Lífið

Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra

„Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er," svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar.

„Það dylst engum að hér er mikið og erfitt verk að vinna sem margir þurfa að sameinast um. Veggjakrotið er eitt, en yfirsýn yfir skipulagsmál og framkvæmdir í miðborginni ekki síður það sem borgarstjóri ætlar mér að tryggja sér ásamt því að markviss skref verði stigin á degi hverjum til betri, hreinni og fegurri miðborgar."

„Ólafur F. Magnússon hefur gert bætta miðborg að einu helsta áherslumáli sínu. Hér er sem betur fer full alvara að baki og helstu lykilstarsfmenn borgarinnar leggja sig mjög fram, funda reglulega og hafa náið samráð um þessar áherslur. Þetta verður erfitt en spennandi verkefni að glíma við," svarar Jakob Frímann Magnússon.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.