Fleiri fréttir

Landinn tekur Brúðgumanum vel

Fimm þúsund manns sáu Brúðgumann, kvikmynd Baltasars Kormáks um helgina. Þetta er fimmta stærsta opnunarhelgi á íslenskri mynd frá upphafi. Baltasar er ekki óvanur því að lenda á þeim lista, en hann á sjálfur myndirnar í fyrsta sæti, Mýrina, og því þriðja, Hafið.

Britney skiptir út paparassavinum

Britney Spears hefur losað sig við Paparassavin sinn Adnan Ghalib, og samkvæmt heimildum meira að segja sótt um nálgunarbann á hann. Söngkonan mun vera æfareið yfir því að Adnan hafi haft hana að féþúfu, en hann mun hafa verið duglegur að selja myndir af þeim saman. Talið er að myndir af parinu hafa rakað inn 65 milljónum króna, og hefur Ghalib hirt stóran hluta ágóðans

Kiefer Sutherland laus úr fangelsi

Leikaranum Kiefer Sutherland var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu skömmu eftir miðnætti í nótt. Hann hafði afplánað alla 48 dagana sem hann var dæmdur til sem hann fékk fyrir fjórða ölvunarakstursbrot sitt í fyrra. Stjörnunni var stungið inn 5. desember, og eyddi afmæli sínu, jólum og áramótum í steininum.

Kate Moss fjörug á afmælisdaginn

Þegar ofurfyrirsætan Kate Moss hélt upp á afmæli sitt í síðustu viku endaði það með kókaínsniffi, kampavínsdrykkju og Kate í rúminu með tveim öðrum fyrirsætum og ónefndum karlmanni samkvæmt breska blaðinu News of the World.

Lindsay Lohan í líkhúsinu

Leikkonan unga, Lindsay Lohan, stefnir hraðbyri í líkhúsið. Lohan, sem var dæmd til samfélagsþjónustu fyrir ölvunarakstur á síðasta ári, hefur unnið nokkra daga hjá Rauða Krossinum, en nú liggur leiðin í líkhúsið.

Búið að skrifa minningargrein um Britney Spears

AP fréttastofan byrjaði að skrifa minningargrein um Britney Spears fyrir mánuði síðan. „Við erum ekkert að óska okkur þess, en ef hún deyr er það með stærri fréttum í langan tíma“, sagði ritstjóri skemmtanalífsfrétta hjá AP, Jesse Washington, við Us tímaritið.

Sirrý er hætt á Stöð 2

Sirrý, sjónvarpskonan ástsæla er hætt á Stöð 2, eftir tveggja ára starf. „Þetta nokkuð löng og góð törn með Örlagadaginn", segir Sirrý. Síðasti Örlagadagurinn var sýndur í byrjun janúar, en alls voru gerðir 34 þættir í tveimur seríum. Þau störf sem mér buðust í framhaldinu hjá Stöð 2 voru ekki það sem mig langar mest að starfa við svo hér skilja leiðir, í bili að minnsta kosti", segir Sirrý, en þáttur hennar, Örlagadagurinn, kláraðist í desember.

Lily Allen missir fóstur

Söngkonan Lily Allen missti fóstur á dögunum, eftir rómantíska ferð með kærastanum, Chemical bróðurnum Ed Simons, til Maldive-eyja. Lily, sem er 22ja ára er sögð miður sín yfir atvikinu.

Vilja leika saman í annarri kvikmynd

Brad Pitt og Angelina Jolie eru æsti í að leika aftur saman í kvikmynd. Þau léku eftirminnilega í kvikmyndinni Mr and Mrs Smith árið 2005.

Myndir frá sextugsafmæli Davíðs Oddssonar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, fagnaði 60 ára afmæli sínu í dag og bauð af því tilefni til veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Allt frá silikoni til pólitíkur

„Mér finnst“, nýr þáttur í stjórn Ásdísar Olsen og Kolfinnu Baldvinsdóttur hefur göngu sína á morgun á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Frábærar viðtökur við Brúðguma Baltasars

„Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær.

