Lífið

„Dó næstum þegar Eiríkur Hauksson tók utan um mig"

Það er greinilegt að rokkarinn Eiríkur Hauksson hefur brætt ófá hjörtun með frammistöðu sinni á Eurovision í Helsinki í fyrra. Í kjölfar keppninnar voru stofnaðir aðdáendaklúbbar um hann í bæði Finnlandi og Rússlandi, sem sameinuðust seinna í einn.

Á heimasíðu klúbbsins skrifar Aintsu, einn aðdáendanna, sögu sína af því þegar hún hitti átrúnaðargoðið á götum borgarinnar. Og sparar ekki stóru orðin.

„Gettu hvern við við hittum á götunni? Eini listamaðurinn sem ég vildi sjá stóð þarna beint fyrir framan okkur. Hann var umkringdur aðdáendum og skrifaði eiginhandaráritanir. Við hefðum verið FÁVITAR að stoppa ekki." skrifar stúlkan, og heldur áfram: „Ég var svo ringluð að ég man ekki skýrt eftir þessu.... Vinur minn tók mynd af okkur. Ég dó næstum því þegar hann lagði höndina utan um mig."

Eiríkur tekur velgengninni þó greinilega með stóískri ró. „Það er náttúrulega bara gaman að þessu, ég veit náttúrulega ekki hvort þetta eru tíu eða hundrað manns," segir Eiríkur, sem telur að heldur hafi dregið úr starfsemi klúbbanna síðan hann stofnaði sína eigin heimasíðu.

Íslenskir aðdáendur Eiríks eru ekki skildir út undan. Hann kemur til landsins í síðustu helgina í maí, og spilar með Start á tónleikum á Players í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.