Fleiri fréttir

Selma léttist um 3 kíló á 10 dögum

"Ég hefði viljað taka með mér nesti til Ukraínu því verri mat hef ég aldrei fengið. Ég missti 3 kíló á 10 dögum," segir Selma Björnsdóttur sem söng eins og landsmenn muna árið 2005 lagið If I had your Love í undankeppninni í Kiev.

Hélt hann væri í falinni myndavél

Stefán Hilmarsson poppsöngvari hélt að hann væri í falinni myndavél hjá Auðunni Blöndal þegar honum var tilkynnt að hann hefði verið kjörinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar. Það þurfti að segja honum fréttirnar tvisvar svo hann tryði þeim.

Hefner vill þær ungar

Hugh Hefner, rúmlega áttræður ritstjóri Playboy, segir Disneystjörnunni Miley Cyrus guðvelkomið að sitja fyrir hjá blaðinu þegar hún er orðin átján.

Svava Johansen fær samúðarkveðjur

"En svona er nú smekkurinn misjafn. Ég hef fengið ótrúleg komment og fundið fyrir undrun fólks fyrir svona vali en þetta eru bara álitsgjafar að segja hvað þeim finnst.," svaraði Svava Johansen eigandi tískukeðjunnar NTC þegar Visir hafði samband við hana eftir að hún var valin ein af verst klæddu konum landsins í Föstudegi, fylgiblaði Fréttablaðsins.

Dónaleg og niðurlægjandi ummæli

"Ég er hættur að taka þátt í að vera álitsgjafi af því að ég segi ekki slíka hluti um fólk eins og sagt er um konurnar í Fréttablaðinu í dag. Ég tala aldrei svona til fólks og myndi ekki láta hafa svona eftir mér" svarar Heiðar Jónsson snyrtir aðspurður um hans skoðun á vali dómnefndar Föstudags, fylgirits Fréttablaðsins um verst og best klæddu konum landsins.

Logi Bergmann leikur nashyrning

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson sýnir á sér nýja hlið í sumar í íslenskri útgáfu myndarinnar Kung Fu Panda, þar sem hann fer með lítið hlutverk nashyrningsins Commander Rhino.

Gulli Helga hleður batteríin í París

Gulli Helga og eiginkona ætla í langþráð frí um næstu helgi og hlaða batteríin í París. „Þetta er búið að vera svolítið mikið. Vægast sagt,“ segir Gulli. Hann hefur hvergi slegið slöku við undanfarið, og sinnt öllum hefðbundum störfum sínum auk þess að vinna við Hæðina. „Þetta er eiginlega búin að vera samfelld törn frá því í september.“

Fagnað eins og stjórstjörnu í Royal Albert Hall

Aðstoðarritstjóri breska glanstímaritsins Hello, Rosie Nixon, var ein af gestum Garðars Thórs í gærkveldi í Royal Albert Hall. Með honum á borði í gærkvöldi voru einnig Tinna Lind Gunnarsdóttir eiginkona hans, Tryggvi Jónsson stjórnarmaður í Believer Music útgáfufyrirtæki Garðars, Einar Bárðarson ásamt fleiri samstarfsmönnum.

Boðorð borgarstjórans

Í devteronomion, sem er grísk-latneskt heiti fimmtu Mósebókar, er að finna frásögn af því þegar guð steig niður af himnum í eldstólpa og opinberaðist Móse á Sínaífjalli.

Tom og Katie vilja fleiri börn

Katie Holmes getur ekki beðið eftir því að verða ólétt aftur. Suri litla er orðin tveggja ára, og samkvæmt heimildum E-online saknar Katie þess að vera með ungabarn á heimilinu. Vinir parsins segja að Tom hafi alls ekki neitt á móti hugmyndum eiginkonunnar. Hann hafi alltaf langað í fleiri börn, en Katie hafi hingað til staðið á bremsunni.