Dr. Phil gæti verið kærður fyrir að vinna án starfsleyfis

Sálfræðingur í Los Angeles hefur lagt fram kvörtun vegna vinnubragða sjónvarpssálans Dr. Phil. Sálfræðingurinn heldur því fram að Dr. Phil hafi ekki haft starfsleyfi þegar hann heimsótti Britney Spears á sjúkrahús eins og frægt er orðið.

Segist ekki skrifa um handbolta á klámfenginn hátt

„Ef þú skoðar fréttir, hvort sem það er í sjónvarpi eða á netinu og berð það saman við minn fréttastíl þá er ekkert athugavert við þetta,“ segir Hlynur Sigmarsson umsjónarmaður vefsíðunnar handbolti.is.

Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns

Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns, að sögn réttarmeinafræðings í San Diego County. Dóttir Ike, sagði við AP fréttastofuna að pabbi sinn hefði lengi átt í baráttu við kókaínfíkn. Turner lést 12. desember síðastliðinn á heimili sínu, 76 ára að aldri.

Þorsteinn Guðmundsson með nýjan þátt á Skjá einum

Þorsteinn Guðmundsson grínisti með meiru snýr aftur á skjáinn í mars, þegar nýr þáttur hans fer í sýningu á Skjá einum. Þátturinn nefnist Svalbarði, og verður skemmtiþáttur í stúdíói þar sem Þorsteinn fær til sín góða gesti.

Leikritið Pabbinn verður að kvikmynd

Sagafilm og Bjarni Haukur Þórsson skrifuðu undir samning í gær um kaup Sagafilm á kvikmyndaréttinum á leikverkinu PABBINN eftir Bjarna Hauk. Stefnt er að því að kvikmyndin verði tekinn upp í byrjun árs 2009 í Reykjavík. Bjarni Haukur mun sjálfur skrifa kvikmyndahandritið en Bjarni hefur skrifað og leikstýrt yfir 60 gamanþáttum “sitcom” fyrir TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð. Samninginn fyrir hönd Sagafilm gerðu þeir Magnús Viðar Sigurðsson og Kristinn Þórðarson.

Katrín Anna kjörinn fallegasti femínistinn

Katrín Anna Guðmundsdóttir var kjörinn fallegasti femínistinn 2007, í netkosningu á heimasíðu Ómars R. Valdimarssonar, aðstandanda keppninnar. Hún hlaut 32% atkvæða. Fast á hæla hennar kom Sóley Tómasdóttir með 27% atkvæða. Í þriðja sætinu hafnaði Svandís Svavarsdóttir með 22% atkvæða. Kolbrún Halldórsdóttir var valin Vinsælasta stúlkan og Drífa Snædal var kosin Ljósmyndafyrirsæta ársins. Alls kusu 1.563 netverjar.

Íslendingar eyddu rúmum milljarði í bíóferðir

Íslendingar eru allra þjóða duglegastir að fara í bíó, og fer hvert mannsbarn að meðaltali 4,8 sinnum á ári í kvikmyndahús. Á síðasta ári keyptu landsmenn tæpa eina og hálfa milljón bíómiða fyrir 1.104.938.460 - rúman milljarð króna.

Fæðing meira stressandi en Óskarsverðlaun

Ekkert hefur valdið Halle Berry jafn miklu taugastríði og yfirvofandi fæðing fyrsta barns hennar, ekki einu sinni Óskarsverðlaunin. Leikkonan sagði í viðtali við breskt tímarit að hún hefði verið róleg það sem af væri meðgöngunnar. Hún væri nú að átta sig á því að barnið þyrfti að koma út, og að einhver þyrfti að ýta því út.

