Lífið

Gwyneth Paltrow lögð inn á sjúkrahús

Gwyneth Paltrow
Gwyneth Paltrow MYND/Getty
Gwyneth Paltrow var lögð inn á Mount Sinai sjúkrahúsið í New York síðdegis í gær. US Magazine hefur það eftir sjónarvottum að eiginmaður hennar, Coldplay rokkarinn Chris Martin, hafi rúllað henni inn á sjúkrahúsið í hjólastól og að hún hafi litið afar laslega út.

Um kvöldmatarleitið barst sjúkrahúsinu svo poki merktur „Gwyneth Martin" frá heilsuversluninni Organics Avenue, en leikkonan aðhyllist heilnæmt og lífrænt matarræði.

Talsmenn leikkonunnar neituðu að tjá sig um hvað hrjáir hana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.