Ætlum ekki að enda eins og Bítlarnir

„Allir í Merzedes club eru ólofaðir nema Rebekka hún er gengin út. Nei það háir okkur ekkert. Það þýðir ekkert að vera í bandinu og vera lofaður þá fer þetta bara eins Bítlarnir.

Liv losar sig við eiginmanninn

Leikkonan Liv Tyler og eiginmaður hennar til fimm ára, breski tónlistamaðurinn Royston Langdon, eru skilin. People tímaritið hefur eftir talsmanni parsins að þau séu bestu vinir og ætli áfram að sjá í sameiningu um uppelsi sonar síns.

Konurnar mínar eru líf mitt

Arnar Grant einkaþjálfari stendur í ströngu um þessar mundir við að sinna kroppum landsmanna og ekki síður konu og börnum sínum tveimur. "Ég hef verið á haus í vinnunni á meðan konan mín Tinna Róbertsdóttir hefur verið upptekin við að klára mastersritgerðina í lögfræði sem hún skilar einmitt í dag.

Nú fáum við stelpurnar heim!

„Við erum ofboðslega þakklátir og hamingjusamir. Það fyrsta sem kom upp í hugann á okkur var að nú fengjum við stelpurnar heim," segir Guðbergur Garðarsson betur þekktur sem Beggi á Hæðinni. Þeir Beggi og Pacas voru sigurvegarar Hæðarinnar í kvöld og fengu þar 2 milljónir króna í verðlaunarfé.

Garðar Cortes vann ekki!

Garðar Thor Cortes var tilnefndur fyrir plötu sína, Cortes, til bresku klassísku tónlistarverðlaunanna. Verðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall. Það var sveitin Blake með samnefnda plötu sem bar sigur úr bítum.

Sættir hafa náðst á milli Ásdísar og Kolfinnu

„Ég get sagt þér það að við verðum saman með þátt annaðkvöld á ÍNN og gestur þáttarins er sálfræðingur til að ræða við okkur um samskipti. Við erum svo ólíkar og þátturinn hefur þróast í þá átt að við vitum ekkki alveg hvort okkur líður nógu vel með þetta,“ segir Ásdís Olsen sem sleit samstarfinu við Kolfinnu Baldvins í beinni útsendingu í síðustu viku.

Beggi og Pacas sigurvegarar Hæðarinnar

Beggi og Pacas voru sigurvegarar í símakosningu um fallegustu hönnun á Hæðinni. Gulli Helga stjórnandi þáttanna tilklynnti úrslitin í lokaþættinum í kvöld. Fjörtíu þúsund manns kusu í símakosningunni sem staðið hefur í eina viku.

Vill að fyrrverandi borgi lögfræðikostnað

Ofursjarmörinn og fyrrum strandvörðurinn David Hassolhoff vill að fyrrum eiginkona sín, Pamela Bach, borgi rúmlega 650.000 króna reikning sem hann skuldar í lögfræðikostnað eftir skilnað við konuna.

Íslendingur í miðjum stríðsátökum í Líbanon

Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það.

Flestir horfðu á Hlustendaverðlaun FM 957

Hlustendaverðlaun FM 957 sem voru send út í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardaginn eru vinsælasti dagskrárliður stöðvarinnar í aldursflokknum 12-49 ára þessa vikuna. Þetta kemur fram í vikulegri könnun sem Capacent Gallup gerir. Hæðin kom rétt á eftir.

Ekki tantrað á Hæðinni

Ég hef nú ekki komist nær þeim en að horfa á þá í sjónvarpi,“ segir Elísabet á Hæðinni, aðspurð um þær sögur sem ganga um að hún hafi verið þáttakandi í Tantraþáttunum sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum. Hún segir að hún og Hreiðar hafi heyrt þær sögur frá fyrsta þætti að hann hafi verið í þáttunum, en það sé jafn mikið bull.