Myndir frá frumsýningu Brúðgumans

Vísir var á frumsýningu Brúðgumans, nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks, í kvöld og smellti af nokkrum myndum af frumsýningargestum.

Magni verður án Birgittu í úrslitum

Rokkstjarnan Magni Ásgeirsson mun stíga einn á svið í fyrsta úrslitaþætti Laugardagslaganna um næstu helgi. Lagið sem Magni flytur heitir Núna veit ég og er eftir Hafdísi Huld Þrastardóttur en í fyrstu umferð keppninnar flutti hann lagið sem dúet með Birgittu Haukdal.

Viðskiptamógúlar og fjölmiðlafólk flykkist á sjó

Óvenju mikill áhugi er þessa dagana á skipstjórnarréttindum, og flykkjast íslendingar sem aldrei fyrr í pungapróf. „Ég hef nú alltaf lagt mig í líma að muna nöfn á nemendunum, en ég sá fram á það núna að ná því ekki," segir Kjartan Örn Kjartansson, kennari á skipstjórnarsviði Fjöltækniskóla Íslands, en í vetur útskrifast þaðan 550 nýir skipperar. Á venjulegu ári væri þessa tala nær hundrað en aukninguna má rekja til breytinga sem urðu um áramót á þeim réttindum sem pungaprófið veitir.

Britney skrifaði sjálfsmorðsbréf

Skilnaður, forræðisdeilur og glíma við geðraskanir virðast hafa haft alvarlegri áhrif a Britney Spears en almennt var talið. Samkvæmt heimildum In Touch Weekly skildi Britney eftir sjálfsvígssbréf á baðherberginu heima hjá sér tveimur dögum áður en hún var njörvuð niður á sjúkrabörur og flutt á Cedars Sinai sjúkrahúsið.

Myndbandi af Tom Cruise að lofa Vísindakirkjuna lekið á netið

Fjögurra ára gömlu viðtali við Tom Cruise, þar sem hann ræðir um Vísindakirkjuna, hefur verið lekið á netið. Í níu mínútna löngu myndbandinu fer Cruise mikinn og lofar trúna og fylgjendur hennar í hástert. Hann segir liðsmenn Vísindakirkjunnar alls ekki vera eins og annað fólk. „Þegar þú keyrir framhjá slysi þá er það ekki eins og hjá öllum hinum. Þú veist að þú ert verður að gera eitthvað í málunum, vegna þess að þú ert sá eini sem getur raunverulega hjálpað.“ sagði Cruise í viðtalinu.

Manga á Borgarbókasafninu

Sýning á manga-teikningum íslenskra barna og unglinga opnar í Borgarbókasafni Reykjavíkur föstudaginn 18. janúar klukkan fimm. Sýningin er í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi, en teikningarnar eru afrakstur samkeppni sem sendiráð hélt á síðasta ári, í tilefni af komu hr Nobuyuki Tsugata, sérfræðings í japönskum teiknimyndum.

Hildur Dungal á von á sumarbarni

Hildur Dungal forstjóri útlendingastofnunar á von á sínu þriðja barni í júní. „Þú ert að tala við vana konu" sagði Hildur hlæjandi þegar Vísir náði tali af henni. Hún og eiginmaður hennar, Halldór Þorkelsson, eiga fyrir níu ára son og sex ára dóttur.

Sarah Brightman komin úr fimm ára hléi

Ástsæla söngkonan Sarah Brightman gefur út fyrsta disk sinn í fimm ár í þessum mánuði. Meðal þeirra sem flytja lögin á disknum, sem ber titilinn Symphony, með Sarah eru ítalski tenórinn Andrea Boccelli, Fernando Lima og rokkaranum Paul Stanley, úr hljómsveitinni Kiss.

Ólafur Elíasson hannar fossa í New York

Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til að hanna fossa í East River ánni í New York borg. Fossarnir munu standa í höfninni á Manhattan, við enda Brooklyn brúarinnar, og við bryggjuna í Brooklyn og á Governors Island. Fossarnir fjórir verða á bilinu 30 til 40 metra háir, og eru hannaðir til að vera eins umhverfisvænir og hægt er.

