Lífið

Dr. Phil gæti verið kærður fyrir að vinna án starfsleyfis

Sálfræðingur í Los Angeles hefur lagt fram kvörtun vegna vinnubragða sjónvarpssálans Dr. Phil. Sálfræðingurinn heldur því fram að Dr. Phil hafi ekki haft starfsleyfi þegar hann heimsótti Britney Spears á sjúkrahús eins og frægt er orðið.

Dr. Phil hefur ekki leyfi til að stunda sálfræði í Kaliforníu, og gamalt leyfi hans frá Texas rann út árið 2006.

TMZ hefur það eftir talsmanni Sálfræðingafélagsins að verði kvörtunin tekin til greina verði hún send áfram til saksóknara til frekari meðferðar. Að stunda sálfræði án leyfis er refsivert athæfi í Kaliforníu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.