Lífið

Úr poppinu í pressuna

Ánægð hjá Fréttablaðinu.
Ánægð hjá Fréttablaðinu.

Söngkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma í Nylon hefur ráðið sig til starfa hjá Fréttablaðinu. Bókin Postulín um Freyju Haraldsdóttir var hennar fyrsta ritverk. Það leikur enginn vafi á að í sönkonunni Ölmu, sem var stuðningsfulltrúi Freyju um tíma, blundar rithöfundur.

En er hún ánægð í hlutverki blaðamanns? "Já þetta er bara mjög gaman og skemmtilegt að fá þessa reynslu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er að vinna við blaðamennsku. Hér er mjög fín stemning.

Virkilega góður andi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.