Gwyneth Paltrow lögð inn á sjúkrahús

Gwyneth Paltrow var lögð inn á Mount Sinai sjúkrahúsið í New York síðdegis í gær. US Magazine hefur það eftir sjónarvottum að eiginmaður hennar, Coldplay rokkarinn Chris Martin, hafi rúllað henni inn á sjúkrahúsið í hjólastól og að hún hafi litið afar laslega út.

Mýrin inn á þrjátíu milljón heimili í Bandaríkjunum

Þrjátíu milljón heimili í Bandaríkjunum munu hafa aðgang að Mýrinni, kvikmynd Baltasar Kormáks, í gegnum nýja „Video on Demand" þjónustu IFC Entertainment. Baltasar segir IFC eitt stærsta „indie" dreifingarfyrirtæki í Bandaríkjunum og að samningurinn geti því haft mikil áhrif á framhaldið.

Lúxussnekkja Saddams til sölu á Íslandi

Lúxussnekkja Saddams Husseins, sem Vísir greindi frá að væri til sölu á dögunum, er nú skráð á sölu hjá Viðskiptahúsinu. „Þetta var bara gert í góðu gríni" segir Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna og skipasali hjá Viðskiptahúsinu. „Mér þótti þetta bara fyndin frétt."

Jenna hætt að glenna

Leikkonan Jenna Jameson segist hætt að leika í klámmyndum. "Ég mun aldrei nokkurn tímann glenna fæturnar í þessum bransa aftur. Aldrei“ sagði stjarnan á AVN Adult Movie Awards, árlegri verðlaunahátíð klámmyndaiðnaðarins í Las Vegas um helgina.

Björk tilnefnd í flokknum besta alþjóðlega söngkonan

Tilkynnt var í kvöld að söngkonan Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd til Bresku tónlistaverðlaunanna í flokknum besta alþjóðlega söngkonan. Auk Bjarkar eru þær Alicia Keys, Rhianna, Kylie Minoque og Feist tilnefndar.

Unnur Birna á nýjum bíl með fataskápinn í skottinu

Fegurðardrottingin og lögfræðineminn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fékk sér glænýjan og glansandi fínan Hyundai i30 á dögunum. Unnur var áður á jeppling, sem hún segir hafa hentað vel í hestamennskunni, en langaði í minni bíl til almennra nota. „Ég ákvað að minnka við mig og fara á smábíl fyrir innanbæjarsnattið", segir Unnur. Hún býr til skiptis í Árbæ og Garðabæ, og þarf því ekki að hafa áhyggjur af stæðum þar, en segir stærð bílsins hins vegar koma sér vel þegar þarf að leggja honum fyrir utann Háskólann í Reykjavík, þar sem hún lærir lögfræði.

Ebay neitar að selja yahoo.is

Uppboðssíðan eBay tók lénið yahoo.is, sem Garðar Arnarson kerfisstjóri hugðist selja þar, úr sölu vegna gruns um að það bryti í bága við höfundarréttarlög. Því er Garðar ekki sammála, en hann telur ekki að salan stangist á við höfundarréttarlög. Hann segir að yahoo sé fullgilt enskt orð, og að þó að Yahoo.com sé skrásett vörumerki, gildi það sama ekki um yahoo.is.

Stjörnurnar flykkjast til Keflavíkur

Beyonce er langt því frá eina stjarnan sem hefur gist í Keflavík á leið sinni yfir Atlantshafið. „Við erum hérna rétt við flugvöllinn og það er algengt að fræga fólkið detti hér inn út af seinkunum" segir Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hóteli Keflavík. „Við erum náttúrulega nafli alheimsins hér á Íslandi“, segir Steindór hlæjandi.

Sjá næstu 50 fréttir