Lífið

Fær tilboð frá eldri konum

Íslenskar konur eru hrifnar af Þóri.
Íslenskar konur eru hrifnar af Þóri.

Elísabet Brekkan fer fögrum orðum um Þóri Sæmundsson aðalleikara söngleiksins Ástin er diskó - lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Visir hringdi í leikarann sem virðist halda kvenkynsáhorfendum sýningarinnar í heljargreipum frá upphafi til enda.

„Ég er veikur. Er með hálsbólgu og leiðindi en það þýðir ekkert að kvarta yfir því. Nei ég hlusta ekki á gagnrýni eins og þessa því það þýðir ekkert. Þá þarf maður að taka mark á því þegar það er drullað yfir mann. Þetta fer inn um annað og út um hitt. Hópurinn er hinsvegar frábær og þetta er helvíti gaman. Það er bara svaka stuð á okkur þó að Sveppi geti ekki dansað."

Hefur þú fengið einhver spennandi tilboð í kjölfar sýningarinnar? „Já frá eldri konum," svarar leikarinn en segist vera frátekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.