fjallagrös sem hafa mikinn mátt því þau lifa svo vel af allt. Þau hafa alveg svaðalegan lífskraft," segir Sigríður Klingenberg aðspurð hvaða steina hún mun gefa farþegum.

„Ég sæki þriðju jurtina úr görðum hjá nýgiftu eða ástföngnu fólki og það verður að vera ástfangið. Ef einhverjir sjá mig laumast í garðinum þeirra geta þeir verið alveg vissir um að sambandið hjá þeim er í lagi," segir Sigríður og skellihlær.

„Steinarnir eru fyrir konurnar en þar sem ég er gestrisin þá gef ég öllum farþegum."

„Það eru allir rosalega jákvæðir en ég passa mig á að vekja ekki þá sem eru sofandi," segir Sigríður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.