Lífið

Ekki tantrað á Hæðinni

Ég hef nú ekki komist nær þeim en að horfa á þá í sjónvarpi," segir Elísabet á Hæðinni, aðspurð um þær sögur sem ganga um að hún hafi verið þáttakandi í Tantraþáttunum sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum. Hún segir að hún og Hreiðar hafi heyrt þær sögur frá fyrsta þætti að hann hafi verið í þáttunum, en það sé jafn mikið bull.

Elísabet segir upphaf sögunnar líklega mega rekja til þess að Ísland í dag tók viðtal við öll þrjú pörin þegar Hæðin hófst. Þar hafi Sölvi Tryggvason spurt þau hvort þau væru ekki hrædd við að taka þátt í svona þætti. Í ljósi þess að svo mörg pör sem hafa tekið þátt í Ástarfleyinu, Brúðkaupsþáttum og Tantra hafi hætt saman. Hreiðar hafi þá svarað að ef það yrði Tantrað á hæðinni yrði það ekki fyrir framan myndavélarnar.

„Við höfum nú bara hlegið að þessu," segir Elísabet.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.