Annar drengur fyrir Friðriku

"Já við fengum yndislegan dreng 1.maí síðastliðinn. Það skemmtilega vildi til að íþróttarfélagið Fram átti 100 ára afmæli sama dag og Stefán, maðurinn minn, er mikill Framari og hefur verið í stjórn félagsins undanfarin ár. Annars er hann eins og hugur manns og voða ljúfur og góður, ekki er verra að hann sefur líka vel á næturnar," segir Friðrika.Hjördís Geirsdóttir sem eignaðist sinn annan dreng með Stefáni Hilmarssyni fjármálastjóra Baugs Group. .

Kosningavaka fyrir Elísabetu og Hreiðar

Kosningavaka verður haldin fyrir þau Elísabetu og Hreiðar á Hæðinni á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld. „Það eru bara allir velkomnir. Það verður mikið stuð og stemning,“ segir Elísabet.

„Dó næstum þegar Eiríkur Hauksson tók utan um mig"

Það er greinilegt að rokkarinn Eiríkur Hauksson hefur brætt ófá hjörtun með frammistöðu sinni á Eurovision í Helsinki í fyrra. Í kjölfar keppninnar voru stofnaðir aðdáendaklúbbar um hann í bæði Finnlandi og Rússlandi, sem sameinuðust seinna í einn.

Paris vill börn innan árs

Paris Hilton er að ærast úr eggjahljóðum, eftir að besta vinkona hennar, Nicole Richie, eignaðist dóttur í vetur. Hótelerfinginn, sem er tuttugu og sjö ára, vill endilega eignast barn sem fyrst. Skiptir þá litlu þó að hún hafi bara verið með Benji sínum Madden í nokkra mánuði. Paris sagði í bandarískum fjölmiðlum að hún yrði frábær mamma, enda væri hún þaulvön að sjá um öll gæludýrin sín.

Beggi og Pacas vilja dæturnar heim

„Við erum eins og lítil börn að bíða eftir nammideginum," segir Beggi á Hæðinni. Hann og Pacas eru orðnir spenntir fyrir lokaþættinum í kvöld.

Ólafur F. fékk loksins að syngja - myndband

Ólafi F Magnússyni borgarstjóra er margt til lista lagt. Þetta sýndi hann og sannaði á tónleikum í Seljakirkju á dögunum þar sem söng Vorkvöld í Reykjavík með Eddu Borg. Frammistöðuna má sjá á YouTube.

Í góðu lagi með lifrina

„Hún er bara aldeilis ljómandi, en ég get náttúrulega bara talað fyrir mig," segir Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur og spyrill í spurningakeppninni Drekktu betur, aðspurður hvernig lifrin hefur það nú þegar líður að fimm ára afmæli keppninnar. „Þetta er ekki drekktu meira, þetta er drekktu betur."

Tekur íbúð Friðriks Ómars í gegn

„Við erum að vinna síðustu tvo Innlit-útlit þættina sem verða sýndir 13. og 20. maí á Skjánum en svo fara þættirnir í sumarfrí. Það eru nýjir og spennandi tímar framundan hjá mér en breytingar í þessum geira breytast liggur við á korters fresti. Við förum í breytingar heima hjá Friðrik Ómari í síðasta þættinum þar sem við hressum upp á hjá honum en þessa dagana erum við að klára þetta áður en hann fer til Serbíu. Það er brjálað að gera hjá honum. Við breytum smá í stofunni og eldhúsinu. Já hann er tvímælalaust smekkmaður. Þeir eiga mjög fallegt heimili,“ segir Þórunn Högnadóttir ritstjóri Innlits-útlits.

Regína tekur með sér heillagrip til Serbíu

„Ég ætla að taka með heillagrip. Það er útklippt rautt pappírshjarta sem dóttir mín gaf mér og á stendur „Ég elska þig mamma, þín Aníta.“ Já ég held að ég sé nú smá örlagatrúar þótt ég samt segi að maður geti búið þau til fyrir sjálfan sig með eljusemi og vinnu,“ svarar Regína Ósk söngkona.

Hlýtur Óskarinn í hársnyrtigeiranum

„Þetta er eins og Óskarinn í þessum geira. Það gerist ekki betra en þetta,“ segir Sigrún Ægisdóttir hársnyrtir og eigandi Hársögu. Hún er á leið til Hollywood að taka á móti hinum virtu Global Salon Business Award verðlaunum.

Fær tilboð frá eldri konum

Elísabet Brekkan fer fögrum orðum um Þóri Sæmundsson aðalleikara söngleiksins Ástin er diskó - lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Visir hringdi í leikarann sem virðist halda kvenkynsáhorfendum sýningarinnar í heljargreipum frá upphafi til enda.

Úr poppinu í pressuna

Söngkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma í Nylon hefur ráðið sig til starfa hjá Fréttablaðinu. Bókin Postulín um Freyju Haraldsdóttir var hennar fyrsta ritverk. Það leikur enginn vafi á að í sönkonunni Ölmu, sem var stuðningsfulltrúi Freyju um tíma, blundar rithöfundur.

Heigl vill hætta í Gray's Anatomy

Einungis eru liðnir nokkrir þættir af nýjustu þáttaröð Gray's Anatomy, en ein aðalstjarna þáttanna, Katherine Heigl, getur ekki beðið eftir að þeir klárist. Vinur leikkonunnar sagði í viðtali við Us Weekly að hún vinni eins og skepna, og finnist kominn tími á að skipta um starfsumhverfi.

Taílenskt fingrafæði

Narumon Sawangjaitham og Bogi Jónsson reka veitingastaðinn Gullna hliðið á Álftanesi, þar sem Narumon framreiðir hverja kræsinguna á fætur annarri fyrir gestahópa. Hún deilir með lesendum uppskrift að taílenskum handavinnumat.

Ofnsteiktur aspas

Ferskur aspas er sérlega góður á þessum tíma árs. Það sem helst ber að varast við matreiðslu aspas er að ofelda hann ekki, en hægt er að matreiða grænu spjótin á margan máta. Aspas má til dæmis gufusjóða, eða snöggsjóða í nokkrar mínútur.

Hæðin kostaði næstum kirkjubrúðkaup

Annirnar á Hæðinni urðu til þess að Elísabet og Hreiðar Örn misstu næstum óstaðfestan tíma fyrir brúðkaup sitt í Lágafellskirkju. Hreiðar gleymdi að staðfesta tímann sem þau höfðu pantað 7. júní næstkomandi. Í gær kom í ljós að þau voru ekki með bókaðan tíma í kirkjunni, en greint var frá fyrirhuguðu brúðkaupi á Vísi við upphaf þáttanna. Með hjálp kirkjuvarðarins, sem heitir líka Hreiðar Örn, tókst að hliðra til og leysa málið og tími þeirra Hreiðars og Elísabetar stendur því klukkan 16 um daginn.

Brynjar og Steinunn til Indlands

Brynjar og Steinunn á Hæðinni fara til Indlands stuttu eftir lok þáttanna annað kvöld. Þangað fara þau í leit að viðskiptasamböndum og til að finna framleiðendur af eigin hönnun og annarra á þeirra vegum. Skartgripir og kjólar eru meðal þess sem framleitt verður á þeirra vegum.

Öllum sjómönnum landsins boðið í partý!

„Virðing okkar fyrir þessum mönnum sem eru fjarri fjölskyldum sínum lengst úti í ballarhafi dögunum saman er gríðarleg. Það voru einnig forréttindi að fá að kynnast þessum mönnum,“ segir Gústaf Hannibal Ólafsson sem býður öllum sjómönnum landsins í partý á Sægreifanum annað kvöld.

Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra

„Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar.

Sjá næstu 50 fréttir